NBA: Skvettubræðurnir sjóðheitir með Golden State í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 07:15 Stephen Curry. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og jöfnuðu nú félagsmetið yfir flesta útisigra í röð.Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry voru sjóðheitir í 119-112 sigri Golden State Warriors á Chicago Bulls en þetta var fjórtándi útisigur liðsins í röð. Klay Thompson skoraði 38 stig í leiknum og Stephen Curry var með 30 stig. Þeir hittu saman úr 13 af 24 þriggja stiga skotum sínum. Kevin Durant skoraði 19 stig en var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Golden State hefur verið að leika talsvert án lykilmanna síðustu vikur og Curry missti meðal annars af mörgum leikjum. Að þessu sinni vantaði þá Draymond Green og Andre Iguodala sem eru meiddir. Golden State er þegar búið að jafna félagsmetið og vantar nú aðeins tvo útisigra til viðbótar til þess að jafna NBA-metið sem er í eigu Los Angeles Lakers liðsins frá 1971-72 tímabilinu. Næsti útileikur er hinsvegar á móti Houston Rockets. Nikola Mirotic skoraði 24 stig fyrir Chicago Bulls sem hefur unnið 14 af síðustu 22 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið á því að vinna aðeins 3 af fyrstu 23 leikjum sínum. Robin Lopez og nýliðinn Kris Dunn voru báðir með sextán stig.Carmelo Anthony skoraði 27 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Lakers 114-90. Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Lakers tapar þegar liðið er án nýliðans Lonzo Ball. Steven Adams var með 21 stig og 10 fráköst og Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 7 stoðsendingum.Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna 2,1 sekúndum fyrir leikslok þegar Atlanta Hawks vann upp 19 stiga forystu og vann New Orleans Pelicans á endanum með einu stigi, 94-93. Bazemore var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig en skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 22 stig en DeMarcus Cousins var með 19 stig og 14 fráköst.LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og Patty Mills smellti niður sjö þriggja stiga körfum þegar San Antonio Spurs vann Brooklyn Nets 100-95. Kawhi Leonard var ekki með Spurs og mikil óvissa er í kringum framhaldið hjá honum. Mills endaði með 25 stig og þá var Pau Gasol með 13 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 109-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 105-120 Chicago Bulls - Golden State Warriors 112-119 Memphis Grizzlies - New York Knicks 105-99 Milwaukee Bucks - Miami Heat 101-106 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 114-90 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-93 Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 95-100 Toronto Raptors - Detroit Pistons 96-91 Charlotte Hornets - Washington Wizards 133-109 NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og jöfnuðu nú félagsmetið yfir flesta útisigra í röð.Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry voru sjóðheitir í 119-112 sigri Golden State Warriors á Chicago Bulls en þetta var fjórtándi útisigur liðsins í röð. Klay Thompson skoraði 38 stig í leiknum og Stephen Curry var með 30 stig. Þeir hittu saman úr 13 af 24 þriggja stiga skotum sínum. Kevin Durant skoraði 19 stig en var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Golden State hefur verið að leika talsvert án lykilmanna síðustu vikur og Curry missti meðal annars af mörgum leikjum. Að þessu sinni vantaði þá Draymond Green og Andre Iguodala sem eru meiddir. Golden State er þegar búið að jafna félagsmetið og vantar nú aðeins tvo útisigra til viðbótar til þess að jafna NBA-metið sem er í eigu Los Angeles Lakers liðsins frá 1971-72 tímabilinu. Næsti útileikur er hinsvegar á móti Houston Rockets. Nikola Mirotic skoraði 24 stig fyrir Chicago Bulls sem hefur unnið 14 af síðustu 22 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið á því að vinna aðeins 3 af fyrstu 23 leikjum sínum. Robin Lopez og nýliðinn Kris Dunn voru báðir með sextán stig.Carmelo Anthony skoraði 27 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Lakers 114-90. Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Lakers tapar þegar liðið er án nýliðans Lonzo Ball. Steven Adams var með 21 stig og 10 fráköst og Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 7 stoðsendingum.Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna 2,1 sekúndum fyrir leikslok þegar Atlanta Hawks vann upp 19 stiga forystu og vann New Orleans Pelicans á endanum með einu stigi, 94-93. Bazemore var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig en skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 22 stig en DeMarcus Cousins var með 19 stig og 14 fráköst.LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og Patty Mills smellti niður sjö þriggja stiga körfum þegar San Antonio Spurs vann Brooklyn Nets 100-95. Kawhi Leonard var ekki með Spurs og mikil óvissa er í kringum framhaldið hjá honum. Mills endaði með 25 stig og þá var Pau Gasol með 13 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 109-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 105-120 Chicago Bulls - Golden State Warriors 112-119 Memphis Grizzlies - New York Knicks 105-99 Milwaukee Bucks - Miami Heat 101-106 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 114-90 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-93 Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 95-100 Toronto Raptors - Detroit Pistons 96-91 Charlotte Hornets - Washington Wizards 133-109
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira