Stjórnarlaun Félagsbústaða hækkuðu um 150 prósent Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 11:30 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Mynd/Félagsbústaðir Launakostnaður stjórnenda Félagsbústaða hækkaði um 12,6 milljónir milli ára. Stjórnarlaun hækkuðu úr 47 þúsundum í 122 þúsund á mánuði.Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir 12,6 milljóna króna hækkun á samtölu launa hans og stjórnar félagsins milli ára í ársreikningi eiga sér skýringar í mikilli hækkun stjórnarlauna árið 2016, breytingu á greiðslufyrirkomulagi þeirra, launahækkun og yfirvinnuálagi hans í fyrra og yfirsjón við að gera grein fyrir bílastyrk hans í ársreikningi 2016. Í ársreikningi Félagsbústaða fyrir árið 2017 segir í skýringu að laun vegna stjórnarsetu árin 2016 og 2017 og laun framkvæmdastjóra árið 2017 hafi numið 30,8 milljónum samanborið við 18,2 milljónir árið áður. Engar frekari skýringar eða sundurliðun er gefin á þessum breytingum. Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þessa framsetningu vissulega gagnrýniverða enda gefi hún ekki glögga mynd af skiptingu þeirra liða sem undir hana falla í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hækkunin milli ára eigi sér þó eðlilegar skýringar. Í fyrsta lagi hafi stjórnarlaun vegna ársins 2016 verið hækkuð úr 47.917 krónum á mánuði í 122.000 á mánuði, eða um ríflega 154 prósent. Hækkunin hafi verið liður í samræmingu hjá Reykjavíkurborg. Samhliða þessari hækkun var ákveðið að breyta greiðslufyrirkomulagi stjórnarlauna. Horfið var frá því að greiða þau öll í einu eftir á í fyrirframgreiðslu mánaðarlega. Þetta hafði gert það verkum að árið 2017 væri í ársreikningi bókuð tvöföld stjórnarlaun, sem skekki myndina. Þá hafi framkvæmdastjórinn fengið 10 prósenta launahækkun í fyrra, fór úr 1.328 þúsund krónum á mánuði í 1.458 þúsund. Þá hafði láðst að gera grein fyrir bílastyrk framkvæmdastjórans í skýringu við ársreikning 2016 en hann fær 1.680 þúsund krónur á ári í slík hlunnindi. Loks fékk framkvæmdastjórinn á síðasta ári 1,4 milljónir greiddar í yfirvinnu „vegna mikils og óvenjulegs álags í tengslum við breytt lagaumhverfi fjármögnunar fyrirtækisins og útgáfu skuldabréfa á vegum þess“. Ekki sé um fasta greiðslu að ræða. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Launakostnaður stjórnenda Félagsbústaða hækkaði um 12,6 milljónir milli ára. Stjórnarlaun hækkuðu úr 47 þúsundum í 122 þúsund á mánuði.Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir 12,6 milljóna króna hækkun á samtölu launa hans og stjórnar félagsins milli ára í ársreikningi eiga sér skýringar í mikilli hækkun stjórnarlauna árið 2016, breytingu á greiðslufyrirkomulagi þeirra, launahækkun og yfirvinnuálagi hans í fyrra og yfirsjón við að gera grein fyrir bílastyrk hans í ársreikningi 2016. Í ársreikningi Félagsbústaða fyrir árið 2017 segir í skýringu að laun vegna stjórnarsetu árin 2016 og 2017 og laun framkvæmdastjóra árið 2017 hafi numið 30,8 milljónum samanborið við 18,2 milljónir árið áður. Engar frekari skýringar eða sundurliðun er gefin á þessum breytingum. Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þessa framsetningu vissulega gagnrýniverða enda gefi hún ekki glögga mynd af skiptingu þeirra liða sem undir hana falla í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hækkunin milli ára eigi sér þó eðlilegar skýringar. Í fyrsta lagi hafi stjórnarlaun vegna ársins 2016 verið hækkuð úr 47.917 krónum á mánuði í 122.000 á mánuði, eða um ríflega 154 prósent. Hækkunin hafi verið liður í samræmingu hjá Reykjavíkurborg. Samhliða þessari hækkun var ákveðið að breyta greiðslufyrirkomulagi stjórnarlauna. Horfið var frá því að greiða þau öll í einu eftir á í fyrirframgreiðslu mánaðarlega. Þetta hafði gert það verkum að árið 2017 væri í ársreikningi bókuð tvöföld stjórnarlaun, sem skekki myndina. Þá hafi framkvæmdastjórinn fengið 10 prósenta launahækkun í fyrra, fór úr 1.328 þúsund krónum á mánuði í 1.458 þúsund. Þá hafði láðst að gera grein fyrir bílastyrk framkvæmdastjórans í skýringu við ársreikning 2016 en hann fær 1.680 þúsund krónur á ári í slík hlunnindi. Loks fékk framkvæmdastjórinn á síðasta ári 1,4 milljónir greiddar í yfirvinnu „vegna mikils og óvenjulegs álags í tengslum við breytt lagaumhverfi fjármögnunar fyrirtækisins og útgáfu skuldabréfa á vegum þess“. Ekki sé um fasta greiðslu að ræða.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira