Kaupþing skoðar kaup á hlut ríkisins í Arion banka Hörður Ægisson skrifar 25. janúar 2018 06:30 Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. VÍSIR/STEFÁN Eignarhaldsfélagið Kaupþing, sem er að mestu í eigu erlendra vogunarsjóða, hefur uppi áform um að kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Kaupin yrðu gerð á grundvelli kaupréttarákvæðis í hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið er nú til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaupþing, sem á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka í gegnum dótturfélagið Kaupskil, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum hefur Kaupþing á þessu stigi ekki enn tilkynnt fjármálaráðuneytinu eða Bankasýslunni, sem heldur utan um hlut ríkisins í bankanum, með formlegum hætti að félagið hyggist nýta sér kaupréttinn. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Bókfært virði hlutarins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Ekki er vitað á hvaða verði Kaupþing getur nýtt sér kaupréttinn að hlut ríkisins í bankanum en í hluthafasamkomulaginu, sem var gert opinbert í ársbyrjun 2012, hafa þær upplýsingar verið felldar út. Áform Kaupþings um að nýta sér kaupréttinn helgast af því að félagið hefur væntingar um að það geti selt hlutinn áfram innan ekki of langs tíma til annarra fjárfesta. Kaupþing hefur nú þegar boðið íslenskum lífeyrissjóðum, eins og greint var frá í Markaðnum í gær, að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í bankanum. Hafa þeir frest til 14. febrúar til að taka afstöðu til tilboðsins en það er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion samkvæmt níu mánaða uppgjöri síðasta árs. Ekki er útilokað að lífeyrissjóðunum verði boðið að kaupa stærri hlut en fimm prósent í bankanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Kaupþing, sem er að mestu í eigu erlendra vogunarsjóða, hefur uppi áform um að kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Kaupin yrðu gerð á grundvelli kaupréttarákvæðis í hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið er nú til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaupþing, sem á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka í gegnum dótturfélagið Kaupskil, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum hefur Kaupþing á þessu stigi ekki enn tilkynnt fjármálaráðuneytinu eða Bankasýslunni, sem heldur utan um hlut ríkisins í bankanum, með formlegum hætti að félagið hyggist nýta sér kaupréttinn. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Bókfært virði hlutarins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Ekki er vitað á hvaða verði Kaupþing getur nýtt sér kaupréttinn að hlut ríkisins í bankanum en í hluthafasamkomulaginu, sem var gert opinbert í ársbyrjun 2012, hafa þær upplýsingar verið felldar út. Áform Kaupþings um að nýta sér kaupréttinn helgast af því að félagið hefur væntingar um að það geti selt hlutinn áfram innan ekki of langs tíma til annarra fjárfesta. Kaupþing hefur nú þegar boðið íslenskum lífeyrissjóðum, eins og greint var frá í Markaðnum í gær, að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í bankanum. Hafa þeir frest til 14. febrúar til að taka afstöðu til tilboðsins en það er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion samkvæmt níu mánaða uppgjöri síðasta árs. Ekki er útilokað að lífeyrissjóðunum verði boðið að kaupa stærri hlut en fimm prósent í bankanum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira