Strigaskór og litríkar buxnadragtir í Kaupmannahöfn Ritstjórn skrifar 31. janúar 2018 21:00 Myndir/Aníta Eldjárn Glamour er statt í Kaupmannahöfn þessa dagana á tískuvikunni hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Íslenska tískuelítan, eins og gjarna má kalla innkaupafólk, bloggara og aðra sem starfa innan íslenska tískubransann, fjölmennir gjarna á þessa tískuviku enda selja Danir fjöldann allan af merkjum hér á landi og tískan höfðar vel til okkar hér. Tískuvikan í Köben fer vel af stað og borgin iðar af lífi. Af sýningum gærdagsins stóð Blanche hvað helst upp úr en Blanche er merki sem hannar tímalausan kvenfatnað og gleðifregnirnar eru þær að merkið er væntanlegt í verslun Húrra Reykjavík í næsta mánuði. Gestir sýningarinnar voru hver öðrum glæsilegri en ljósmyndarinn Aníta Eldjárn sá um að festa nokkra smekklega klædda gesti á filmu fyrir Glamour. Strigaskór og litríkar buxnadragtir virðast vera málið þessa dagana hinum meginn við hafið. Mest lesið Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Reykjavík Fashion Festival verður endurvakið á næsta ári Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Irina Shayk og Bradley Cooper trúlofuð Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Allt í plasti hjá Calvin Klein Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Hlutverk Mr. Big í Sex and The City var upphaflega ætlað öðrum leikara Glamour
Glamour er statt í Kaupmannahöfn þessa dagana á tískuvikunni hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Íslenska tískuelítan, eins og gjarna má kalla innkaupafólk, bloggara og aðra sem starfa innan íslenska tískubransann, fjölmennir gjarna á þessa tískuviku enda selja Danir fjöldann allan af merkjum hér á landi og tískan höfðar vel til okkar hér. Tískuvikan í Köben fer vel af stað og borgin iðar af lífi. Af sýningum gærdagsins stóð Blanche hvað helst upp úr en Blanche er merki sem hannar tímalausan kvenfatnað og gleðifregnirnar eru þær að merkið er væntanlegt í verslun Húrra Reykjavík í næsta mánuði. Gestir sýningarinnar voru hver öðrum glæsilegri en ljósmyndarinn Aníta Eldjárn sá um að festa nokkra smekklega klædda gesti á filmu fyrir Glamour. Strigaskór og litríkar buxnadragtir virðast vera málið þessa dagana hinum meginn við hafið.
Mest lesið Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Reykjavík Fashion Festival verður endurvakið á næsta ári Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Irina Shayk og Bradley Cooper trúlofuð Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Allt í plasti hjá Calvin Klein Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Hlutverk Mr. Big í Sex and The City var upphaflega ætlað öðrum leikara Glamour