Olíufélögin njóta góðs af vexti í einkaneyslu og ferðaþjónustu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Sala Skeljungs hefur aukist en framlegð og rekstrarhagnaður lítið breyst. Vísir/Daníel Sérfræðingar Capacent meta gengi hlutabréfa í olíufélögunum N1 og Skeljungi umtalsvert hærra en markaðsgengi félaganna. Er þá tekið tillit til vænts ábata af sameiningu N1 og smásölufélagsins Festa. Að mati sérfræðinganna hefur mikill vöxtur í einkaneyslu og ferðaþjónustu sem og fólksfjölgun rennt styrkari stoðum undir hérlenda smásölu þótt samkeppni hafi sjaldan verið meiri eftir innkomu bandaríska verslunarrisans Costco á markaðinn. Tekið skal fram að verðmötin voru gerð skömmu fyrir jól. Verðmat Capacent á N1 með Festi innanborðs hljóðar upp á 32,3 milljarða króna, eða 129 krónur á hlut, sem er ríflega 13 prósent yfir markaðsvirði félagsins eftir lokun markaða í gær. Án Festa meta sérfræðingar Capacent hins vegar gengi hlutabréfa í N1 á 111 krónur á hlut, en til samanburðar var gengi bréfanna 114 krónur í gær. Telja þeir að fyrirhuguð kaup N1 á Festi muni breyta olíufélaginu mikið. Samlegð kaupanna liggi í innkaupum, bættri nýtingu á staðsetningu verslana og bensínstöðva og í stjórnunarkostnaði. Stjórnendur N1 gera ráð fyrir 500 til 600 milljóna króna samlegðaráhrifum vegna kaupanna, sem er um fjögur prósent af rekstrarkostnaði sameinaðs félags, en greinendur Capacent telja þær væntingar fremur hófstillar. Verðmat greinenda Capacent á Skeljungi hljóðar upp á 16,1 milljarð króna eða 7,6 krónur á hlut. Það er um 19 prósentum hærra en gengi hlutabréfa félagsins í gær sem var 6,4 krónur. Að mati Capacent munu þær hagræðingaraðgerðir sem stjórnendur olíufélagsins gripu til í lok október, auk minni bindingar í veltufjármunum, væntanlega draga stórlega úr neikvæðum áhrifum af uppsögn sölusamnings við flugfélögin Icelandair og WOW air. Er auk þess bent á að þótt sala félagsins á eldsneyti hafi aukist mikið á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hafi framlegð og rekstrarhagnaður lítið breyst enda sé samkeppnin hörð og vöxturinn hafi verið hvað mestur þar sem framlegð er lægst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Sérfræðingar Capacent meta gengi hlutabréfa í olíufélögunum N1 og Skeljungi umtalsvert hærra en markaðsgengi félaganna. Er þá tekið tillit til vænts ábata af sameiningu N1 og smásölufélagsins Festa. Að mati sérfræðinganna hefur mikill vöxtur í einkaneyslu og ferðaþjónustu sem og fólksfjölgun rennt styrkari stoðum undir hérlenda smásölu þótt samkeppni hafi sjaldan verið meiri eftir innkomu bandaríska verslunarrisans Costco á markaðinn. Tekið skal fram að verðmötin voru gerð skömmu fyrir jól. Verðmat Capacent á N1 með Festi innanborðs hljóðar upp á 32,3 milljarða króna, eða 129 krónur á hlut, sem er ríflega 13 prósent yfir markaðsvirði félagsins eftir lokun markaða í gær. Án Festa meta sérfræðingar Capacent hins vegar gengi hlutabréfa í N1 á 111 krónur á hlut, en til samanburðar var gengi bréfanna 114 krónur í gær. Telja þeir að fyrirhuguð kaup N1 á Festi muni breyta olíufélaginu mikið. Samlegð kaupanna liggi í innkaupum, bættri nýtingu á staðsetningu verslana og bensínstöðva og í stjórnunarkostnaði. Stjórnendur N1 gera ráð fyrir 500 til 600 milljóna króna samlegðaráhrifum vegna kaupanna, sem er um fjögur prósent af rekstrarkostnaði sameinaðs félags, en greinendur Capacent telja þær væntingar fremur hófstillar. Verðmat greinenda Capacent á Skeljungi hljóðar upp á 16,1 milljarð króna eða 7,6 krónur á hlut. Það er um 19 prósentum hærra en gengi hlutabréfa félagsins í gær sem var 6,4 krónur. Að mati Capacent munu þær hagræðingaraðgerðir sem stjórnendur olíufélagsins gripu til í lok október, auk minni bindingar í veltufjármunum, væntanlega draga stórlega úr neikvæðum áhrifum af uppsögn sölusamnings við flugfélögin Icelandair og WOW air. Er auk þess bent á að þótt sala félagsins á eldsneyti hafi aukist mikið á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hafi framlegð og rekstrarhagnaður lítið breyst enda sé samkeppnin hörð og vöxturinn hafi verið hvað mestur þar sem framlegð er lægst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira