Sverrir Þór: Get ekki verið annað en í skýjunum Magnús Ellert Bjarnason skrifar 13. janúar 2018 19:46 Sverrir Þór í leiknum í dag. Vísir/Hanna Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur Keflavíkur á grönnum sínum frá Njarðvík, 74-63 í úrslitum Malt-bikarsins. Var þetta annað árið í röð sem að Keflavík vinnur þennan bikar og fimmtánda skiptið í sögu félagsins, sem er met. „Ég get ekki annað en verið í skýjunum með þennan sigur. Það er magnaður árangur fyrir félag á borð við Keflavík að vinna þennan bikar fimmtán sinnum“ Spurður um hvað hefði skopið þennan sigur, sagði Sverrir að þetta hefði verið þolinmæðisverk. „Njarðvíkurstelpurnar komu virkilega flottar inn í þennan leik og voru mjög öflugar. Þær spiluðu svæðisvörn lengi sem við vorum í smá basli með. Það tók okkur smá tíma að komas okkar leik í gang en það var ekkert panikk í gangi. Við héldum bara áfram og svo small þetta á réttum tíma. Við vissum að þetta kæmi að lokum.“ Augljóst var að Sverrir vanmat ekki lið Njarðvíkur fyrir leikinn þrátt fyrir að þær grænklæddu væru stigalausar í deildinni. Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og hann bjóst við. „Ég var búinn að undibúa mitt lið fyrir svona jafnan leik. Njarðvík hefur verið í svona leikjum í bikarnum á móti liðum sem eru áþekk okkur. Ég sagði við stelpurnar mínar í hálfleik að þetta væri nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við, jafn og harður leikur og barist um alla bolta. Liðið mitt svaraði kallinu í síðari hálfleik og steig á bensíngjöfina. Ég er með ánægður með það“ Brittanny Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok en Sverri fannst Embla Kristínardóttir ekki síðri í leiknum. „Embla og Brittanny myndi ég segja að hafi verið leiðtogarnir. Svo voru margar aðrar sem áttu góðar rispur í leiknum. En Embla var stórkostleg í þessum leik. Fyrir mér hefði verið hægt að velja annað hvort Brittany eða Emblu sem mann leiksins, þær áttu það báðar skilið. “ Að lokum var Sverrir spurður útí það hvernig honum lítist á komandi leiki í Domino’s deildinni „Mér líst vel á næstu leiki. Við komum náttúrulega til leiks með breytt lið frá því fyrir áramót. Þórunn og Emilía eru dottnar út en Embla er kominn inn, sem er að sjálfsögðu mikill liðsstyrkur. Við förum bara í það núna að safna stigum í deildinni“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur Keflavíkur á grönnum sínum frá Njarðvík, 74-63 í úrslitum Malt-bikarsins. Var þetta annað árið í röð sem að Keflavík vinnur þennan bikar og fimmtánda skiptið í sögu félagsins, sem er met. „Ég get ekki annað en verið í skýjunum með þennan sigur. Það er magnaður árangur fyrir félag á borð við Keflavík að vinna þennan bikar fimmtán sinnum“ Spurður um hvað hefði skopið þennan sigur, sagði Sverrir að þetta hefði verið þolinmæðisverk. „Njarðvíkurstelpurnar komu virkilega flottar inn í þennan leik og voru mjög öflugar. Þær spiluðu svæðisvörn lengi sem við vorum í smá basli með. Það tók okkur smá tíma að komas okkar leik í gang en það var ekkert panikk í gangi. Við héldum bara áfram og svo small þetta á réttum tíma. Við vissum að þetta kæmi að lokum.“ Augljóst var að Sverrir vanmat ekki lið Njarðvíkur fyrir leikinn þrátt fyrir að þær grænklæddu væru stigalausar í deildinni. Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og hann bjóst við. „Ég var búinn að undibúa mitt lið fyrir svona jafnan leik. Njarðvík hefur verið í svona leikjum í bikarnum á móti liðum sem eru áþekk okkur. Ég sagði við stelpurnar mínar í hálfleik að þetta væri nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við, jafn og harður leikur og barist um alla bolta. Liðið mitt svaraði kallinu í síðari hálfleik og steig á bensíngjöfina. Ég er með ánægður með það“ Brittanny Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok en Sverri fannst Embla Kristínardóttir ekki síðri í leiknum. „Embla og Brittanny myndi ég segja að hafi verið leiðtogarnir. Svo voru margar aðrar sem áttu góðar rispur í leiknum. En Embla var stórkostleg í þessum leik. Fyrir mér hefði verið hægt að velja annað hvort Brittany eða Emblu sem mann leiksins, þær áttu það báðar skilið. “ Að lokum var Sverrir spurður útí það hvernig honum lítist á komandi leiki í Domino’s deildinni „Mér líst vel á næstu leiki. Við komum náttúrulega til leiks með breytt lið frá því fyrir áramót. Þórunn og Emilía eru dottnar út en Embla er kominn inn, sem er að sjálfsögðu mikill liðsstyrkur. Við förum bara í það núna að safna stigum í deildinni“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira