Handbolti

Fleiri horfðu á handbolta en fótbolta í Frakklandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nikola Karabatic fagnar marki í úrslitaleiknum á HM.
Nikola Karabatic fagnar marki í úrslitaleiknum á HM. vísir/getty
Áhuginn á handbolta í Frakklandi er alltaf á uppleið og á síðasta ári var mesta áhorf á íþróttaviðburð í landinu á handboltaleik.

8,7 milljónir Frakka horfðu á úrslitaleik sinna manna gegn Noregi á HM. Fótboltalandsleikir, tennismót og rúgbý náðu ekki að gera betur í áhorfi á síðasta ári og voru í raun langt á eftir þessu magnaða áhorfi.

Um 8,3 milljónir Frakka sáu undanúrslitaleik liðsins gegn Slóveníu. Til samanburðar þá fylgdust 9,9 milljónir Frakka með kosningasjónvarpinu.

Heimsmeistaramótið fyrir ári síðan fór fram í Frakklandi og heimamenn sýndu því augljóslega mikinn áhuga og spurning hversu mikinn áhuga þeir munu hafa á EM sem hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×