Viggó skoraði 12 mörk í 30-23 sigri Randers. Hann skoraði níu mörk úr 11 skotum utan af velli og nýtti öll þrjú vítin sín.
Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Viggó er valinn í lið umferðarinnar. Hann var áður valinn í lið 3. umferðar frammistöðu sína í eins marks tapi fyrir Mors-Thy, 26-27. Viggó skoraði sex mörk í þeim leik.
Seltirningurinn, sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku, er alls kominn með 59 mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Randers.
Viggó er þriðji markahæsti Íslendingurinn í dönsku deildinni í vetur. Aðeins Ómar Ingi Magnússon (85) og Vignir Svavarsson (65) hafa skorað fleiri mörk.
Rundens hold 19. Spillerunde #888ligaen #herreligaen #rundenshold #tophåndbold pic.twitter.com/sQwImIFGRl
— Tophaandbold.dk (@tophaandbold) February 21, 2017