Viggó Kristjánsson, leikmaður Randers, var valinn í lið 3. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fyrir frammistöðu sína í eins marks tapi, 26-27, fyrir Mors-Thy um síðustu helgi.
Viggó skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur allra á vellinum.
Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum fyrir Mors-Thy á Randers tvo fulltrúa í liði 3. umferðarinnar sem var birt á opinberri heimasíðu dönsku deildarinnar. Hinn er hornamaðurinn Lars Skaarup sem skoraði fimm mörk gegn Mors-Thy.
Viggó gekk til liðs við Randers frá Gróttu í sumar. Hann hefur skorað 12 mörk í fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu. Sex þeirra hafa komið úr vítum.
Þrátt fyrir að Viggó hafi farið vel af stað með Randers gengur liðinu illa en það er í þrettánda og næstneðsta sæti deildarinnar án stiga.
Viggó í liði umferðarinnar

Tengdar fréttir

Hafa gaman af fótboltafortíð nýja íslenska handboltamannsins síns
Viggó Kristjánsson er nýjasti íslenski leikmaðurinn í dönsku handboltadeildinni en hann hefur gengið frá samningi um að spila með Randers HH á næstu leiktíð.