LeBron yngstur í sögunni í 30.000 stiga klúbbinn en Cleveland er í molum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2018 07:00 LeBron James er geggjaður en Cleveland getur lítið þessa dagana. vísir/getty LeBron James heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld körfuboltasögunnar, en í nótt varð hann yngsti maðurinn í sögunni sem skorar 30.000 stig í NBA-deildinni. Hann er aðeins sjöundi leikmaður sögunnar sem skorar 30.000 stig eða meira en hann er nú kominn í glæsilegan einkaklúbb með Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kobe Bryant, Michael Jordan, Wilt Chamberlain og Þjóðverjanum Dirk Nowitzki sem var síðastur til að skora svona mörg stig á undan LeBron. Lebron James er aftur á móti sá fyrsti í sögunni sem er einnig búinn að taka ríflega sjö þúsund fráköst og gefa ríflega sjö þúsund stoðsendingar á sama tíma og hann er búinn að skora 30.000 stig. Körfuna sögulegu skoraði hann undir lok fyrsta leikhluta í tapi gegn San Antonio Spurs í nótt.Congrats @KingJames. Welcome to the club!!! — Dirk Nowitzki (@swish41) January 24, 2018 Það nefnilega gengur ekkert hjá Cleveland þessa dagana þrátt fyrir að LeBron sé enn að sýna að hann er besti körfuboltamaður í heimi. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og tapaði fyrir Spurs sem nær varla í lið þessa dagana vegna meiðsla. Það er án flestra sinna lykilmanna. Þjálfarinn Tyronn Lue er gagnrýndur harðlega leik eftir leik fyrir að gera ekki breytingar á liðinu sem getur ekki varist til að bjarga lífi sínu en eftir leikinn í gær sagðist hann loksins ætla að gera breytingar á byrjunarliðinu.Leikmenn Cleveland héldu krísufund í fyrradag þar sem þeir réðust að Kevin Love og sökuðu hann um að gera sér upp veikindi í miðjum leik á dögunum. Fundurinn var sagður af bandarískum fjölmiðlum hafa hreinsað loftið en hann skilaði allavega ekki sigri í gær. Cleveland er í þriðja sæti austurdeildarinnar, fjórum sigrum frá öðru sæti og heilum sjö sigrum frá Boston Celtics sem trónir á toppi austursins. Boston tapaði þó fyrir Lakers í nótt.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Sacramento Kings 99-105 OKC Thunder - Brooklyn Nets 108-109 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 114-102 Golden State Warriors - New York Knicks 123-112 LA Lakers - Boston Celtics 108-107 NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
LeBron James heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld körfuboltasögunnar, en í nótt varð hann yngsti maðurinn í sögunni sem skorar 30.000 stig í NBA-deildinni. Hann er aðeins sjöundi leikmaður sögunnar sem skorar 30.000 stig eða meira en hann er nú kominn í glæsilegan einkaklúbb með Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kobe Bryant, Michael Jordan, Wilt Chamberlain og Þjóðverjanum Dirk Nowitzki sem var síðastur til að skora svona mörg stig á undan LeBron. Lebron James er aftur á móti sá fyrsti í sögunni sem er einnig búinn að taka ríflega sjö þúsund fráköst og gefa ríflega sjö þúsund stoðsendingar á sama tíma og hann er búinn að skora 30.000 stig. Körfuna sögulegu skoraði hann undir lok fyrsta leikhluta í tapi gegn San Antonio Spurs í nótt.Congrats @KingJames. Welcome to the club!!! — Dirk Nowitzki (@swish41) January 24, 2018 Það nefnilega gengur ekkert hjá Cleveland þessa dagana þrátt fyrir að LeBron sé enn að sýna að hann er besti körfuboltamaður í heimi. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og tapaði fyrir Spurs sem nær varla í lið þessa dagana vegna meiðsla. Það er án flestra sinna lykilmanna. Þjálfarinn Tyronn Lue er gagnrýndur harðlega leik eftir leik fyrir að gera ekki breytingar á liðinu sem getur ekki varist til að bjarga lífi sínu en eftir leikinn í gær sagðist hann loksins ætla að gera breytingar á byrjunarliðinu.Leikmenn Cleveland héldu krísufund í fyrradag þar sem þeir réðust að Kevin Love og sökuðu hann um að gera sér upp veikindi í miðjum leik á dögunum. Fundurinn var sagður af bandarískum fjölmiðlum hafa hreinsað loftið en hann skilaði allavega ekki sigri í gær. Cleveland er í þriðja sæti austurdeildarinnar, fjórum sigrum frá öðru sæti og heilum sjö sigrum frá Boston Celtics sem trónir á toppi austursins. Boston tapaði þó fyrir Lakers í nótt.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Sacramento Kings 99-105 OKC Thunder - Brooklyn Nets 108-109 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 114-102 Golden State Warriors - New York Knicks 123-112 LA Lakers - Boston Celtics 108-107
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira