Fólk á flótta Davíð Þorláksson skrifar 19. desember 2018 07:00 Það er við hæfi á aðventunni að huga að þeim sem hafa það ekki jafn gott og við. Flóttamannastofnun SÞ telur að aldrei hafi fleiri verið þvingaðir á flótta árið 2016, eða 68,5 milljónir. Þetta er eitt stærsta vandamálið sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Okkur sem getum verið heima hjá okkur ber skylda til að leggja okkar af mörkum og taka vel á móti þeim sem við getum. Það skemmir heldur ekki fyrir að rannsóknir sýna að innflytjendur hafa jákvæð áhrif á efnahag þróaðra ríkja. Kanadamenn létu ekki sitt eftir liggja þegar flóttamenn streymdu frá Indókína á 8. áratugnum. Þeir komu á fót kerfi þar sem einkaaðilum bauðst að styrkja flóttamenn til að koma og búa þar í landi. Fyrirtæki eða hópar einstaklinga sem eru í stakk búin til að aðstoða flóttamenn, fjárhagslega og með öðrum hætti, í samstarfi við ríkið stuðla þannig að því að fólk geti skapað sér nýtt líf í Kanada. Síðan þá hafa meira en 200.000 manns fundið sér heimili í Kanada með þessu móti. Kerfið hefur orðið fyrirmynd að, og haft áhrif á, flóttamannastefnu í öðrum Samveldislöndum eins og Bretlandi og Ástralíu. Íslendingar hafa tekið á móti um 695 kvótaflóttamönnum frá árinu 1956. Það eru eflaust ýmsir á því að við gætum vel gert betur hvað þetta varðar. Við getum ef til vill lært af Kanadamönnum hvernig við getum virkjað fólk og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum í þessum málaflokki í stað þess að treysta eingöngu á hið opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun
Það er við hæfi á aðventunni að huga að þeim sem hafa það ekki jafn gott og við. Flóttamannastofnun SÞ telur að aldrei hafi fleiri verið þvingaðir á flótta árið 2016, eða 68,5 milljónir. Þetta er eitt stærsta vandamálið sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Okkur sem getum verið heima hjá okkur ber skylda til að leggja okkar af mörkum og taka vel á móti þeim sem við getum. Það skemmir heldur ekki fyrir að rannsóknir sýna að innflytjendur hafa jákvæð áhrif á efnahag þróaðra ríkja. Kanadamenn létu ekki sitt eftir liggja þegar flóttamenn streymdu frá Indókína á 8. áratugnum. Þeir komu á fót kerfi þar sem einkaaðilum bauðst að styrkja flóttamenn til að koma og búa þar í landi. Fyrirtæki eða hópar einstaklinga sem eru í stakk búin til að aðstoða flóttamenn, fjárhagslega og með öðrum hætti, í samstarfi við ríkið stuðla þannig að því að fólk geti skapað sér nýtt líf í Kanada. Síðan þá hafa meira en 200.000 manns fundið sér heimili í Kanada með þessu móti. Kerfið hefur orðið fyrirmynd að, og haft áhrif á, flóttamannastefnu í öðrum Samveldislöndum eins og Bretlandi og Ástralíu. Íslendingar hafa tekið á móti um 695 kvótaflóttamönnum frá árinu 1956. Það eru eflaust ýmsir á því að við gætum vel gert betur hvað þetta varðar. Við getum ef til vill lært af Kanadamönnum hvernig við getum virkjað fólk og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum í þessum málaflokki í stað þess að treysta eingöngu á hið opinbera.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun