Fjármálaáætlun einkennist af óhóflegri bjartsýni að mati sérfræðinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:00 Frá kynningu fjármálaráðherra í gær. Vísir/Egill Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð. Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð.
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira