NBA: Skvettubræðurnir sjóðheitir með Golden State í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 07:15 Stephen Curry. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og jöfnuðu nú félagsmetið yfir flesta útisigra í röð.Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry voru sjóðheitir í 119-112 sigri Golden State Warriors á Chicago Bulls en þetta var fjórtándi útisigur liðsins í röð. Klay Thompson skoraði 38 stig í leiknum og Stephen Curry var með 30 stig. Þeir hittu saman úr 13 af 24 þriggja stiga skotum sínum. Kevin Durant skoraði 19 stig en var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Golden State hefur verið að leika talsvert án lykilmanna síðustu vikur og Curry missti meðal annars af mörgum leikjum. Að þessu sinni vantaði þá Draymond Green og Andre Iguodala sem eru meiddir. Golden State er þegar búið að jafna félagsmetið og vantar nú aðeins tvo útisigra til viðbótar til þess að jafna NBA-metið sem er í eigu Los Angeles Lakers liðsins frá 1971-72 tímabilinu. Næsti útileikur er hinsvegar á móti Houston Rockets. Nikola Mirotic skoraði 24 stig fyrir Chicago Bulls sem hefur unnið 14 af síðustu 22 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið á því að vinna aðeins 3 af fyrstu 23 leikjum sínum. Robin Lopez og nýliðinn Kris Dunn voru báðir með sextán stig.Carmelo Anthony skoraði 27 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Lakers 114-90. Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Lakers tapar þegar liðið er án nýliðans Lonzo Ball. Steven Adams var með 21 stig og 10 fráköst og Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 7 stoðsendingum.Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna 2,1 sekúndum fyrir leikslok þegar Atlanta Hawks vann upp 19 stiga forystu og vann New Orleans Pelicans á endanum með einu stigi, 94-93. Bazemore var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig en skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 22 stig en DeMarcus Cousins var með 19 stig og 14 fráköst.LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og Patty Mills smellti niður sjö þriggja stiga körfum þegar San Antonio Spurs vann Brooklyn Nets 100-95. Kawhi Leonard var ekki með Spurs og mikil óvissa er í kringum framhaldið hjá honum. Mills endaði með 25 stig og þá var Pau Gasol með 13 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 109-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 105-120 Chicago Bulls - Golden State Warriors 112-119 Memphis Grizzlies - New York Knicks 105-99 Milwaukee Bucks - Miami Heat 101-106 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 114-90 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-93 Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 95-100 Toronto Raptors - Detroit Pistons 96-91 Charlotte Hornets - Washington Wizards 133-109 NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og jöfnuðu nú félagsmetið yfir flesta útisigra í röð.Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry voru sjóðheitir í 119-112 sigri Golden State Warriors á Chicago Bulls en þetta var fjórtándi útisigur liðsins í röð. Klay Thompson skoraði 38 stig í leiknum og Stephen Curry var með 30 stig. Þeir hittu saman úr 13 af 24 þriggja stiga skotum sínum. Kevin Durant skoraði 19 stig en var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Golden State hefur verið að leika talsvert án lykilmanna síðustu vikur og Curry missti meðal annars af mörgum leikjum. Að þessu sinni vantaði þá Draymond Green og Andre Iguodala sem eru meiddir. Golden State er þegar búið að jafna félagsmetið og vantar nú aðeins tvo útisigra til viðbótar til þess að jafna NBA-metið sem er í eigu Los Angeles Lakers liðsins frá 1971-72 tímabilinu. Næsti útileikur er hinsvegar á móti Houston Rockets. Nikola Mirotic skoraði 24 stig fyrir Chicago Bulls sem hefur unnið 14 af síðustu 22 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið á því að vinna aðeins 3 af fyrstu 23 leikjum sínum. Robin Lopez og nýliðinn Kris Dunn voru báðir með sextán stig.Carmelo Anthony skoraði 27 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Lakers 114-90. Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Lakers tapar þegar liðið er án nýliðans Lonzo Ball. Steven Adams var með 21 stig og 10 fráköst og Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 7 stoðsendingum.Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna 2,1 sekúndum fyrir leikslok þegar Atlanta Hawks vann upp 19 stiga forystu og vann New Orleans Pelicans á endanum með einu stigi, 94-93. Bazemore var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig en skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 22 stig en DeMarcus Cousins var með 19 stig og 14 fráköst.LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og Patty Mills smellti niður sjö þriggja stiga körfum þegar San Antonio Spurs vann Brooklyn Nets 100-95. Kawhi Leonard var ekki með Spurs og mikil óvissa er í kringum framhaldið hjá honum. Mills endaði með 25 stig og þá var Pau Gasol með 13 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 109-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 105-120 Chicago Bulls - Golden State Warriors 112-119 Memphis Grizzlies - New York Knicks 105-99 Milwaukee Bucks - Miami Heat 101-106 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 114-90 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-93 Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 95-100 Toronto Raptors - Detroit Pistons 96-91 Charlotte Hornets - Washington Wizards 133-109
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira