Kaupþing skoðar kaup á hlut ríkisins í Arion banka Hörður Ægisson skrifar 25. janúar 2018 06:30 Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. VÍSIR/STEFÁN Eignarhaldsfélagið Kaupþing, sem er að mestu í eigu erlendra vogunarsjóða, hefur uppi áform um að kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Kaupin yrðu gerð á grundvelli kaupréttarákvæðis í hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið er nú til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaupþing, sem á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka í gegnum dótturfélagið Kaupskil, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum hefur Kaupþing á þessu stigi ekki enn tilkynnt fjármálaráðuneytinu eða Bankasýslunni, sem heldur utan um hlut ríkisins í bankanum, með formlegum hætti að félagið hyggist nýta sér kaupréttinn. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Bókfært virði hlutarins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Ekki er vitað á hvaða verði Kaupþing getur nýtt sér kaupréttinn að hlut ríkisins í bankanum en í hluthafasamkomulaginu, sem var gert opinbert í ársbyrjun 2012, hafa þær upplýsingar verið felldar út. Áform Kaupþings um að nýta sér kaupréttinn helgast af því að félagið hefur væntingar um að það geti selt hlutinn áfram innan ekki of langs tíma til annarra fjárfesta. Kaupþing hefur nú þegar boðið íslenskum lífeyrissjóðum, eins og greint var frá í Markaðnum í gær, að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í bankanum. Hafa þeir frest til 14. febrúar til að taka afstöðu til tilboðsins en það er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion samkvæmt níu mánaða uppgjöri síðasta árs. Ekki er útilokað að lífeyrissjóðunum verði boðið að kaupa stærri hlut en fimm prósent í bankanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Kaupþing, sem er að mestu í eigu erlendra vogunarsjóða, hefur uppi áform um að kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Kaupin yrðu gerð á grundvelli kaupréttarákvæðis í hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið er nú til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaupþing, sem á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka í gegnum dótturfélagið Kaupskil, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum hefur Kaupþing á þessu stigi ekki enn tilkynnt fjármálaráðuneytinu eða Bankasýslunni, sem heldur utan um hlut ríkisins í bankanum, með formlegum hætti að félagið hyggist nýta sér kaupréttinn. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Bókfært virði hlutarins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Ekki er vitað á hvaða verði Kaupþing getur nýtt sér kaupréttinn að hlut ríkisins í bankanum en í hluthafasamkomulaginu, sem var gert opinbert í ársbyrjun 2012, hafa þær upplýsingar verið felldar út. Áform Kaupþings um að nýta sér kaupréttinn helgast af því að félagið hefur væntingar um að það geti selt hlutinn áfram innan ekki of langs tíma til annarra fjárfesta. Kaupþing hefur nú þegar boðið íslenskum lífeyrissjóðum, eins og greint var frá í Markaðnum í gær, að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í bankanum. Hafa þeir frest til 14. febrúar til að taka afstöðu til tilboðsins en það er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion samkvæmt níu mánaða uppgjöri síðasta árs. Ekki er útilokað að lífeyrissjóðunum verði boðið að kaupa stærri hlut en fimm prósent í bankanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira