Útgerðir bíða frétta af loðnumælingum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:30 Frétta er að vænta frá Hafrannsóknastofnun. Vísir/Vilhelm Ákveðið verður á næstu dögum hvort loðnukvótinn verði aukinn á þessari vertíð. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að mælingum rannsóknaskipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar sé lokið. Eru skipin nú á heimleið. „Nú er unnið að sameiningu gagnanna og strax í kjölfarið taka reikningarnir við. Það getur ýmislegt komið upp sem tefur vinnuna og get ég því ekki svarað því á þessari stundu hvenær niðurstöðurnar verða gerðar opinberar,“ segir Þorsteinn. Allt kapp sé lagt á að hraða vinnunni og ættu niðurstöður mælinganna að liggja fyrir á allra næstu dögum. Áðurnefnd rannsóknaskip, ásamt grænlenska veiðiskipinu Polar Amaroq, hafa undanfarna daga mælt stærð loðnustofnsins. Hafrannsóknastofnun hefur þegar upplýst að bráðabirgðaniðurstöður bendi til svipaðs magns kynþroska loðnu og búast mátti við samkvæmt mælingum á stærð stofnsins síðasta haust. Stofnunin tekur þó fram að skekkjumörk í mælingunni séu óvenju mikil en of snemmt sé að draga ályktanir um áhrif þess á endanlega ráðgjöf sem gefin verður. Útgerðir loðnuskipa hafa þegar veitt nálægt helmingi af 126 þúsund tonna upphafskvótanum og er hlutfallið á milli 60 og 70 prósent hjá nokkrum skipum. Útgerðirnar hafa flestar dregið úr sókn á meðan ákvörðunar sjávarútvegsráðherra er beðið, enda er ekki mikið eftir að upphaflegum loðnukvóta. Er þess nú beðið með óþreyju hvort kvótinn verði aukinn og þá hversu mikið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Ákveðið verður á næstu dögum hvort loðnukvótinn verði aukinn á þessari vertíð. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að mælingum rannsóknaskipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar sé lokið. Eru skipin nú á heimleið. „Nú er unnið að sameiningu gagnanna og strax í kjölfarið taka reikningarnir við. Það getur ýmislegt komið upp sem tefur vinnuna og get ég því ekki svarað því á þessari stundu hvenær niðurstöðurnar verða gerðar opinberar,“ segir Þorsteinn. Allt kapp sé lagt á að hraða vinnunni og ættu niðurstöður mælinganna að liggja fyrir á allra næstu dögum. Áðurnefnd rannsóknaskip, ásamt grænlenska veiðiskipinu Polar Amaroq, hafa undanfarna daga mælt stærð loðnustofnsins. Hafrannsóknastofnun hefur þegar upplýst að bráðabirgðaniðurstöður bendi til svipaðs magns kynþroska loðnu og búast mátti við samkvæmt mælingum á stærð stofnsins síðasta haust. Stofnunin tekur þó fram að skekkjumörk í mælingunni séu óvenju mikil en of snemmt sé að draga ályktanir um áhrif þess á endanlega ráðgjöf sem gefin verður. Útgerðir loðnuskipa hafa þegar veitt nálægt helmingi af 126 þúsund tonna upphafskvótanum og er hlutfallið á milli 60 og 70 prósent hjá nokkrum skipum. Útgerðirnar hafa flestar dregið úr sókn á meðan ákvörðunar sjávarútvegsráðherra er beðið, enda er ekki mikið eftir að upphaflegum loðnukvóta. Er þess nú beðið með óþreyju hvort kvótinn verði aukinn og þá hversu mikið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira