Körfubolti

Alltaf sjóðandi heitur á móti bestu liðum deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Jones.
Paul Jones. Vísir/Ernir

Haukar eru með tveggja stiga forskot á toppi Domino´s deild karla í körfubolta eftir sigur á Íslandsmeisturum KR í gær. Frábært gengi liðsins í innbyrðisleikjum toppliðanna vekur mikla athygli og þá ekki síst frammistaða eins leikmanns í þessum leikjum.

Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones skoraði aðeins 9 stig í stórsigri á Njarðvík fyrir helgi. Haukarnir þurftu ekki á honum að halda í þeim leik en þeir þurftu á honum að halda á Ásvöllum í gærkvöldi.

Paul Jones brást ekki sínum mönnum ekki frekar en í leikjum á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar í vetur. Hann skoraði 35 stig í gærkvöldi og hitti úr 16 af 22 skotum sínum. Það gerir 73 prósent skotnýtingu.

Haukar lögðu með sigrinum grunninn að deildarmeistaratitli og þetta var besti leikur Jones í vetur þegar kemur að stigaskori (35 stig) og framlagi (37 stig).

Jones hefur hinsvegar alltaf verið sjóðandi heitur á móti bestu liðum deildarinnar. Hann er með 22 stig í leik og 69 prósent skotnýtingu á móti þeim. Haukaliðið hefur líka unnið 4 af þessum fimm leikjum þar af þá fjóra síðustu og ekki síst vegna framlags Jones.

Paul Jones hefur hitt úr 56 prósent eða betur í öllum leikjum sínum á móti efstu liðum deildarinnar eða liðunum sem eru að keppa við Hauka um deildarmeistaratitilinn. Það eru lið ÍR, Tindastóls og KR. Hann er með betri en 66 prósent nýtingu í fjórum þessara leikja.

Hér fyrir neðan má síðan sjá samanburð á tölfræði Jones á móti topp 4 annarsvegar og botn 8 hinsvegar.


Gerir mest á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar.

Paul Anthony Jones á móti bestu liðunum
(ÍR, Tindastóll og KR)

5 leikir (4 sigurleikir - 1 tap)
22,0 stig í leik
69,1 prósent skotnýting

---

Paul Anthony Jones á móti hinum átta liðunum í deildinni
(Njarðvík, Grindavík, Stjarnan, Keflavík, Þór Þ., Valur, Þór Ak. og Höttur)

14 leikir (11 sigurleikir - 3 töp)
17,1 stig í leik
55,7% skotnýtingAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.