CES 2017: Vélmennin voru fyrirferðarmikil Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2017 16:30 Fjölmörg vélmenni voru til sýnis á ráðstefnunni. Vísir/GETTY Vélmenni, bæði ný og gömul, voru mjög fyrirferðarmikil á CES 2017 ráðstefnunni sem fór fram í Las Vegas um helgina. Vélmennin voru af öllum mögulegum gerðum, hvort sem þau slá gras, hella upp á kaffi, aðstoða aldraða, vakta heimili og reka hunda úr sófum. Mörg þeirra eru raddstýrð og svara skipunum eigenda sinna.Vélmennið Pepper frá SoftBank Robotics vakti mikla athygli. Pepper er markaðssett sem nokkurs konar aðstoðarvélmenni og það skilur 20 tungumál. Vélmennið notast við raddstýringu og getur tengst snjalltækjum á heimili eigenda og framfylgt beiðnum þeirra um drykki og fleira. Hér að neðan má sjá blaðamann CNN fara á stefnumót með Pepper, sem veit meira að segja svarið við tilgangi lífsins, alheimsins og alls.Lynx er vélmenni frá fyrirtækinu Ubtech Robotics. Það notast við raddstýringu Amazon, Alexa, og getur gengið um, dansað og jafnvel kennt jóga. Vélmennið getur spilað tónlist í gegnum Amazon Music, Spotify og aðrar veitur. Þar að auki getur vélmennið tekið niður minnispunkta, minnt eigendur á fundi og annað og lesið tölvupósta fyrir eigendur sína. Á höfði vélmennisins er myndavél og þekkir Lynx andlit og myndir. Einnig er hægt að streyma úr myndavél Lynx svo eigendur geta vaktað heimili sín þegar þeir eru ekki heima eða talað við aðra fjölskyludmeðlimi í gegnum vélmennið. Kuri, er vélmenni frá fyrirtækinu Mayfield Robotics, en það er í raun ekki ósvipað Lynx. Það tengist netinu og öðrum tækjum á heimilum í gegnum þráðlaust net eða Bluetooth og er með myndavél sem nota má til að vakta heimilið og jafnvel reka hunda úr sófum. Hægt er að stilla vélmennið til að láta eigendur sína vita ef hundar eða önnur gæludýr fara upp í sófa og sendir Kuri tilkynningu til eigandans. Sá getur þá skipað hundinum, í gegnum hátalara Kuri, að hunskast úr sófanum. Kuri notar lasergeisla til að kortleggja heimilið og ferðast um það af mikilli nákvæmni. LG kynnti Hub vélmennið sem einnig notast við raddstýringuna Alexa, eins og svo margt annað á CES. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða nokkurs konar miðstýringu fyrir nettengd heimilistæki og önnur netstýrð tæki. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um getu vélmennisins, en mögulega eru ár í að það komi á markað. Það mun þó læra af notendum sínum og hægt er að koma mörgum eintökum fyrir á hverju heimili sem vinna saman. Þá gaf LG í skyn að vélmennið myndi þekkja notendur sína.Fleiri vélmenni voru kynnt á CES þetta árið en hægt er að sjá yfirlit yfir þau öll hér á vef CNET. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Vélmenni, bæði ný og gömul, voru mjög fyrirferðarmikil á CES 2017 ráðstefnunni sem fór fram í Las Vegas um helgina. Vélmennin voru af öllum mögulegum gerðum, hvort sem þau slá gras, hella upp á kaffi, aðstoða aldraða, vakta heimili og reka hunda úr sófum. Mörg þeirra eru raddstýrð og svara skipunum eigenda sinna.Vélmennið Pepper frá SoftBank Robotics vakti mikla athygli. Pepper er markaðssett sem nokkurs konar aðstoðarvélmenni og það skilur 20 tungumál. Vélmennið notast við raddstýringu og getur tengst snjalltækjum á heimili eigenda og framfylgt beiðnum þeirra um drykki og fleira. Hér að neðan má sjá blaðamann CNN fara á stefnumót með Pepper, sem veit meira að segja svarið við tilgangi lífsins, alheimsins og alls.Lynx er vélmenni frá fyrirtækinu Ubtech Robotics. Það notast við raddstýringu Amazon, Alexa, og getur gengið um, dansað og jafnvel kennt jóga. Vélmennið getur spilað tónlist í gegnum Amazon Music, Spotify og aðrar veitur. Þar að auki getur vélmennið tekið niður minnispunkta, minnt eigendur á fundi og annað og lesið tölvupósta fyrir eigendur sína. Á höfði vélmennisins er myndavél og þekkir Lynx andlit og myndir. Einnig er hægt að streyma úr myndavél Lynx svo eigendur geta vaktað heimili sín þegar þeir eru ekki heima eða talað við aðra fjölskyludmeðlimi í gegnum vélmennið. Kuri, er vélmenni frá fyrirtækinu Mayfield Robotics, en það er í raun ekki ósvipað Lynx. Það tengist netinu og öðrum tækjum á heimilum í gegnum þráðlaust net eða Bluetooth og er með myndavél sem nota má til að vakta heimilið og jafnvel reka hunda úr sófum. Hægt er að stilla vélmennið til að láta eigendur sína vita ef hundar eða önnur gæludýr fara upp í sófa og sendir Kuri tilkynningu til eigandans. Sá getur þá skipað hundinum, í gegnum hátalara Kuri, að hunskast úr sófanum. Kuri notar lasergeisla til að kortleggja heimilið og ferðast um það af mikilli nákvæmni. LG kynnti Hub vélmennið sem einnig notast við raddstýringuna Alexa, eins og svo margt annað á CES. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða nokkurs konar miðstýringu fyrir nettengd heimilistæki og önnur netstýrð tæki. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um getu vélmennisins, en mögulega eru ár í að það komi á markað. Það mun þó læra af notendum sínum og hægt er að koma mörgum eintökum fyrir á hverju heimili sem vinna saman. Þá gaf LG í skyn að vélmennið myndi þekkja notendur sína.Fleiri vélmenni voru kynnt á CES þetta árið en hægt er að sjá yfirlit yfir þau öll hér á vef CNET.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira