Landsbankinn hagnast um 19,8 milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 19:19 Þá var arðsemi eiginfjár Landsbankans 8,2 prósent árið 2017 en 6,6 prósent 2016. Vísr/Andri Marínó Landsbankinn hagnaðist um 19,8 milljarða króna eftir skatta á árinu 2017 samanborið við 16,6 milljarða árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en ársskýrsla Landsbankans er aðgengileg hér. Þá var arðsemi eiginfjár Landsbankans 8,2 prósent árið 2017 en 6,6 prósent 2016. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 1,6 milljarða króna milli ára og námu 36,3 milljörðum króna árið 2017. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans hækkuðu um 8% á milli ára og námu 8,4 milljörðum króna en í tilkynningu segir að tekjuaukningin sé einkum vegna aukinna umsvifa í markaðsviðskiptum og eignastýringu. Aðrar rekstrartekjur námu 7 milljörðum króna og hækkuðu um 7% á milli ára. „Skýrist hækkunin einkum af jákvæðum gangvirðisbreytingum óskráðra hlutabréfa,“ segir í tilkynningu. Jákvæð virðisbreyting útlána nam 1,8 milljarði króna samanborið við neikvæða virðisbreytingu upp á 318 milljónir króna árið 2016. Hagnaður fyrir skatta á árinu 2017 var 29,7 milljarðar króna samanborið við 25,2 milljarða króna árið 2016. Reiknaðir skattar, þar með talið sérstakur fjársýsluskattur á laun, voru 10,6 milljarðar króna árið 2017 samanborið við 9,2 milljarða króna árið 2016.Vanskilahlutfall heldur áfram að lækka Heildareignir Landsbankans jukust um 81,7 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2017 alls 1.193 milljörðum króna. Útlán jukust um 8,5% milli ára, eða um 72 milljarða króna. Aukningin skiptist jafnt á milli lána til fyrirtækja og íbúðalána til einstaklinga. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka en það var 0,9% í lok árs 2017, samanborið við 1,5% í lok árs 2016. Í árslok 2017 voru innlán frá viðskiptavinum 605 milljarðar króna, samanborið við 590 milljarða króna í árslok 2016.Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Fréttablaðið/EyþórEigið fé Landsbankans í árslok 2017 var 246,1 milljarður króna samanborið við 251,2 milljarða króna í árslok 2016. Á árinu 2017 greiddi Landsbankinn 24,8 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall Landsbankans í árslok 2017 var 26,7%, samanborið við 30,2% í árslok 2016. Fjármálaeftirlitið gerir 21,4% heildarkröfu um eiginfjárgrunn Landsbankans.Greiði arð til hluthafa sem nemur 0,65 krónum á hlut Bankaráð mun leggja til við aðalfund þann 21. mars 2018 að greiddur verði arður til hluthafa vegna ársins 2017 sem nemur 0,65 krónum á hlut, eða samtals 15,4 milljörðum króna. Arðgreiðslan nemur um 78% af hagnaði ársins 2017. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segist ánægð með rekstur bankans á liðnu ári. „Rekstur Landsbankans gekk vel á árinu 2017 og afkoma bankans var í samræmi við væntingar. Markaðshlutdeild jókst og hefur aldrei mælst hærri á einstaklingsmarkaði, kannanir sýndu aukið traust til bankans og meiri ánægju viðskiptavina með þjónustuna,” segir Lilja í tilkynningu. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 19,8 milljarða króna eftir skatta á árinu 2017 samanborið við 16,6 milljarða árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en ársskýrsla Landsbankans er aðgengileg hér. Þá var arðsemi eiginfjár Landsbankans 8,2 prósent árið 2017 en 6,6 prósent 2016. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 1,6 milljarða króna milli ára og námu 36,3 milljörðum króna árið 2017. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans hækkuðu um 8% á milli ára og námu 8,4 milljörðum króna en í tilkynningu segir að tekjuaukningin sé einkum vegna aukinna umsvifa í markaðsviðskiptum og eignastýringu. Aðrar rekstrartekjur námu 7 milljörðum króna og hækkuðu um 7% á milli ára. „Skýrist hækkunin einkum af jákvæðum gangvirðisbreytingum óskráðra hlutabréfa,“ segir í tilkynningu. Jákvæð virðisbreyting útlána nam 1,8 milljarði króna samanborið við neikvæða virðisbreytingu upp á 318 milljónir króna árið 2016. Hagnaður fyrir skatta á árinu 2017 var 29,7 milljarðar króna samanborið við 25,2 milljarða króna árið 2016. Reiknaðir skattar, þar með talið sérstakur fjársýsluskattur á laun, voru 10,6 milljarðar króna árið 2017 samanborið við 9,2 milljarða króna árið 2016.Vanskilahlutfall heldur áfram að lækka Heildareignir Landsbankans jukust um 81,7 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2017 alls 1.193 milljörðum króna. Útlán jukust um 8,5% milli ára, eða um 72 milljarða króna. Aukningin skiptist jafnt á milli lána til fyrirtækja og íbúðalána til einstaklinga. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka en það var 0,9% í lok árs 2017, samanborið við 1,5% í lok árs 2016. Í árslok 2017 voru innlán frá viðskiptavinum 605 milljarðar króna, samanborið við 590 milljarða króna í árslok 2016.Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Fréttablaðið/EyþórEigið fé Landsbankans í árslok 2017 var 246,1 milljarður króna samanborið við 251,2 milljarða króna í árslok 2016. Á árinu 2017 greiddi Landsbankinn 24,8 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall Landsbankans í árslok 2017 var 26,7%, samanborið við 30,2% í árslok 2016. Fjármálaeftirlitið gerir 21,4% heildarkröfu um eiginfjárgrunn Landsbankans.Greiði arð til hluthafa sem nemur 0,65 krónum á hlut Bankaráð mun leggja til við aðalfund þann 21. mars 2018 að greiddur verði arður til hluthafa vegna ársins 2017 sem nemur 0,65 krónum á hlut, eða samtals 15,4 milljörðum króna. Arðgreiðslan nemur um 78% af hagnaði ársins 2017. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segist ánægð með rekstur bankans á liðnu ári. „Rekstur Landsbankans gekk vel á árinu 2017 og afkoma bankans var í samræmi við væntingar. Markaðshlutdeild jókst og hefur aldrei mælst hærri á einstaklingsmarkaði, kannanir sýndu aukið traust til bankans og meiri ánægju viðskiptavina með þjónustuna,” segir Lilja í tilkynningu.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira