Hver á afskorin blóm? Guðrún Vilmundardóttir skrifar 15. nóvember 2018 11:00 Í vor sem leið boðuðu tveir höfundar mig á fund. Þeir sögðust eiga slíkt erindi að það kallaði á mat og vín. „Sjálfsagt,“ sagði ég. „Ég panta borð.“ Nei, þeir voru búnir að því. Ég hefði talið það í mínum verkahring sem útgefanda, en gott og vel. Þegar við mættum, þríeykið, á veitingastaðinn beið þar hersing höfunda. Ég klökknaði. Á meðan ég var enn að átta mig á aðstæðum ýtti einhver í áttina að mér stórum blómavasa og sagði að rósirnar ættu heima hjá mér. Eða ég hjá þeim. Leið svo kvöldið, einstaklega ánægjulega. Daginn eftir varð mér gengið framhjá veitingastaðnum, á leið heim úr vinnu. Þar sem ég hugsaði með hlýju til kvöldsins áður sá ég glitta í blómavasann, fullan af dásamlegum rósum, rétt fyrir innan dyrnar. Ég vatt mér inn og sagði við þjón sem stóð og pússaði glös: „Ég held að ég eigi þessi blóm.“ Hann undraðist, ég sá það. En tók þá skynsamlegu ákvörðun að annaðhvort færi ég með rétt mál eða væri svo bíræfinn blómaþjófur að öruggast væri að afhenda mér góssið. Ég skellti rósunum í kvenveskið og gekk heim. Birtan var falleg svo ég smellti af mynd og sendi æskuvinkonu minni í hópi höfunda. „Sótti blómin.“ Hún svaraði um hæl. „Gurra. Við komum ekki með þessi blóm.“ Leið svo athyglisverður hálftími, þar sem ég dáðist að fegurð hinna stolnu blóma á stofuborðinu. Setti þau svo aftur í kvenveskið. Það var með aðeins minni sveiflu, en mikilli festu, sem ég vatt mér inn um dyrnar – þá var veitingastaðurinn þéttsetinn – og skilaði rósunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Í vor sem leið boðuðu tveir höfundar mig á fund. Þeir sögðust eiga slíkt erindi að það kallaði á mat og vín. „Sjálfsagt,“ sagði ég. „Ég panta borð.“ Nei, þeir voru búnir að því. Ég hefði talið það í mínum verkahring sem útgefanda, en gott og vel. Þegar við mættum, þríeykið, á veitingastaðinn beið þar hersing höfunda. Ég klökknaði. Á meðan ég var enn að átta mig á aðstæðum ýtti einhver í áttina að mér stórum blómavasa og sagði að rósirnar ættu heima hjá mér. Eða ég hjá þeim. Leið svo kvöldið, einstaklega ánægjulega. Daginn eftir varð mér gengið framhjá veitingastaðnum, á leið heim úr vinnu. Þar sem ég hugsaði með hlýju til kvöldsins áður sá ég glitta í blómavasann, fullan af dásamlegum rósum, rétt fyrir innan dyrnar. Ég vatt mér inn og sagði við þjón sem stóð og pússaði glös: „Ég held að ég eigi þessi blóm.“ Hann undraðist, ég sá það. En tók þá skynsamlegu ákvörðun að annaðhvort færi ég með rétt mál eða væri svo bíræfinn blómaþjófur að öruggast væri að afhenda mér góssið. Ég skellti rósunum í kvenveskið og gekk heim. Birtan var falleg svo ég smellti af mynd og sendi æskuvinkonu minni í hópi höfunda. „Sótti blómin.“ Hún svaraði um hæl. „Gurra. Við komum ekki með þessi blóm.“ Leið svo athyglisverður hálftími, þar sem ég dáðist að fegurð hinna stolnu blóma á stofuborðinu. Setti þau svo aftur í kvenveskið. Það var með aðeins minni sveiflu, en mikilli festu, sem ég vatt mér inn um dyrnar – þá var veitingastaðurinn þéttsetinn – og skilaði rósunum.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun