Nítján milljarða greiðsla ríkissjóðs inn á lífeyrisskuldbindingar Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. janúar 2018 16:15 Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Vísir/E.ól. Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna, sem voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Frá þessu er greint á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stöðugleikaframlög slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja, sem innt voru af hendi í tengslum við undanþágu frá fjármagnshöftum, fólust í eignarhlutum í viðskiptabönkum, skuldabréfum, skráðum og óskráðum hlutabréfum, lánaeignum og ýmsum öðrum eignum. Var sérstöku félagi í eigu ríkisins, Lindarhvoli ehf., falin umsýsla og innlausn eignanna að frátöldum framlögum vegna viðskiptabanka. Verkefni félagsins hafa verið leyst á grundvelli sérstaks samnings sem það gerði við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Mestur hluti þeirra eigna sem Lindarhvoli ehf. var falið að koma í verð hefur þegar verið seldur og hefur andvirðið runnið í ríkissjóð. Þá er talið að hluti þeirra eigna sem eftir standa séu ekki vel fallnar til almennrar sölu með sama hætti og aðrar eignir í umsýslu félagsins sem seldar hafa verið á undanförnum misserum.Framselja eignirnar sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðsSegir í tilkynningu ráðuneytisins að af ofangreindum ástæðum sé skynsamlegt að LSR yfirtaki umræddar eignir, en sjóðurinn er ekki háður sérstökum tímatakmörkunum í eignaumsýslu sinni og býr yfir sérhæfðri þekkingu sem þarf til þess að hámarka virði eignanna. Eignirnar eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Með þeirri ráðstöfun náist að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð með lágmarks tilkostnaði. Þá kemur einnig fram að ríkissjóður beri áfram ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins og umrædd ráðstöfun hafi engin áhrif þar á. Standi eignirnar ekki undir því verðmati sem sett er á þær í dag leiðir það að öðru óbreyttu til hækkunar á skuldbindingum ríkissjóðs í framtíðinni, en skili eignirnar meiri verðmætum í framtíðinni hefur það jákvæð áhrif á skuldbindingarnar. Efnahagsmál Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna, sem voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Frá þessu er greint á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stöðugleikaframlög slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja, sem innt voru af hendi í tengslum við undanþágu frá fjármagnshöftum, fólust í eignarhlutum í viðskiptabönkum, skuldabréfum, skráðum og óskráðum hlutabréfum, lánaeignum og ýmsum öðrum eignum. Var sérstöku félagi í eigu ríkisins, Lindarhvoli ehf., falin umsýsla og innlausn eignanna að frátöldum framlögum vegna viðskiptabanka. Verkefni félagsins hafa verið leyst á grundvelli sérstaks samnings sem það gerði við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Mestur hluti þeirra eigna sem Lindarhvoli ehf. var falið að koma í verð hefur þegar verið seldur og hefur andvirðið runnið í ríkissjóð. Þá er talið að hluti þeirra eigna sem eftir standa séu ekki vel fallnar til almennrar sölu með sama hætti og aðrar eignir í umsýslu félagsins sem seldar hafa verið á undanförnum misserum.Framselja eignirnar sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðsSegir í tilkynningu ráðuneytisins að af ofangreindum ástæðum sé skynsamlegt að LSR yfirtaki umræddar eignir, en sjóðurinn er ekki háður sérstökum tímatakmörkunum í eignaumsýslu sinni og býr yfir sérhæfðri þekkingu sem þarf til þess að hámarka virði eignanna. Eignirnar eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Með þeirri ráðstöfun náist að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð með lágmarks tilkostnaði. Þá kemur einnig fram að ríkissjóður beri áfram ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins og umrædd ráðstöfun hafi engin áhrif þar á. Standi eignirnar ekki undir því verðmati sem sett er á þær í dag leiðir það að öðru óbreyttu til hækkunar á skuldbindingum ríkissjóðs í framtíðinni, en skili eignirnar meiri verðmætum í framtíðinni hefur það jákvæð áhrif á skuldbindingarnar.
Efnahagsmál Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur