Konur með parkinson leiða landsliðið inn á völlinn í dag Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 1. september 2018 14:01 Á myndinni má sjá konurnar sem ganga inn á völlinn með kvennalandsliðinu. Mynd/aðsend Ellefu íslenskar konur, sem allar glíma við parkinson sjúkdóminn ganga inn með íslenska landsliðinu þegar liðið mætir Þýskalandi á Laugardalsvell nú á eftir. Þetta er hluti af samstarfsverkefni KSÍ og Parkinsonsamtakana. Ísland mælist í 2. sæti yfir hæstu dánartíðni vegna parkinson á eftir Finnlandi samkvæmt Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni „Við viljum helst vekja athygli á aukningu fólks með parkinson hér á landi, aðallega vegna lengri lífaldurs, en flestir greinast eftir sextugt. Það vantar aðstöðu fyrir fólkið og því söfnum við fyrir parkinsonsetri. Í Parkinsonsetrinu er ætlunin að bjóða upp á fræðslu, þjálfun, ráðgjöf og dagvist með sérhæfðri endurhæfingu. Eins og staðan er í dag þá er þessi þjónusta ekki í boði fyrir fólk með Parkinson á Íslandi og það gengur ekki upp,” segir Vilborg Jónsdóttir, formaður Parkinsonsamtakanna. Konurnar sem leiða landsliðskonurnar inn á völlinn eru: Malin Brand 37 ára Greindist fyrir rúmu einu og hálfu ári. Malin vinnur sem blaðamaður, þýðandi og sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Hún er í hlutastarfi hjá ABC barnahjálp og stundar nám í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hanna Vilhjálmsdóttir 44 ára Greindist í ágúst 2015 þá 41 árs. Hanna er menntaður kennari, en fór í bókhaldsnám eftir greiningu og skipti um starf. Sér nú um bókhald fyrir eitt fyrirtæki. Salóme Halldóra Gunnarsdóttir 49 ára Greindist í janúar 2017. Starfar sem hjúkrunarfræðingur í hálfu starfi á Landspítala. Salóme er gift og á þrjú börn. Kristín Þ. Guðmundsdóttir 58 ára Greindist 15. desember 2017. Kristín er fyrrverandi deildarstjóri á leikskóla, útivistarkona og lestrarhestur. Vilborg Jónsdóttir 56 ára (F) Greindist árið 2015. Vilborg er formaður í parkinsonsamtökunum og starfar í eigin fyrirtæki. Anna Björg Siggeirsdóttir 57 ára Greindist árið 2006. Anna vann við útgáfu og kynningarmál hjá VR en er núna í masternámi í ritlist í Háskóla Íslands. Ólöf Ólafsdóttir 62 ára Greindist fyrir þremur árum. Ólöf er bóndi í hálfu starfi. Hún saumar bútasaumsteppi / velferðarteppi til að þjálfa hendurnar. Allur ágóði af sölu teppanna rennur til velferðarmála. Guðrún Hafdís Óðinsdóttir 63 ára Greindist árið 2012. Hún aðstoðaskólastjóri í 50 % starfi, núna í veikindaleyfi og telur ólíklegt að hún snúi aftur til vinnu. Jóhanna V Magnúsdóttir 65 ára Greindist um mitt ár 2015. Jóhanna vann áður við skrifstofustörf. Ingibjörg Hjartardóttir 67 ára Greindist fyrir 4 árum. Ingibjörg er rithöfundur og starfar sjálfstætt. Hún stundar nám í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hrafnhildur Björk Sigurðardóttir 76 ára Greindist í febrúar 2003. Starfaði áður sem útibússtjóri hjá Landsbanka Íslands. Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
Ellefu íslenskar konur, sem allar glíma við parkinson sjúkdóminn ganga inn með íslenska landsliðinu þegar liðið mætir Þýskalandi á Laugardalsvell nú á eftir. Þetta er hluti af samstarfsverkefni KSÍ og Parkinsonsamtakana. Ísland mælist í 2. sæti yfir hæstu dánartíðni vegna parkinson á eftir Finnlandi samkvæmt Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni „Við viljum helst vekja athygli á aukningu fólks með parkinson hér á landi, aðallega vegna lengri lífaldurs, en flestir greinast eftir sextugt. Það vantar aðstöðu fyrir fólkið og því söfnum við fyrir parkinsonsetri. Í Parkinsonsetrinu er ætlunin að bjóða upp á fræðslu, þjálfun, ráðgjöf og dagvist með sérhæfðri endurhæfingu. Eins og staðan er í dag þá er þessi þjónusta ekki í boði fyrir fólk með Parkinson á Íslandi og það gengur ekki upp,” segir Vilborg Jónsdóttir, formaður Parkinsonsamtakanna. Konurnar sem leiða landsliðskonurnar inn á völlinn eru: Malin Brand 37 ára Greindist fyrir rúmu einu og hálfu ári. Malin vinnur sem blaðamaður, þýðandi og sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Hún er í hlutastarfi hjá ABC barnahjálp og stundar nám í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hanna Vilhjálmsdóttir 44 ára Greindist í ágúst 2015 þá 41 árs. Hanna er menntaður kennari, en fór í bókhaldsnám eftir greiningu og skipti um starf. Sér nú um bókhald fyrir eitt fyrirtæki. Salóme Halldóra Gunnarsdóttir 49 ára Greindist í janúar 2017. Starfar sem hjúkrunarfræðingur í hálfu starfi á Landspítala. Salóme er gift og á þrjú börn. Kristín Þ. Guðmundsdóttir 58 ára Greindist 15. desember 2017. Kristín er fyrrverandi deildarstjóri á leikskóla, útivistarkona og lestrarhestur. Vilborg Jónsdóttir 56 ára (F) Greindist árið 2015. Vilborg er formaður í parkinsonsamtökunum og starfar í eigin fyrirtæki. Anna Björg Siggeirsdóttir 57 ára Greindist árið 2006. Anna vann við útgáfu og kynningarmál hjá VR en er núna í masternámi í ritlist í Háskóla Íslands. Ólöf Ólafsdóttir 62 ára Greindist fyrir þremur árum. Ólöf er bóndi í hálfu starfi. Hún saumar bútasaumsteppi / velferðarteppi til að þjálfa hendurnar. Allur ágóði af sölu teppanna rennur til velferðarmála. Guðrún Hafdís Óðinsdóttir 63 ára Greindist árið 2012. Hún aðstoðaskólastjóri í 50 % starfi, núna í veikindaleyfi og telur ólíklegt að hún snúi aftur til vinnu. Jóhanna V Magnúsdóttir 65 ára Greindist um mitt ár 2015. Jóhanna vann áður við skrifstofustörf. Ingibjörg Hjartardóttir 67 ára Greindist fyrir 4 árum. Ingibjörg er rithöfundur og starfar sjálfstætt. Hún stundar nám í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hrafnhildur Björk Sigurðardóttir 76 ára Greindist í febrúar 2003. Starfaði áður sem útibússtjóri hjá Landsbanka Íslands.
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira