Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2018 12:00 Hér ber að líta fulltrúa fimm hugmynda sem keppa munu til úrslita í Gullegginu í nóvemberbyrjun. Vísir/Gulleggið Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu, sem Icelandic Startups blæs til árlega. Keppninni bárust rúmlega 130 margvíslegar viðskiptahugmyndir og hafa þátttakendur Gulleggsins unnið að því síðustu mánuði að þróa markvissar og raunhæfar áætlanir úr hugmyndum sínum. Að þeirri vinnu lokinni bárust aðstandendum Gulleggsins um 40 viðskiptaáætlanir. Áætlanirnar voru vegnar og metnar af fjölmennum rýnihópi fagaðila sem veittu þeim einkunn. Tíu stigahæstu hugmyndirnar, sem keppa munu til úrslita á lokadegi Gulleggsins þann 3. nóvember næstkomandi, eru eftirfarandi:Álfur ætlar sér að brugga bjór úr því sem fellur til við framleiðslu kartöfluvara.Gulleggið9am Iceland 9amIceland er að þróa hugbúnaðarlausn sem mun hjálpa fólki á leið um landið að nálgast samþættar upplýsingar um norðurljós, veður, færð og áhugaverða staði með því að birta gögn frá viðurkenndum stofnunum á einföldu, sérsníðanlegu og gagnvirku korti. Álfur Beer Álfur bruggar bjór úr kartöfluskræli og afskorningum sem verða til afgangs í framleiðslu kartöfluvara og fara annars til spillis. Úr verður léttur og auðdrekkanlegur bjór úr úrvals íslensku hráefni sem minnkar sóun matvæla. Ekki banka: Trygginga- og lánagátt Ekki banka hjálpar neytendum að leita bestu kjara á lána- og tryggingamarkaði.Aðstandendur Flowvr vilja bjóða upp á framúrstefnulega hugleiðslu.GulleggiðByggingasamvinnufélag SUBL Markmiðið er að fá reiti sem liggja miðsvæðis og vel við almennningssamgöngum á höfuðborgar-svæðinu og byggja þar þétta, lágvaxna og vistvæna byggð þar sem aðrir samgöngumátar en bíllinn hafa forgang.Eirium Eirium þróar dreifðan hugbúnað sem eykur gegnsæi, traust og nýtni í því fjármagni sem lagt er til hjálparstarfs, neyðar- og þróunaraðstoðar um allan heim.Flowvr Flowvr býður uppá áhrifaríka hugleiðslu í alltumlykjandi sýndarveruleika. Värk-verjar vilja virkja kaffikorg.GulleggiðGreiði Greiði er app og markaður fyrir öll möguleg verk sem finnast í samfélagi okkar. Þar geta verkkaupar auðveldlega leitað að fjölbreyttri þjónustu, fundið verktaka í málið, borið saman verð og pantað þjónustu á skilvirkan máta. Vantar þig einhvern til að slá grasið þitt? Passa hundinn í fríinu? Laga pípulagnirnar? Frönskukennslu? Aðstoð við að flytja? Greiðinn getur hjálpað þér við þetta og margt annað.Koride Koride er samfélagsvefur sem tengir saman ferðamenn og auðveldar þeim að kynnast, skipuleggja ferðir saman og deila kostnaði af þeim.TAPP TAPP er hugbúnaður hannaður fyrir kvikmyndagerðarfólk og aðra verktaka. TAPP mun halda utan um verkefni, unna tíma og útlagðan kostnað og rukka fyrir þá vinnu með útsendingu reikninga og innheimtu í gegnum kerfið. Fyrirtæki geta einnig nýtt sér TAPP til að fylgjast með tímaskráningu starfsmanna sinna í rauntíma og borið þá saman við fjárhagsáætlun hvers verkefnis fyrir sig.VÄRK Vara sem gerir fólki kleift að endurvinna kaffikorg til þess að rækta ostrusveppi heima hjá sér.Greiði vill auðvelda fólki að ganga í hin ýmsu verk.GulleggiðSem fyrr segir munu hóparnir kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á lokadegi Gulleggsins 3. nóvember næstkomandi. Síðar þann dag kemur í ljós hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár og eina milljón króna í verðlaun. Keppnin er nú haldin í tólfta sinn en Gullegið hefur alið af sér fjöldan allan af sprotafyrirtækjum sem mörg eru orðin að stórum fyrirtækjum. Sem dæmi um fyrri þátttakendur má nefna Meniga, Karolina Fund, Clara, eTactica, Controlant, Nude Magazine, Róró Lulla doll, Pink Iceland, Videntifier og Cooori. Sigurvegarar Gulleggsins í fyrra voru Atmonia, fyrirtæki sem þróar byltingarkennt ferli til umhverfisvænnar áburðarframleiðslu á smáskala.Koride vill tengja ferðamenn betur saman.Gulleggið Hjálparstarf Nýsköpun Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Sjá meira
Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu, sem Icelandic Startups blæs til árlega. Keppninni bárust rúmlega 130 margvíslegar viðskiptahugmyndir og hafa þátttakendur Gulleggsins unnið að því síðustu mánuði að þróa markvissar og raunhæfar áætlanir úr hugmyndum sínum. Að þeirri vinnu lokinni bárust aðstandendum Gulleggsins um 40 viðskiptaáætlanir. Áætlanirnar voru vegnar og metnar af fjölmennum rýnihópi fagaðila sem veittu þeim einkunn. Tíu stigahæstu hugmyndirnar, sem keppa munu til úrslita á lokadegi Gulleggsins þann 3. nóvember næstkomandi, eru eftirfarandi:Álfur ætlar sér að brugga bjór úr því sem fellur til við framleiðslu kartöfluvara.Gulleggið9am Iceland 9amIceland er að þróa hugbúnaðarlausn sem mun hjálpa fólki á leið um landið að nálgast samþættar upplýsingar um norðurljós, veður, færð og áhugaverða staði með því að birta gögn frá viðurkenndum stofnunum á einföldu, sérsníðanlegu og gagnvirku korti. Álfur Beer Álfur bruggar bjór úr kartöfluskræli og afskorningum sem verða til afgangs í framleiðslu kartöfluvara og fara annars til spillis. Úr verður léttur og auðdrekkanlegur bjór úr úrvals íslensku hráefni sem minnkar sóun matvæla. Ekki banka: Trygginga- og lánagátt Ekki banka hjálpar neytendum að leita bestu kjara á lána- og tryggingamarkaði.Aðstandendur Flowvr vilja bjóða upp á framúrstefnulega hugleiðslu.GulleggiðByggingasamvinnufélag SUBL Markmiðið er að fá reiti sem liggja miðsvæðis og vel við almennningssamgöngum á höfuðborgar-svæðinu og byggja þar þétta, lágvaxna og vistvæna byggð þar sem aðrir samgöngumátar en bíllinn hafa forgang.Eirium Eirium þróar dreifðan hugbúnað sem eykur gegnsæi, traust og nýtni í því fjármagni sem lagt er til hjálparstarfs, neyðar- og þróunaraðstoðar um allan heim.Flowvr Flowvr býður uppá áhrifaríka hugleiðslu í alltumlykjandi sýndarveruleika. Värk-verjar vilja virkja kaffikorg.GulleggiðGreiði Greiði er app og markaður fyrir öll möguleg verk sem finnast í samfélagi okkar. Þar geta verkkaupar auðveldlega leitað að fjölbreyttri þjónustu, fundið verktaka í málið, borið saman verð og pantað þjónustu á skilvirkan máta. Vantar þig einhvern til að slá grasið þitt? Passa hundinn í fríinu? Laga pípulagnirnar? Frönskukennslu? Aðstoð við að flytja? Greiðinn getur hjálpað þér við þetta og margt annað.Koride Koride er samfélagsvefur sem tengir saman ferðamenn og auðveldar þeim að kynnast, skipuleggja ferðir saman og deila kostnaði af þeim.TAPP TAPP er hugbúnaður hannaður fyrir kvikmyndagerðarfólk og aðra verktaka. TAPP mun halda utan um verkefni, unna tíma og útlagðan kostnað og rukka fyrir þá vinnu með útsendingu reikninga og innheimtu í gegnum kerfið. Fyrirtæki geta einnig nýtt sér TAPP til að fylgjast með tímaskráningu starfsmanna sinna í rauntíma og borið þá saman við fjárhagsáætlun hvers verkefnis fyrir sig.VÄRK Vara sem gerir fólki kleift að endurvinna kaffikorg til þess að rækta ostrusveppi heima hjá sér.Greiði vill auðvelda fólki að ganga í hin ýmsu verk.GulleggiðSem fyrr segir munu hóparnir kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á lokadegi Gulleggsins 3. nóvember næstkomandi. Síðar þann dag kemur í ljós hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár og eina milljón króna í verðlaun. Keppnin er nú haldin í tólfta sinn en Gullegið hefur alið af sér fjöldan allan af sprotafyrirtækjum sem mörg eru orðin að stórum fyrirtækjum. Sem dæmi um fyrri þátttakendur má nefna Meniga, Karolina Fund, Clara, eTactica, Controlant, Nude Magazine, Róró Lulla doll, Pink Iceland, Videntifier og Cooori. Sigurvegarar Gulleggsins í fyrra voru Atmonia, fyrirtæki sem þróar byltingarkennt ferli til umhverfisvænnar áburðarframleiðslu á smáskala.Koride vill tengja ferðamenn betur saman.Gulleggið
Hjálparstarf Nýsköpun Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Sjá meira