Sverrir Þór: Get ekki verið annað en í skýjunum Magnús Ellert Bjarnason skrifar 13. janúar 2018 19:46 Sverrir Þór í leiknum í dag. Vísir/Hanna Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur Keflavíkur á grönnum sínum frá Njarðvík, 74-63 í úrslitum Malt-bikarsins. Var þetta annað árið í röð sem að Keflavík vinnur þennan bikar og fimmtánda skiptið í sögu félagsins, sem er met. „Ég get ekki annað en verið í skýjunum með þennan sigur. Það er magnaður árangur fyrir félag á borð við Keflavík að vinna þennan bikar fimmtán sinnum“ Spurður um hvað hefði skopið þennan sigur, sagði Sverrir að þetta hefði verið þolinmæðisverk. „Njarðvíkurstelpurnar komu virkilega flottar inn í þennan leik og voru mjög öflugar. Þær spiluðu svæðisvörn lengi sem við vorum í smá basli með. Það tók okkur smá tíma að komas okkar leik í gang en það var ekkert panikk í gangi. Við héldum bara áfram og svo small þetta á réttum tíma. Við vissum að þetta kæmi að lokum.“ Augljóst var að Sverrir vanmat ekki lið Njarðvíkur fyrir leikinn þrátt fyrir að þær grænklæddu væru stigalausar í deildinni. Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og hann bjóst við. „Ég var búinn að undibúa mitt lið fyrir svona jafnan leik. Njarðvík hefur verið í svona leikjum í bikarnum á móti liðum sem eru áþekk okkur. Ég sagði við stelpurnar mínar í hálfleik að þetta væri nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við, jafn og harður leikur og barist um alla bolta. Liðið mitt svaraði kallinu í síðari hálfleik og steig á bensíngjöfina. Ég er með ánægður með það“ Brittanny Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok en Sverri fannst Embla Kristínardóttir ekki síðri í leiknum. „Embla og Brittanny myndi ég segja að hafi verið leiðtogarnir. Svo voru margar aðrar sem áttu góðar rispur í leiknum. En Embla var stórkostleg í þessum leik. Fyrir mér hefði verið hægt að velja annað hvort Brittany eða Emblu sem mann leiksins, þær áttu það báðar skilið. “ Að lokum var Sverrir spurður útí það hvernig honum lítist á komandi leiki í Domino’s deildinni „Mér líst vel á næstu leiki. Við komum náttúrulega til leiks með breytt lið frá því fyrir áramót. Þórunn og Emilía eru dottnar út en Embla er kominn inn, sem er að sjálfsögðu mikill liðsstyrkur. Við förum bara í það núna að safna stigum í deildinni“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Var í raun bara verið að yfirspila okkurv“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur Keflavíkur á grönnum sínum frá Njarðvík, 74-63 í úrslitum Malt-bikarsins. Var þetta annað árið í röð sem að Keflavík vinnur þennan bikar og fimmtánda skiptið í sögu félagsins, sem er met. „Ég get ekki annað en verið í skýjunum með þennan sigur. Það er magnaður árangur fyrir félag á borð við Keflavík að vinna þennan bikar fimmtán sinnum“ Spurður um hvað hefði skopið þennan sigur, sagði Sverrir að þetta hefði verið þolinmæðisverk. „Njarðvíkurstelpurnar komu virkilega flottar inn í þennan leik og voru mjög öflugar. Þær spiluðu svæðisvörn lengi sem við vorum í smá basli með. Það tók okkur smá tíma að komas okkar leik í gang en það var ekkert panikk í gangi. Við héldum bara áfram og svo small þetta á réttum tíma. Við vissum að þetta kæmi að lokum.“ Augljóst var að Sverrir vanmat ekki lið Njarðvíkur fyrir leikinn þrátt fyrir að þær grænklæddu væru stigalausar í deildinni. Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og hann bjóst við. „Ég var búinn að undibúa mitt lið fyrir svona jafnan leik. Njarðvík hefur verið í svona leikjum í bikarnum á móti liðum sem eru áþekk okkur. Ég sagði við stelpurnar mínar í hálfleik að þetta væri nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við, jafn og harður leikur og barist um alla bolta. Liðið mitt svaraði kallinu í síðari hálfleik og steig á bensíngjöfina. Ég er með ánægður með það“ Brittanny Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok en Sverri fannst Embla Kristínardóttir ekki síðri í leiknum. „Embla og Brittanny myndi ég segja að hafi verið leiðtogarnir. Svo voru margar aðrar sem áttu góðar rispur í leiknum. En Embla var stórkostleg í þessum leik. Fyrir mér hefði verið hægt að velja annað hvort Brittany eða Emblu sem mann leiksins, þær áttu það báðar skilið. “ Að lokum var Sverrir spurður útí það hvernig honum lítist á komandi leiki í Domino’s deildinni „Mér líst vel á næstu leiki. Við komum náttúrulega til leiks með breytt lið frá því fyrir áramót. Þórunn og Emilía eru dottnar út en Embla er kominn inn, sem er að sjálfsögðu mikill liðsstyrkur. Við förum bara í það núna að safna stigum í deildinni“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Var í raun bara verið að yfirspila okkurv“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Sjá meira