Jónsi í Sigur Rós og fjölskylda hans opnar verslun fulla af eigin hönnun Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 16:41 Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu, sem standa að þessari verslun. Aðsend Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20. Viðskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20.
Viðskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira