Áfram tapar Uber Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 09:38 Taprekstur Uber heldur áfram. Vísir/Getty Deilibílafyrirtækið Uber tapaði rúmlega milljarði bandaríkjadala, næstum 130 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þrýstingurinn á að fyrirtækið fari að skila eigendum sínum hagnaði eykst hratt, enda fyrirhugað að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Þrátt fyrir að tap fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi sé um 27% meira en á sama tímabili í fyrra segja forsvarsmenn Uber að ýmis jákvæð teikn séu á lofti. Tekjur fyrirtæksins jukust um 5% á milli fjórðunga og þá hækkaði heildarfjárhæð bókana um 6% á tímabilinu. Er nú svo komið að Uber er metið á 72 milljarða bandaríkjadala, sem gerir það eitt að verðmætustu einkafyrirtækjum í heimi. Því er haft eftir fjármálastjóra Uber, Nelson Chai, í yfirlýsingu sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins að síðasti ársfjórðungur hafi verið góður. Uber muni á komandi misserum leggja áherslu á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum fyrirtæksins; eins og vöruflutningi, matarsendingar og fjölgun rafhjóla. Þá horfi Uber í auknum mæli til Austurlanda nær og Indlands, þar sem reynt verður að festa „yfirburðastöðu“ fyrirtækisins betur í sessi. Sem fyrr segir er stefnt á að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Hinn japanski Softbank er sagður ætla að annast skráninguna, sem fyrir vikið fékk 15% eignarhlut í fyrirtækinu að launum. Samgöngur Tengdar fréttir Mannauðsstjóri Uber segir upp Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2018 10:52 Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Uber boðar stefnubreytingu Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. 27. ágúst 2018 06:34 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Deilibílafyrirtækið Uber tapaði rúmlega milljarði bandaríkjadala, næstum 130 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þrýstingurinn á að fyrirtækið fari að skila eigendum sínum hagnaði eykst hratt, enda fyrirhugað að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Þrátt fyrir að tap fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi sé um 27% meira en á sama tímabili í fyrra segja forsvarsmenn Uber að ýmis jákvæð teikn séu á lofti. Tekjur fyrirtæksins jukust um 5% á milli fjórðunga og þá hækkaði heildarfjárhæð bókana um 6% á tímabilinu. Er nú svo komið að Uber er metið á 72 milljarða bandaríkjadala, sem gerir það eitt að verðmætustu einkafyrirtækjum í heimi. Því er haft eftir fjármálastjóra Uber, Nelson Chai, í yfirlýsingu sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins að síðasti ársfjórðungur hafi verið góður. Uber muni á komandi misserum leggja áherslu á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum fyrirtæksins; eins og vöruflutningi, matarsendingar og fjölgun rafhjóla. Þá horfi Uber í auknum mæli til Austurlanda nær og Indlands, þar sem reynt verður að festa „yfirburðastöðu“ fyrirtækisins betur í sessi. Sem fyrr segir er stefnt á að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Hinn japanski Softbank er sagður ætla að annast skráninguna, sem fyrir vikið fékk 15% eignarhlut í fyrirtækinu að launum.
Samgöngur Tengdar fréttir Mannauðsstjóri Uber segir upp Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2018 10:52 Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Uber boðar stefnubreytingu Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. 27. ágúst 2018 06:34 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mannauðsstjóri Uber segir upp Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2018 10:52
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Uber boðar stefnubreytingu Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. 27. ágúst 2018 06:34
Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02