Körfubolti

Frægur umboðsmaður í NBA-deildinni lést í bílslysi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dan Fegan er hér annar frá vinstri á milli þeirra Rick Carlisle, þjálfara Dallas og Chandler Parsons. Matthew Chevallard er með þeim á myndinni.
Dan Fegan er hér annar frá vinstri á milli þeirra Rick Carlisle, þjálfara Dallas og Chandler Parsons. Matthew Chevallard er með þeim á myndinni. Visir/Getty
Reyndur og virtur umboðsmaður margra leikmanna í NBA-deildinni lést í gær eftir bílslys nærri Aspen í Colorado.

Umboðsmaðurinn heitir Dan Fegan og var 56 ára gamall. Fimm ára sonur hans slasaðist í árekstrinum sem var á milli bíls þeirra feðga og stórar rútu. 29 ára kona frá Kaliforníu var með þeim í bílnum og slasaðist líka.







Dan Fegan ætlaði að beygja jepplingi sínum inn á hraðbraut en keyrði beint í veg fyrir rútuna sem koma á fullri ferð. Ökumaður rútunnar átti ekki möguleika á því að forða árekstri.

Árið 2016 var Fegan á listanum yfir öflugustu umboðsmennina. Meðal NBA-leikmanna sem hann hefur unnið fyrir eru John Wall, DeMarcus Cousins, Chandler Parsons, Ricky Rubio og Dwight Howard.





Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er meðal þeirra sem hafa minnst Fegan. „Dan var fyrsti umboðsmaðurinn sem sá að mér var alvara með körfuboltann og að ég stefndi á að vinna og læra sem mest um leikinn,“ sagði Mark Cuban.

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics hefur einnig tjáð sig um Fegan og þá sérstaklega hvernig Fegan reyndi að hjálpa bróður sínum sem hafði greinst með krabbamein.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×