Dagskrá
• Ávarp og setning fundar – Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri
• Verkefnisstjórar kynna áfangastaðaáætlanir
o Áfangastaðaáætlun Vesturlands – Margrét Björk Björnsdóttir
o Áfangastaðaáætlun Austurlands – María Hjálmarsdóttir
o Áfangastaðaáætlun Norðurlands – Björn H. Reynisson
o Áfangastaðaáætlun Höfuðborgarsvæðis – Ágúst Elvar Bjarnason
o Áfangastaðaáætlun Reykjaness – Þuríður H. Aradóttir Braun
o Áfangastaðaáætlun Suðurlands – Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir
o Áfangastaðaáætlun Vestfjarða – Magnea Garðarsdóttir
• Snertifletir Landsáætlunar um innviði við áfangastaðaáætlanir – Dagný Arnarsdóttir og Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti
• Hvernig munu áfangastaðaáætlanir nýtast? – Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundarstjóri verður Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Áfangastaðaáætlanir (Destination Management Plans) eru unnar í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðar á sínum svæðum.
Um er að ræða heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastaða, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.
Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðili ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu.