Óverðtryggð íbúðalán nær helmingur nýrra lána hjá Landsbankanum og Arion Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2018 19:15 Hlutfall óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári, sem er merki þess að aukin verðbólga og spár um verðbólguskot hafi merkjanleg áhrif á neytendur þegar íbúðalán eru annars vegar. Verðbólgan var undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands um fjögurra ára skeið áður en hún fór að hækka fyrr á þessu ári en verðbólgan mældist 2,8 prósent í október. Og það er alvöru verðbólguskot í kortunum. „Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og verði nokkuð yfir markmiði á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 7. nóvember. Þá spáir Seðlabankinn 3,4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Arion banki spáir 4,4 prósenta verðbólgu. Það er því eðlilegt að einhverjir velti fyrir sér hvort ástæða sé til að endurfjármagna verðtryggð íbúðalán og skipta yfir í óverðtryggt.Hærri afborganir er hraðari eignamyndun Kosturinn við óverðtryggt íbúðalán er að höfuðstóll þess hækkar ekki þegar vísitala neysluverðs hækkar. Þannig er þyngri greiðslubyrði á slíkru láni en hraðari eignamyndun þar sem höfuðstóllinn lækkar aðeins en hækkar aldrei. Ef við skoðum tilbúið dæmi frá einum af stóru bönkunum um 40 milljóna króna íbúð þar sem lánshlutfallið er 70 prósent þá eru afborganir af verðtryggðu láni á 3,65 prósent breytilegum vöxtum 111.373 krónur en afborgun af óverðtryggðu láni á 6,25 prósent vöxtum rúmlega 47 þúsund krónum hærri. Ef lánið væri blandað til jafns væru afborganir rúmlega 130 þúsund krónur. Miklu auðveldara að endurfjármagna í dag „Eftir þessar breytingar sem hafa verið gerðar á uppgreiðslu lána og líka sú staðreynd að lántökugjöld hafa verið lækkuð og orðin að fastri krónutölu það þýðir að fólk hefur möguleikann á að gera svona lagað. Við erum að horfa á markað sem er miklu frjálsari og það eru miklu ódýrari valkostir fyrir hendi en voru áður. Fólk getur skipti á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þú gætir farið í óverðtryggt núna og verðtryggt aftur síðar ef það er málið,“ segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Endurfjármögn íbúðalána er ákveðið ferli. Í fyrsta lagi þarf nýtt greiðslumat vegna hærri afborgana á óverðtryggðu láni. Svo þarf nýtt verðmat á íbúðina frá löggiltum fasteignasala og ganga þarf frá skjalagerð vegna nýja lánsins og uppgjörs á því eldra. Það er algengt að þetta ferli taki 4 vikur. En er flótti úr verðtryggingu vegna vaxandi verðbólgu? Við óskuðum eftir upplýsingum um hlutfall lána hjá stóru bönkunum þremur. Hjá Arion banka hafa verðtryggð lán verið um 65 prósent allra lána undanfarin ár og hlutfall óverðtryggðra lána hefur verið 35 prósent. Af nýjum lánum sést merkjanleg breyting því óverðtryggð lán eru 45 prósent allra nýrra lána það sem af er þessu ári. Hjá Landsbankanum hafa óverðtryggð lán verið um fjórðungur íbúðalána en það sem af er þessu ári er hlutfallið 46 prósent eða tæplega 20 prósentustigum meira. Í september og október var hlutfall óverðtryggðra íbúðalána um 60 prósent af nýjum íbúðalánum hjá Landsbankanum. Í lok síðasta árs voru óverðtryggð lán rúmlega fjórðungur allra íbúðalána hjá Íslandsbanka. Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist og eru þau 36 prósent af nýjum íbúðalánum hjá bankanum. Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Hlutfall óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári, sem er merki þess að aukin verðbólga og spár um verðbólguskot hafi merkjanleg áhrif á neytendur þegar íbúðalán eru annars vegar. Verðbólgan var undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands um fjögurra ára skeið áður en hún fór að hækka fyrr á þessu ári en verðbólgan mældist 2,8 prósent í október. Og það er alvöru verðbólguskot í kortunum. „Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og verði nokkuð yfir markmiði á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 7. nóvember. Þá spáir Seðlabankinn 3,4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Arion banki spáir 4,4 prósenta verðbólgu. Það er því eðlilegt að einhverjir velti fyrir sér hvort ástæða sé til að endurfjármagna verðtryggð íbúðalán og skipta yfir í óverðtryggt.Hærri afborganir er hraðari eignamyndun Kosturinn við óverðtryggt íbúðalán er að höfuðstóll þess hækkar ekki þegar vísitala neysluverðs hækkar. Þannig er þyngri greiðslubyrði á slíkru láni en hraðari eignamyndun þar sem höfuðstóllinn lækkar aðeins en hækkar aldrei. Ef við skoðum tilbúið dæmi frá einum af stóru bönkunum um 40 milljóna króna íbúð þar sem lánshlutfallið er 70 prósent þá eru afborganir af verðtryggðu láni á 3,65 prósent breytilegum vöxtum 111.373 krónur en afborgun af óverðtryggðu láni á 6,25 prósent vöxtum rúmlega 47 þúsund krónum hærri. Ef lánið væri blandað til jafns væru afborganir rúmlega 130 þúsund krónur. Miklu auðveldara að endurfjármagna í dag „Eftir þessar breytingar sem hafa verið gerðar á uppgreiðslu lána og líka sú staðreynd að lántökugjöld hafa verið lækkuð og orðin að fastri krónutölu það þýðir að fólk hefur möguleikann á að gera svona lagað. Við erum að horfa á markað sem er miklu frjálsari og það eru miklu ódýrari valkostir fyrir hendi en voru áður. Fólk getur skipti á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þú gætir farið í óverðtryggt núna og verðtryggt aftur síðar ef það er málið,“ segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Endurfjármögn íbúðalána er ákveðið ferli. Í fyrsta lagi þarf nýtt greiðslumat vegna hærri afborgana á óverðtryggðu láni. Svo þarf nýtt verðmat á íbúðina frá löggiltum fasteignasala og ganga þarf frá skjalagerð vegna nýja lánsins og uppgjörs á því eldra. Það er algengt að þetta ferli taki 4 vikur. En er flótti úr verðtryggingu vegna vaxandi verðbólgu? Við óskuðum eftir upplýsingum um hlutfall lána hjá stóru bönkunum þremur. Hjá Arion banka hafa verðtryggð lán verið um 65 prósent allra lána undanfarin ár og hlutfall óverðtryggðra lána hefur verið 35 prósent. Af nýjum lánum sést merkjanleg breyting því óverðtryggð lán eru 45 prósent allra nýrra lána það sem af er þessu ári. Hjá Landsbankanum hafa óverðtryggð lán verið um fjórðungur íbúðalána en það sem af er þessu ári er hlutfallið 46 prósent eða tæplega 20 prósentustigum meira. Í september og október var hlutfall óverðtryggðra íbúðalána um 60 prósent af nýjum íbúðalánum hjá Landsbankanum. Í lok síðasta árs voru óverðtryggð lán rúmlega fjórðungur allra íbúðalána hjá Íslandsbanka. Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist og eru þau 36 prósent af nýjum íbúðalánum hjá bankanum.
Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira