Að segja upp í snobbinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 „Ég vinn á kassanum í Mercadona,“ sagði viðmælandinn við mig svo skemmtilega hnarreistur að það olli mér hollum heilabrotum. Á Spáni eru nefnilega atvinnumál í verra horfi en heima á Íslandi en að sama skapi er minni pressa á að vera stórlax. Þar heima veit ég að sumir fara hjá sér þegar spurt er út í atvinnu þeirra af einhverri undarlegri skömm fyrir að vera ekki forstjórar, stjórnmálamenn, vísindamenn, fjárfestar eða listamenn sem selja andlega afurð sína í bílförmum og það helst í útlöndum. Spurningin al-íslenska „Hvað gerir þú“ er beinlínis ógnvekjandi í þeirra huga. Auðvitað getur það verið áfall að vera ekki tækur í þáttinn hans Gísla Marteins en þessi hégómi er ekki allskostar heilbrigður því til er fólk sem sinnir háum embættum og vinnur með mikla fjármuni og völd en er síðan samfélagi sínu til trafala. Sem betur fer er líka forgangsröðunin ólík hjá fólki. Margir vilja einfalt líf frekar en flókið og fullt af fyrirgangi. Aðrir hafa síðan áhuga á störfum sem samfélagið ber ekki mikla virðingu fyrir jafnvel þó þau séu æði mikilvæg. Svo getur nú líka verið að fólk sé að gera eitthvað utan vinnutíma sem er mikilvægara en framapotið. En hvað sem öllum hégóma líður vona ég að starfið eigi vel við þig og veiti þér lífsfyllingu. Og eins að þú lifir innihaldsríku lífi og best þætti mér að þú gætir vaknað á morgnana fullur eftirvæntingar fyrir deginum sem er að renna upp. Og þegar spurningin er borinn upp, „hvað gerir þú?“ vona ég að hún verði þér tilefni til að íhuga hvað þú ert að gera við kollinn á þér. Vonandi ekki að velta honum uppúr óþarfa snobbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun
„Ég vinn á kassanum í Mercadona,“ sagði viðmælandinn við mig svo skemmtilega hnarreistur að það olli mér hollum heilabrotum. Á Spáni eru nefnilega atvinnumál í verra horfi en heima á Íslandi en að sama skapi er minni pressa á að vera stórlax. Þar heima veit ég að sumir fara hjá sér þegar spurt er út í atvinnu þeirra af einhverri undarlegri skömm fyrir að vera ekki forstjórar, stjórnmálamenn, vísindamenn, fjárfestar eða listamenn sem selja andlega afurð sína í bílförmum og það helst í útlöndum. Spurningin al-íslenska „Hvað gerir þú“ er beinlínis ógnvekjandi í þeirra huga. Auðvitað getur það verið áfall að vera ekki tækur í þáttinn hans Gísla Marteins en þessi hégómi er ekki allskostar heilbrigður því til er fólk sem sinnir háum embættum og vinnur með mikla fjármuni og völd en er síðan samfélagi sínu til trafala. Sem betur fer er líka forgangsröðunin ólík hjá fólki. Margir vilja einfalt líf frekar en flókið og fullt af fyrirgangi. Aðrir hafa síðan áhuga á störfum sem samfélagið ber ekki mikla virðingu fyrir jafnvel þó þau séu æði mikilvæg. Svo getur nú líka verið að fólk sé að gera eitthvað utan vinnutíma sem er mikilvægara en framapotið. En hvað sem öllum hégóma líður vona ég að starfið eigi vel við þig og veiti þér lífsfyllingu. Og eins að þú lifir innihaldsríku lífi og best þætti mér að þú gætir vaknað á morgnana fullur eftirvæntingar fyrir deginum sem er að renna upp. Og þegar spurningin er borinn upp, „hvað gerir þú?“ vona ég að hún verði þér tilefni til að íhuga hvað þú ert að gera við kollinn á þér. Vonandi ekki að velta honum uppúr óþarfa snobbi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun