Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 88-95 | Sterkur sigur Hauka í fyrsta leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Origo-höllinni skrifar 4. október 2018 21:45 Haukur Óskarsson átti fínan leik fyrir Hauka Vísir/Bára Haukar unnu Valsmenn í fyrstu umferð Domino‘s deildar karla í kvöld, leikið var í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valsmenn höfðu verið átta stigum yfir í hálfleik Leikurinn var jafn í upphafi og virtust liðin ná að mæta hvort öðru vel. Í byrjun annars leikhluta lokaðist hins vegar fyrir körfuna sem gestirnir voru að skjóta á, þeir náðu varla að koma einum einasta bolta niður í hátt í fjórar mínútur. Þá tók Ívar Ásgrímsson leikhlé og stappaði stálinu í sína menn. Það virtist virka því Haukaliðið náði aðeins að setja nokkrar körfur og laga stöðuna. Þriggja stiga karfa frá Oddi Rúnari Kristjánssyni undir lok leikhlutans tryggði Val hins vegar átta stiga forskoti inn í hálfleikinn 51-43. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn hins vegar illa og náðu Haukar að komast yfir á aðeins þremur mínútum. Liðin skiptust á að leiða leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir af loka fjórðungnum að Hilmar Smári Henningsson setti þrist og kom Haukum 11 stigum yfir. Gestirnir létu forystuna ekki af hendi en lokamínútan var þó æsispennandi. Valsmenn settu tvo þrista í röð og minnkuðu muninn niður í 2 stig. Þeir náðu hins vegar ekki að komast nær, í staðinn settu Haukar niður fimm stig af vítalínunni og fóru með 88-95 sigur.Af hverju unnu Haukar? Sterk byrjun á seinni hálfleik gerði mikið fyrir Haukaliðið. Þeir náðu að jafna leikinn og bættu varnarleikinn og baráttuna í liðinu til muna. Að sama skapi má segja að Valsmenn hafi ekki verið að spila neinn sérstakan varnarleik og ekki gert sér neina greiða þarHverjir stóðu upp úr? Í fyrri hálfleik var Aleks Simeonov mjög góður í liði Vals, var stigahæstur þeirra í hálfleik með 16 stig. Hann gerði hins vegar ekki mikið í seinni hálfleik og lauk leik með fimm villur. Oddur Rúnar átti fínan leik og Ragnar Nathanaelsson var heilt yfir góður í leiknum þrátt fyrir nokkur mistök. Marques Oliver átti virkilega góðan leik í liði Hauka. Kristinn Marinósson var einnig drjúgur fyrir gestina eins og Haukur Óskarsson.Hvað gekk illa? Skotnýtingin var ekkert sérstök hjá liðunum, Haukar hittu mjög illa í upphafi en löguðu það í seinni hálfeik og endaði liðið með helmings skotnýtingu. Valsliðið var með 45 prósenta nýtingu.Hvað gerist næst? Valur á annan heimaleik í næstu umferð, bikarmeistarar Tindastóls mæta í Origo-höllina eftir viku. Haukar spila á næsta föstudag á sínum heimavelli, þeir fá ÍR-inga í heimsókn.Valur-Haukar 88-95 (20-20, 31-23, 19-23, 18-29) Valur: Oddur Rúnar Kristjánsson 19, Aleks Simeonov 18/7 fráköst, Miles Wright 17/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 14/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 9/9 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 8, Illugi Steingrímsson 3/5 fráköst.Haukar: Marques Oliver 28/13 fráköst/3 varin skot, Sigurður Pétursson 13, Matic Macek 13, Kristján Leifur Sverrisson 13/6 fráköst, Haukur Óskarsson 12/4 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 7, Hilmar Smári Henningsson 5, Daði Lár Jónsson 4/5 stoðsendingar.Ívar stýrði Haukum til deildarmeistaratitils á síðasta tímabiliVísir/BáraÍvar: Eigum A-landsliðsmann inni svo ég er bjartsýnn „Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst baráttan í seinni hálfleik alveg til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í leikslok. „Þetta er bara það sem við þurfum að gera í hverjum einasta leik. Þetta verður jöfn deild og hver einasti leikur á eftir að telja.“ Haukar voru undir í hálfeik en mættu mun sterkari inn í þann seinni og var Ívar mjög ánægður með það sem hans drengir sýndu í seinni hálfleiknum. „Við bættum vörnina. Við fengum á okkur 51 stig (í fyrri hálfleik) og vorum bara máttlausir. Mér fannst Marques, eins og hann var nú frábær í þessum leik, hann var aðeins að fórna sér út úr vörninni. Vörnin hjá Matic í þessum leik var frábær og bara hjá öllu liðnu.“ „Baráttan og viljinn, við sýndum það í seinni hálfleik að það er mikil barátta í þessu liði og menn voru tilbúnir að sanna sig og leggja sig fram.“ „Við vorum að spila á átta mönnum hér í dag og eigum A-landsliðsmann inni, þannig að ég er bara bjartsýnn eins og ég er búinn að vera á undirbúningstímabilinu,“ sagði Ívar Ásgrímsson.Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals.Vísir/Andri MarinóÁgúst: Með því verra sem ég hef séð frá mínu liði Hljóðið var annað í Ágústi Björgvinssyni, þjálfara Vals. „Við náðum eiginlega aldrei takti í þessum leik, þrátt fyrir að við höfum verið yfir meiri hlutann af leiknum. Við náðum aldrei takti í vörninni og það var að fara í taugarnar á okkur og við fórum með það með okkur í sóknina.“ „Varnarleikurinn,“ svaraði Ágúst snögglega aðspurður hvað hafi verið það helsta sem klikkaði. „Við vorum ótrúlega stoltir af varnarleiknum okkar á síðustu leiktíð en það er ekkert til þess að vera stoltur af hér í kvöld.“ „Þetta var með því verra sem ég hef séð frá mínu liði varnarlega í mjög langan tíma.“ En er eitthvað jákvætt sem Ágúst sá í leiknum í kvöld? „Nei. Ég sé ekkert jákvætt.“ Næsti leikur er gegn bikarmeisturum Tindastóls eftir viku, hvernig byggir Ágúst ofan á þennan leik inn í þann næsta? „Haukarnir og við ættum að vera á svipuðum stað í deildinni, samkvæmt spánni. Við erum að fara að mæta mjög sterku liði næst þannig að ef við ætlum að spila svona þá eigum við engan séns í þann leik. Þá þurfum við bara að nýta þann leik sem æfingaleik.“Kristinn Marinósson er kominn úr hvítu og bláu í hvítt og rauttVísir/Andri MarinóKristinn: Hrós á Hilmar fyrir að bjarga skotinu mínu „Við byrjuðum mjög stífir og flatir, en mjög gott að snúa þessu við í seinni hálfleik,“ sagði Kristinn Marinósson eftir leikinn. Kristinn sneri aftur í uppeldisfélagið í sumar eftir að hafa dvalið í herbúðum ÍR í Breiðholtinu. „Við náðum að spila okkar leik sem við erum búnir að sýna á undirbúningstímabilinu. Við erum búnir að spila flotta æfingaleiki við lið í efstu deild og þetta var bara flott.“ „Í seinni hálfleik var varnarleikurinn og baráttan til fyrirmyndar. Mig langar sérstaklega að hrósa Matic og Hilmari hvernig þeir enduðu leikinn, bara virkilega flottir. Fór reyndar hægt af stað en hann bjargaði þarna skotinu mínu sem ég tek úr horninu þegar 19 sekúndur eru eftir af klukkunni svo ég gef Hilmari hrós fyrir það,“ sagði Kristinn Marinósson. Dominos-deild karla
Haukar unnu Valsmenn í fyrstu umferð Domino‘s deildar karla í kvöld, leikið var í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valsmenn höfðu verið átta stigum yfir í hálfleik Leikurinn var jafn í upphafi og virtust liðin ná að mæta hvort öðru vel. Í byrjun annars leikhluta lokaðist hins vegar fyrir körfuna sem gestirnir voru að skjóta á, þeir náðu varla að koma einum einasta bolta niður í hátt í fjórar mínútur. Þá tók Ívar Ásgrímsson leikhlé og stappaði stálinu í sína menn. Það virtist virka því Haukaliðið náði aðeins að setja nokkrar körfur og laga stöðuna. Þriggja stiga karfa frá Oddi Rúnari Kristjánssyni undir lok leikhlutans tryggði Val hins vegar átta stiga forskoti inn í hálfleikinn 51-43. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn hins vegar illa og náðu Haukar að komast yfir á aðeins þremur mínútum. Liðin skiptust á að leiða leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir af loka fjórðungnum að Hilmar Smári Henningsson setti þrist og kom Haukum 11 stigum yfir. Gestirnir létu forystuna ekki af hendi en lokamínútan var þó æsispennandi. Valsmenn settu tvo þrista í röð og minnkuðu muninn niður í 2 stig. Þeir náðu hins vegar ekki að komast nær, í staðinn settu Haukar niður fimm stig af vítalínunni og fóru með 88-95 sigur.Af hverju unnu Haukar? Sterk byrjun á seinni hálfleik gerði mikið fyrir Haukaliðið. Þeir náðu að jafna leikinn og bættu varnarleikinn og baráttuna í liðinu til muna. Að sama skapi má segja að Valsmenn hafi ekki verið að spila neinn sérstakan varnarleik og ekki gert sér neina greiða þarHverjir stóðu upp úr? Í fyrri hálfleik var Aleks Simeonov mjög góður í liði Vals, var stigahæstur þeirra í hálfleik með 16 stig. Hann gerði hins vegar ekki mikið í seinni hálfleik og lauk leik með fimm villur. Oddur Rúnar átti fínan leik og Ragnar Nathanaelsson var heilt yfir góður í leiknum þrátt fyrir nokkur mistök. Marques Oliver átti virkilega góðan leik í liði Hauka. Kristinn Marinósson var einnig drjúgur fyrir gestina eins og Haukur Óskarsson.Hvað gekk illa? Skotnýtingin var ekkert sérstök hjá liðunum, Haukar hittu mjög illa í upphafi en löguðu það í seinni hálfeik og endaði liðið með helmings skotnýtingu. Valsliðið var með 45 prósenta nýtingu.Hvað gerist næst? Valur á annan heimaleik í næstu umferð, bikarmeistarar Tindastóls mæta í Origo-höllina eftir viku. Haukar spila á næsta föstudag á sínum heimavelli, þeir fá ÍR-inga í heimsókn.Valur-Haukar 88-95 (20-20, 31-23, 19-23, 18-29) Valur: Oddur Rúnar Kristjánsson 19, Aleks Simeonov 18/7 fráköst, Miles Wright 17/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 14/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 9/9 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 8, Illugi Steingrímsson 3/5 fráköst.Haukar: Marques Oliver 28/13 fráköst/3 varin skot, Sigurður Pétursson 13, Matic Macek 13, Kristján Leifur Sverrisson 13/6 fráköst, Haukur Óskarsson 12/4 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 7, Hilmar Smári Henningsson 5, Daði Lár Jónsson 4/5 stoðsendingar.Ívar stýrði Haukum til deildarmeistaratitils á síðasta tímabiliVísir/BáraÍvar: Eigum A-landsliðsmann inni svo ég er bjartsýnn „Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst baráttan í seinni hálfleik alveg til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í leikslok. „Þetta er bara það sem við þurfum að gera í hverjum einasta leik. Þetta verður jöfn deild og hver einasti leikur á eftir að telja.“ Haukar voru undir í hálfeik en mættu mun sterkari inn í þann seinni og var Ívar mjög ánægður með það sem hans drengir sýndu í seinni hálfleiknum. „Við bættum vörnina. Við fengum á okkur 51 stig (í fyrri hálfleik) og vorum bara máttlausir. Mér fannst Marques, eins og hann var nú frábær í þessum leik, hann var aðeins að fórna sér út úr vörninni. Vörnin hjá Matic í þessum leik var frábær og bara hjá öllu liðnu.“ „Baráttan og viljinn, við sýndum það í seinni hálfleik að það er mikil barátta í þessu liði og menn voru tilbúnir að sanna sig og leggja sig fram.“ „Við vorum að spila á átta mönnum hér í dag og eigum A-landsliðsmann inni, þannig að ég er bara bjartsýnn eins og ég er búinn að vera á undirbúningstímabilinu,“ sagði Ívar Ásgrímsson.Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals.Vísir/Andri MarinóÁgúst: Með því verra sem ég hef séð frá mínu liði Hljóðið var annað í Ágústi Björgvinssyni, þjálfara Vals. „Við náðum eiginlega aldrei takti í þessum leik, þrátt fyrir að við höfum verið yfir meiri hlutann af leiknum. Við náðum aldrei takti í vörninni og það var að fara í taugarnar á okkur og við fórum með það með okkur í sóknina.“ „Varnarleikurinn,“ svaraði Ágúst snögglega aðspurður hvað hafi verið það helsta sem klikkaði. „Við vorum ótrúlega stoltir af varnarleiknum okkar á síðustu leiktíð en það er ekkert til þess að vera stoltur af hér í kvöld.“ „Þetta var með því verra sem ég hef séð frá mínu liði varnarlega í mjög langan tíma.“ En er eitthvað jákvætt sem Ágúst sá í leiknum í kvöld? „Nei. Ég sé ekkert jákvætt.“ Næsti leikur er gegn bikarmeisturum Tindastóls eftir viku, hvernig byggir Ágúst ofan á þennan leik inn í þann næsta? „Haukarnir og við ættum að vera á svipuðum stað í deildinni, samkvæmt spánni. Við erum að fara að mæta mjög sterku liði næst þannig að ef við ætlum að spila svona þá eigum við engan séns í þann leik. Þá þurfum við bara að nýta þann leik sem æfingaleik.“Kristinn Marinósson er kominn úr hvítu og bláu í hvítt og rauttVísir/Andri MarinóKristinn: Hrós á Hilmar fyrir að bjarga skotinu mínu „Við byrjuðum mjög stífir og flatir, en mjög gott að snúa þessu við í seinni hálfleik,“ sagði Kristinn Marinósson eftir leikinn. Kristinn sneri aftur í uppeldisfélagið í sumar eftir að hafa dvalið í herbúðum ÍR í Breiðholtinu. „Við náðum að spila okkar leik sem við erum búnir að sýna á undirbúningstímabilinu. Við erum búnir að spila flotta æfingaleiki við lið í efstu deild og þetta var bara flott.“ „Í seinni hálfleik var varnarleikurinn og baráttan til fyrirmyndar. Mig langar sérstaklega að hrósa Matic og Hilmari hvernig þeir enduðu leikinn, bara virkilega flottir. Fór reyndar hægt af stað en hann bjargaði þarna skotinu mínu sem ég tek úr horninu þegar 19 sekúndur eru eftir af klukkunni svo ég gef Hilmari hrós fyrir það,“ sagði Kristinn Marinósson.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn