Sjö þúsund verkamenn á næstu árum sem toppar árin fyrir hrun Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Mesti skorturinn á vinnuafli er í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í Hagspánni. vísir/vilhelm Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira