Dalurinn veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 10:31 Þrátt fyrir að dalurinn hafi veikst taka markaðir úrslitum næturinnar fagnandi. Getty/Classen Rafael Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. Nú á ellefta tímanum hefur lækkunin numið um 0,6% og stendur dalurinn því í um 120 krónum. Þrátt fyrir hóflega lækkun hefur gengi dalsins ekki verið veikara í næstum tvær vikur. Lækkunina má rekja beint til úrslita þingkosninga í Bandaríkjunum, þar sem demókratar öðluðust meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Greinendur vestanhafs telja að aukin ítök demókrata geti orðið til þess að torvelda innreið ýmissa „Trump-ískra“ efnahagsaðgerða; eins og frekari skattabreytinga eða stórfelldrar innviðauppbyggingar. Það er þó ekki útilokað að þeim verði hrint í framkvæmd en búast má við að aðgerðirnar muni taka einhverjum, jafnvel umfangsmiklum breytingum í meðförum þings sem lýtur stjórn Demókrataflokksins. Það geti orðið til þess að hægja á vexti hagkerfisins vestanhafs, sem mun um leið draga úr þrýstingnum á Seðlabanka Bandaríkjanna að hækka stýrivexti. Bandaríkjaforseti hefur opinberlega gagnrýnt peningastefnunefnd bankans fyrir stýrivaxtahækkanir ársins, sem nema alls um 0.5 prósentustigum. Það telst til tíðinda að forseti Bandaríkjanna segi Seðlabankanum til syndanna, enda leiddi til það til skjálfta á mörkuðum. Þrátt fyrir lækkun dalsins hafa markaðir tekið tíðindum næturinnar fagnandi. Merkja má hækkanir á mörkuðum í Evrópu sem einna helst eru drifnar áfram af fyrirtækjum sem njóta góðs af veikari bandaríkjadal. Má í því samhengi nefna Rio Tinto og námurisann BHP Billiton sem hækkað hafa um ríflega 3% í kauphöllinni í Lundúnum. Þetta hefur jafnframt skilað sér í styrkingu evrópskra gjaldmiðla, en hækkunin það sem af er degi er þó ekki mikil. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. Nú á ellefta tímanum hefur lækkunin numið um 0,6% og stendur dalurinn því í um 120 krónum. Þrátt fyrir hóflega lækkun hefur gengi dalsins ekki verið veikara í næstum tvær vikur. Lækkunina má rekja beint til úrslita þingkosninga í Bandaríkjunum, þar sem demókratar öðluðust meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Greinendur vestanhafs telja að aukin ítök demókrata geti orðið til þess að torvelda innreið ýmissa „Trump-ískra“ efnahagsaðgerða; eins og frekari skattabreytinga eða stórfelldrar innviðauppbyggingar. Það er þó ekki útilokað að þeim verði hrint í framkvæmd en búast má við að aðgerðirnar muni taka einhverjum, jafnvel umfangsmiklum breytingum í meðförum þings sem lýtur stjórn Demókrataflokksins. Það geti orðið til þess að hægja á vexti hagkerfisins vestanhafs, sem mun um leið draga úr þrýstingnum á Seðlabanka Bandaríkjanna að hækka stýrivexti. Bandaríkjaforseti hefur opinberlega gagnrýnt peningastefnunefnd bankans fyrir stýrivaxtahækkanir ársins, sem nema alls um 0.5 prósentustigum. Það telst til tíðinda að forseti Bandaríkjanna segi Seðlabankanum til syndanna, enda leiddi til það til skjálfta á mörkuðum. Þrátt fyrir lækkun dalsins hafa markaðir tekið tíðindum næturinnar fagnandi. Merkja má hækkanir á mörkuðum í Evrópu sem einna helst eru drifnar áfram af fyrirtækjum sem njóta góðs af veikari bandaríkjadal. Má í því samhengi nefna Rio Tinto og námurisann BHP Billiton sem hækkað hafa um ríflega 3% í kauphöllinni í Lundúnum. Þetta hefur jafnframt skilað sér í styrkingu evrópskra gjaldmiðla, en hækkunin það sem af er degi er þó ekki mikil.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55