Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 11:00 Daniel Och mun gegna stjórnarformennsku í Och-Ziff þangað til í mars á næsta ári. Hann hefur verið forstjóri sjóðsins síðustu ár. Nordicphotos/Getty Fyrir fáeinum mánuðum lék allt í lyndi. Nú er hins vegar óttast að barátta tveggja manna um völdin í bandaríska vogunarsjóðnum Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum og leiða til enn aukins útflæðis fjár úr honum. Och-Ziff, sem keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka í mars á síðasta ári, hefur átt undir högg að sækja undanfarið, einkum og sér í lagi vegna spillingarbrota í Afríku sem sjóðurinn hefur þurft að greiða metsektir fyrir. Hlutabréf sjóðsins í kauphöllinni í New York féllu um 20 prósent í verði í fyrra og tóku fjárfestar út um sjö milljarða dala, jafnvirði 705 milljarða króna, úr sjóðnum á árinu. Ekki er talið að harðvítug barátta um framtíð sjóðsins, sem upphófst fyrir skömmu, sé til að bæta ástandið. Fastlega var gert ráð fyrir því að hinn 34 ára gamli Jimmy Levin, sem hefur starfað hjá Och-Ziff frá árinu 2006, myndi taka við forstjórastarfi sjóðsins, sem er stærsti vogunarsjóður sem skráður er á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum, þegar stofnandinn Daniel Och léti af störfum á þessu ári. Levin hafði risið hratt upp metorðastiga sjóðsins. Er ekki síst talið að djörf ákvörðun hans um að kaupa á árinu 2012 húsnæðistryggða skuldavafninga, sem flestir fjárfestar forðuðust á þeim tíma eins og heitan eldinn, hafi átt stóran þátt í að auka hróður vogunarsjóðsins en sjóðurinn græddi fúlgur fjár á kaupunum. Levin var gerður að fjárfestingastjóra Och-Ziff í byrjun síðasta árs og hlaut á sama tíma kaupauka að virði næstum 300 milljónir dala. Hann var álitinn vonarstjarna Och-Ziff.Kom öllum í opna skjöldu Það kom því viðskiptavinum, starfsmönnum og stjórnarmönnum sjóðsins, og auðvitað ekki síst Levin sjálfum, verulega á óvart þegar Och tilkynnti skömmu fyrir síðustu jól að hann hefði skipt um skoðun. Levin yrði ekki eftirmaður hans. „Eftir yfirgripsmiklar umræður við stjórnina var það niðurstaða mín að nú sé ekki rétti tíminn fyrir Levin til að taka við sjóðnum,“ sagði Och í yfirlýsingu. Engar frekari ástæður voru gefnar fyrir sinnaskiptunum, að því er segir í ítarlegri fréttaskýringu The Wall Street Journal um átökin innan Och-Ziff. Meirihluti stjórnarinnar var mótfallinn ákvörðun stofnandans en henni varð ekki snúið. Bandamenn stofnandans hafa þó bent á að hann hafi talið Levin vera of ágengan. Hann hafi litið of stórt á sig og beðið um meiri fjármuni og völd en Och taldi að hann ætti skilið. Í síðustu viku var nýr forstjóri ráðinn, margreyndur bankamaður að nafni Robert Shafir. Shafir, sem er afar vel liðinn í bankaheiminum en hefur þó aldrei starfað við sjóðastýringu, hefur síðustu ár stýrt starfsemi bankans Credit Suisse í Ameríku. Um leið var tilkynnt að Och myndi gegna stjórnarformennsku í sjóðnum þar til í mars á næsta ári. Levin fagnaði ráðningu Shafirs og sagðist hlakka til að starfa með honum. Hins vegar er vitað að undir niðri kraumar ólga. Djúpt vantraust er sagt ríkja á milli þeirra Levins og Ochs og er ekki talið ólíklegt að sá fyrrnefndi yfirgefi sjóðinn. Víst er að fjölmargir viðskiptavinir sjóðsins myndu elta hann. „Hann er einstaklega hæfur fjárfestir,“ segir Michael Rosen, sjóðsstjóri hjá Angeles Investment, sem hefur fjárfest fyrir um 100 milljónir dala í sjóði í stýringu Levins. Hann segir að félagið muni sennilega taka féð út úr sjóðnum ef Levin hættir. „Það yrði vandamál.“Sigið á ógæfuhliðina Vogunarsjóðurinn hefur alla tíð frá stofnun árið 1994 verið kunnur fyrir stöðugleika í rekstri og þykir því umrótið í sjóðnum á síðustu vikum nokkuð merkilegt. Fréttaskýrandi Bloomberg bendir hins vegar á að sigið hafi á ógæfuhliðina hjá sjóðnum undanfarin tvö ár. Má það einkum rekja til áðurnefndra spillngarmála í Afríku. Sjóðnum var haustið 2016 gert að greiða 413 milljónir dala, sem jafngildir 42 milljörðum króna, í sekt eftir að upp komst að Michael Cohen, sem stýrði starfsemi Och-Ziff í Evrópu, hefði mútað embættismönnum í fimm Afríkuríkjum til þess að liðka fyrir viðskiptum í álfunni. Och var ekki talinn hafa vitað af mútugreiðslunum en hann samþykkti engu að síður að greiða persónulega 2,2 milljónir dala í sekt. Í kjölfar þess að málin komust upp hríðféllu hlutabréf vogunarsjóðsins í verði – en þau hafa lækkað um 50 prósent á tveimur árum – og fjárfestar tóku að flýja með fjármuni sína úr sjóðnum. Eignir í stýringu sjóðsins, sem er þó enn einn sá stærsti í heimi, eru nú um 32 milljarðar dala en til samanburðar voru þær 50 milljarðar dala árið 2005.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Fyrir fáeinum mánuðum lék allt í lyndi. Nú er hins vegar óttast að barátta tveggja manna um völdin í bandaríska vogunarsjóðnum Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum og leiða til enn aukins útflæðis fjár úr honum. Och-Ziff, sem keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka í mars á síðasta ári, hefur átt undir högg að sækja undanfarið, einkum og sér í lagi vegna spillingarbrota í Afríku sem sjóðurinn hefur þurft að greiða metsektir fyrir. Hlutabréf sjóðsins í kauphöllinni í New York féllu um 20 prósent í verði í fyrra og tóku fjárfestar út um sjö milljarða dala, jafnvirði 705 milljarða króna, úr sjóðnum á árinu. Ekki er talið að harðvítug barátta um framtíð sjóðsins, sem upphófst fyrir skömmu, sé til að bæta ástandið. Fastlega var gert ráð fyrir því að hinn 34 ára gamli Jimmy Levin, sem hefur starfað hjá Och-Ziff frá árinu 2006, myndi taka við forstjórastarfi sjóðsins, sem er stærsti vogunarsjóður sem skráður er á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum, þegar stofnandinn Daniel Och léti af störfum á þessu ári. Levin hafði risið hratt upp metorðastiga sjóðsins. Er ekki síst talið að djörf ákvörðun hans um að kaupa á árinu 2012 húsnæðistryggða skuldavafninga, sem flestir fjárfestar forðuðust á þeim tíma eins og heitan eldinn, hafi átt stóran þátt í að auka hróður vogunarsjóðsins en sjóðurinn græddi fúlgur fjár á kaupunum. Levin var gerður að fjárfestingastjóra Och-Ziff í byrjun síðasta árs og hlaut á sama tíma kaupauka að virði næstum 300 milljónir dala. Hann var álitinn vonarstjarna Och-Ziff.Kom öllum í opna skjöldu Það kom því viðskiptavinum, starfsmönnum og stjórnarmönnum sjóðsins, og auðvitað ekki síst Levin sjálfum, verulega á óvart þegar Och tilkynnti skömmu fyrir síðustu jól að hann hefði skipt um skoðun. Levin yrði ekki eftirmaður hans. „Eftir yfirgripsmiklar umræður við stjórnina var það niðurstaða mín að nú sé ekki rétti tíminn fyrir Levin til að taka við sjóðnum,“ sagði Och í yfirlýsingu. Engar frekari ástæður voru gefnar fyrir sinnaskiptunum, að því er segir í ítarlegri fréttaskýringu The Wall Street Journal um átökin innan Och-Ziff. Meirihluti stjórnarinnar var mótfallinn ákvörðun stofnandans en henni varð ekki snúið. Bandamenn stofnandans hafa þó bent á að hann hafi talið Levin vera of ágengan. Hann hafi litið of stórt á sig og beðið um meiri fjármuni og völd en Och taldi að hann ætti skilið. Í síðustu viku var nýr forstjóri ráðinn, margreyndur bankamaður að nafni Robert Shafir. Shafir, sem er afar vel liðinn í bankaheiminum en hefur þó aldrei starfað við sjóðastýringu, hefur síðustu ár stýrt starfsemi bankans Credit Suisse í Ameríku. Um leið var tilkynnt að Och myndi gegna stjórnarformennsku í sjóðnum þar til í mars á næsta ári. Levin fagnaði ráðningu Shafirs og sagðist hlakka til að starfa með honum. Hins vegar er vitað að undir niðri kraumar ólga. Djúpt vantraust er sagt ríkja á milli þeirra Levins og Ochs og er ekki talið ólíklegt að sá fyrrnefndi yfirgefi sjóðinn. Víst er að fjölmargir viðskiptavinir sjóðsins myndu elta hann. „Hann er einstaklega hæfur fjárfestir,“ segir Michael Rosen, sjóðsstjóri hjá Angeles Investment, sem hefur fjárfest fyrir um 100 milljónir dala í sjóði í stýringu Levins. Hann segir að félagið muni sennilega taka féð út úr sjóðnum ef Levin hættir. „Það yrði vandamál.“Sigið á ógæfuhliðina Vogunarsjóðurinn hefur alla tíð frá stofnun árið 1994 verið kunnur fyrir stöðugleika í rekstri og þykir því umrótið í sjóðnum á síðustu vikum nokkuð merkilegt. Fréttaskýrandi Bloomberg bendir hins vegar á að sigið hafi á ógæfuhliðina hjá sjóðnum undanfarin tvö ár. Má það einkum rekja til áðurnefndra spillngarmála í Afríku. Sjóðnum var haustið 2016 gert að greiða 413 milljónir dala, sem jafngildir 42 milljörðum króna, í sekt eftir að upp komst að Michael Cohen, sem stýrði starfsemi Och-Ziff í Evrópu, hefði mútað embættismönnum í fimm Afríkuríkjum til þess að liðka fyrir viðskiptum í álfunni. Och var ekki talinn hafa vitað af mútugreiðslunum en hann samþykkti engu að síður að greiða persónulega 2,2 milljónir dala í sekt. Í kjölfar þess að málin komust upp hríðféllu hlutabréf vogunarsjóðsins í verði – en þau hafa lækkað um 50 prósent á tveimur árum – og fjárfestar tóku að flýja með fjármuni sína úr sjóðnum. Eignir í stýringu sjóðsins, sem er þó enn einn sá stærsti í heimi, eru nú um 32 milljarðar dala en til samanburðar voru þær 50 milljarðar dala árið 2005.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira