Lífið kynningar

Fjölbreyttir yogatímar hjá Hilton Reykjavík Spa

Hilton Reykjavík Spa kynnir
Þóra Hlín Friðriksdóttir jógakennari hefur átján ára reynslu á sínu sviði.
Þóra Hlín Friðriksdóttir jógakennari hefur átján ára reynslu á sínu sviði. MYNDIR/EYÞÓR

Hilton Reykjavík Spa er heilsulind sem veitir fyrsta flokks þjónustu í afslöppuðu og fallegu umhverfi. Meðal þess sem boðið er upp á eru fjölbreyttir yogatímar undir handleiðslu fagmenntaðra kennara með langa reynslu og þekkingu.

Hjá Hilton Reykjavík Spa er lögð áhersla á að veita persónulega og góða þjónustu fyrir líkama og sál. Fyrir utan glæsilega líkamsræktaraðstöðuna er boðið upp á spa, snyrtistofu og nudd hjá Hilton.


Þóra Hlín segir að jóga sé fyrir alla. Mikil aukning hefur verið í jógatímana hjá Hilton Spa að undanförnu og nú verður boðið upp á klippikort. Vísir/Eyþór

Þóra Hlín Friðriksdóttir hefur kennt yoga hjá Hilton Reykjavík Spa síðastliðin sjö ár, ásamt því að vera menntaður hjúkrunarfræðingur. Hún segir Hilton Spa bjóða yogaiðkendum nýjung eftir áramótin en þá verður boðið upp á sérstök klippikort fyrir fólk sem vill eingöngu koma og æfa yoga í stöðinni. „Klippikortin eru nýjung hjá okkur en þau fela í sér aðgang að hátt í tíu fjölbreyttum yogatímum á viku. Í boði er fjölbreytt úrval af yoga og má þar til dæmis nefna Vinyasa yoga, YogaCore með áherslu á kvið og bakvöðva, Hot Yoga, Hlýtt Yoga og Hot Yoga sculpt þar sem notuð eru lóð.

Í Hot Yoga er æft í fullbúnum upphituðum sal,“ segir Þóra Hlín og bætir við að allir yogatímar sem í boði eru henti öllum, bæði byrjendum og lengra komnum. „Yogaiðkun er fyrir alla og ekki þarf að vera með ákveðinn liðleika, styrk eða færni til að mæta til okkar á mottuna. Aðalatriðið er að mæta og upplifa þann margþætta ávinning sem yogatímarnir fela í sér. Hver og einn mætir þannig á sínum eigin forsendum,“ segir hún.

Patrick J. Chiarolanzio hefur langa reynslu sem þjálfari. Hann aðstoðar meðlimi Hilton Spa í tækjasalnum.

Þóra Hlín segir að allir yogatímar séu í raun jafnvinsælir. „Fólk mætir jafnt í heita tíma og þá hefðbundnu. Við bjóðum upp á morguntíma kl. 9.30 og síðdegistíma. Þá eru mjög vinsælir tímar á laugardagsmorgnum og sunnudögum. Við erum með fjölbreytt úrval af yogatímum alla daga vikunnar.“

Þóra Hlín segir að klippikortið í yoga feli ekki í sér aðgang að heilsulindinni, það er heitum pottum og herðanuddi. Í staðinn er verðinu stillt í hóf, eða 19.900 krónur. „Klippikortið er eingöngu fyrir yoga og gildir í þrjá mánuði,“ segir hún. „Yogatímarnir njóta vaxandi vinsælda hjá okkur. Við höfum því fjölgað tímum jafnt og þétt og bætt við framúrskarandi kennarahópinn okkar. Við yogaiðkun upplifir fólk fljótlega mun á líkamlegri og andlegri heilsu, orku og vellíðan. Liðleiki og styrkur eykst, sem og andlegt jafnvægi og dýpri ró í daglegu lífi svo fátt eitt sé nefnt.

Í Hilton Reykjavík Spa er persónuleg og góð þjónusta í fallegu umhverfi.

Maður græðir allt á því að stunda yoga,“ segir Þóra Hlín, sem hefur iðkað Ashtanga yoga síðastliðin átján ár.

Þá má líka benda á að Hilton Reykjavík Spa er heimilisleg stöð sem fólk tekur ástfóstri við og kallar jafnvel sitt annað heimili. „Þetta er lítil og fullkomlega búin stöð þar sem fólki líður vel,“ segir hún.

Hjá Hilton Reykjavík Spa er unnið með heilsu líkama og sálar. Meðlimir stöðvarinnar fá aðgang að líkamsræktarþjálfara í tækjasal sem útbýr sérsniðna æfingaáætlun fyrir hvern og einn. Þá er heilsulind þar sem boðið er upp á herðanudd í heitum pottum og handklæði við hverja komu. Í spa-aðstöðunni eru þrír heitir pottar, kaldur pottur, vatnsgufur, slökunarlaug og sauna. Þá eru í boði frábærar nudd- og snyrtimeðferðir.

Eftir áramótin fara aftur í gang vinsæl 100 daga lífsstílsnámskeið undir handleiðslu næringarfræðings og þjálfara og hefst það fyrsta 8. janúar. Frábært námskeið fyrir þá sem vilja aðhald í mataræði og líkamsrækt. Þá verður einnig námskeið fyrir 60 ára og eldri sem hefst 16. janúar. Skemmtilegir tímar sem sniðnir eru fyrir þá eldri til að styrkja þol, jafnvægi og auka lífsgæði.

Hilton Reykjavik Spa er fyrsta flokks heilsurækt á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu og býður upp á allt það besta sem völ er á þegar kemur að líkams- og heilsurækt. 

Nánar er hægt að skoða líkamsrækt, námskeið og meðferðir á heimasíðunni www.hiltonreykjavikspa.isAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.