Sjö þúsund verkamenn á næstu árum sem toppar árin fyrir hrun Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Mesti skorturinn á vinnuafli er í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í Hagspánni. vísir/vilhelm Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira