Kaupþing skoðar kaup á hlut ríkisins í Arion banka Hörður Ægisson skrifar 25. janúar 2018 06:30 Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. VÍSIR/STEFÁN Eignarhaldsfélagið Kaupþing, sem er að mestu í eigu erlendra vogunarsjóða, hefur uppi áform um að kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Kaupin yrðu gerð á grundvelli kaupréttarákvæðis í hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið er nú til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaupþing, sem á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka í gegnum dótturfélagið Kaupskil, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum hefur Kaupþing á þessu stigi ekki enn tilkynnt fjármálaráðuneytinu eða Bankasýslunni, sem heldur utan um hlut ríkisins í bankanum, með formlegum hætti að félagið hyggist nýta sér kaupréttinn. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Bókfært virði hlutarins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Ekki er vitað á hvaða verði Kaupþing getur nýtt sér kaupréttinn að hlut ríkisins í bankanum en í hluthafasamkomulaginu, sem var gert opinbert í ársbyrjun 2012, hafa þær upplýsingar verið felldar út. Áform Kaupþings um að nýta sér kaupréttinn helgast af því að félagið hefur væntingar um að það geti selt hlutinn áfram innan ekki of langs tíma til annarra fjárfesta. Kaupþing hefur nú þegar boðið íslenskum lífeyrissjóðum, eins og greint var frá í Markaðnum í gær, að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í bankanum. Hafa þeir frest til 14. febrúar til að taka afstöðu til tilboðsins en það er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion samkvæmt níu mánaða uppgjöri síðasta árs. Ekki er útilokað að lífeyrissjóðunum verði boðið að kaupa stærri hlut en fimm prósent í bankanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Kaupþing, sem er að mestu í eigu erlendra vogunarsjóða, hefur uppi áform um að kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Kaupin yrðu gerð á grundvelli kaupréttarákvæðis í hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið er nú til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaupþing, sem á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka í gegnum dótturfélagið Kaupskil, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum hefur Kaupþing á þessu stigi ekki enn tilkynnt fjármálaráðuneytinu eða Bankasýslunni, sem heldur utan um hlut ríkisins í bankanum, með formlegum hætti að félagið hyggist nýta sér kaupréttinn. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Bókfært virði hlutarins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Ekki er vitað á hvaða verði Kaupþing getur nýtt sér kaupréttinn að hlut ríkisins í bankanum en í hluthafasamkomulaginu, sem var gert opinbert í ársbyrjun 2012, hafa þær upplýsingar verið felldar út. Áform Kaupþings um að nýta sér kaupréttinn helgast af því að félagið hefur væntingar um að það geti selt hlutinn áfram innan ekki of langs tíma til annarra fjárfesta. Kaupþing hefur nú þegar boðið íslenskum lífeyrissjóðum, eins og greint var frá í Markaðnum í gær, að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í bankanum. Hafa þeir frest til 14. febrúar til að taka afstöðu til tilboðsins en það er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion samkvæmt níu mánaða uppgjöri síðasta árs. Ekki er útilokað að lífeyrissjóðunum verði boðið að kaupa stærri hlut en fimm prósent í bankanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira