Bitur saltvinnsludeila endar í gjaldþroti Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Garðar Stefánsson var meðal stofnenda Saltverks Reykjaness sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að hans beiðni. Vísir/stefán Saltvinnslufélagið Saltverk Reykjaness ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota eftir áralangar deilur og átök innan eigendahóps félagsins. Það var Garðar Stefánsson, einn stofnenda félagsins, sem fór fram á gjaldþrotaskiptin sem hann segir einu leiðina til að fá upplýsingar um ólögmæta sölu eigna út úr því árið 2013. Sölu sem gerð var án hans vitundar sem hluthafa en fyrrverandi viðskiptafélagar hans segja hafa verið nauðsynlega til að bjarga félaginu. Saltverk Reykjaness var stofnað árið 2011 af Garðari, Birni Steinari Jónssyni og Yngva Eiríkssyni og hugði á saltvinnslu á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. Ári síðar komu Jón Pálsson, faðir Björns Steinars, og Daníel Helgason fjárfestir inn í hluthafahópinn. Ágreiningur kom upp milli eigenda á árinu 2012 sem varð til þess að Yngvi seldi Daníel hlut sinn, Garðar lét af störfum sem framkvæmdastjóri og sagði sig frá trúnaðarstörfum. Haustið 2012 áttu Garðar og Björn Steinar sinn 34,5 prósenta hlutinn hvor í félaginu, Jón Pálsson 16 prósent og Daníel Helgason 15 prósent. Það var svo í febrúar 2013 sem Björn Steinar, Daníel og Jón tóku þá ákvörðun í krafti meirihluta síns að selja allar eignir út úr félaginu, án vitundar Garðars, til Nordic Sea Salt ehf. sem stofnað hafði verið nokkrum mánuðum áður. Að þeirra sögn til að forða Saltverki frá gjaldþroti og gera upp við kröfuhafa. Eignirnar, meðal annars vörumerki, nafn, umbúðir, hönnun, viðskiptavild og framleiðslutæki, voru síðar seldar áfram inn í annað nýtt félag í þeirra eigu, Saltverk ehf. Samkvæmt kaupsamningi var kaupverðið 22 milljónir króna, 12 milljónir með yfirtöku skulda og 10 milljónir í reiðufé. Hæstiréttur Íslands felldi þennan kaupsamning úr gildi þann 16. mars síðastliðinn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sala eignanna hafi verið ólögleg og þremenningunum bæri að skila þeim aftur til Saltverks Reykjaness ehf. Dómurinn var athyglisverður en um var að ræða prófmál fyrir Hæstarétti þar sem reyndi í fyrsta sinn á minnihlutavernd samkvæmt regluverki sem sett var í kjölfar hrunsins. Dómurinn taldi að brotið hefði verið á réttindum minnihlutaeigandans Garðars og að kaupsamningurinn skyldi ógiltur. Garðar segir ljóst af fundargerð hluthafafundar Saltverks Reykjaness frá 7. apríl síðastliðnum að meirihlutaeigendur hafi ekki haft í hyggju að verða við niðurstöðu Hæstaréttar og skila eignunum.Umfjölllun í pólskum miðli um heimsókn Björns Steinars til Póllands að kynna saltið.Ásakanir hafa gengið á víxl í átökum deiluaðila. Björn Steinar segir Garðar hafa gerst sekan um trúnaðarbrot með því að fara í beina samkeppni við fyrirtækið sem hann átti í og undirbúa stofnun saltvinnslufyrirtækisins Norðursalts þegar hann var framkvæmdastjóri. „Öll hans aðkoma að félaginu frá því að hann hætti hefur snúið að því að reyna að koma félaginu fyrir kattarnef,“ segir Björn Steinar. Garðar kveðst hafa verið hættur hjá Saltverki þegar hann fór út í samkeppnisrekstur. „Mín vara kemur ekki á markað fyrr en ári eftir að ég var hættur.“ Björn Steinar segir að með sölunni hafi verið gert upp við alla kröfuhafa aðra en eigendur, þar á meðal Garðar sem á meðal annars kröfu á félagið í kjölfar dóms héraðsdóms frá 18. mars 2014 vegna ábyrgðar sem féll á hann vegna félagsins sem ekki hefur fengist greidd. Með gjaldþrotakröfunni vildi hann leiða upplýsingar um hina umdeildu sölu eignanna fram í dagsljósið, upplýsingar sem hann segir meirihlutaeigendur ekki hafa lagt fram þrátt fyrir áskoranir. „Ég er bara að verja hag minn sem hluthafi í þessu félagi. Það hafa engar upplýsingar verið gefnar upp um þessa sölu fyrir utan þennan kaupsamning. Þetta er búið að vera fjögurra ára barátta að fá þær, þrátt fyrir áskoranir fyrir dómstólum að þeir sýni fram á hvað fór þarna fram á bak við tjöldin hafa þeir ekki orðið við því.“ Sem kröfuhafi vonar Garðar að skiptastjóri muni endurheimta áðurnefndar eignir félagsins líkt og Hæstiréttur kvað á um og að forsendur sölu þeirra verði skoðaðar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Saltvinnslufélagið Saltverk Reykjaness ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota eftir áralangar deilur og átök innan eigendahóps félagsins. Það var Garðar Stefánsson, einn stofnenda félagsins, sem fór fram á gjaldþrotaskiptin sem hann segir einu leiðina til að fá upplýsingar um ólögmæta sölu eigna út úr því árið 2013. Sölu sem gerð var án hans vitundar sem hluthafa en fyrrverandi viðskiptafélagar hans segja hafa verið nauðsynlega til að bjarga félaginu. Saltverk Reykjaness var stofnað árið 2011 af Garðari, Birni Steinari Jónssyni og Yngva Eiríkssyni og hugði á saltvinnslu á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. Ári síðar komu Jón Pálsson, faðir Björns Steinars, og Daníel Helgason fjárfestir inn í hluthafahópinn. Ágreiningur kom upp milli eigenda á árinu 2012 sem varð til þess að Yngvi seldi Daníel hlut sinn, Garðar lét af störfum sem framkvæmdastjóri og sagði sig frá trúnaðarstörfum. Haustið 2012 áttu Garðar og Björn Steinar sinn 34,5 prósenta hlutinn hvor í félaginu, Jón Pálsson 16 prósent og Daníel Helgason 15 prósent. Það var svo í febrúar 2013 sem Björn Steinar, Daníel og Jón tóku þá ákvörðun í krafti meirihluta síns að selja allar eignir út úr félaginu, án vitundar Garðars, til Nordic Sea Salt ehf. sem stofnað hafði verið nokkrum mánuðum áður. Að þeirra sögn til að forða Saltverki frá gjaldþroti og gera upp við kröfuhafa. Eignirnar, meðal annars vörumerki, nafn, umbúðir, hönnun, viðskiptavild og framleiðslutæki, voru síðar seldar áfram inn í annað nýtt félag í þeirra eigu, Saltverk ehf. Samkvæmt kaupsamningi var kaupverðið 22 milljónir króna, 12 milljónir með yfirtöku skulda og 10 milljónir í reiðufé. Hæstiréttur Íslands felldi þennan kaupsamning úr gildi þann 16. mars síðastliðinn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sala eignanna hafi verið ólögleg og þremenningunum bæri að skila þeim aftur til Saltverks Reykjaness ehf. Dómurinn var athyglisverður en um var að ræða prófmál fyrir Hæstarétti þar sem reyndi í fyrsta sinn á minnihlutavernd samkvæmt regluverki sem sett var í kjölfar hrunsins. Dómurinn taldi að brotið hefði verið á réttindum minnihlutaeigandans Garðars og að kaupsamningurinn skyldi ógiltur. Garðar segir ljóst af fundargerð hluthafafundar Saltverks Reykjaness frá 7. apríl síðastliðnum að meirihlutaeigendur hafi ekki haft í hyggju að verða við niðurstöðu Hæstaréttar og skila eignunum.Umfjölllun í pólskum miðli um heimsókn Björns Steinars til Póllands að kynna saltið.Ásakanir hafa gengið á víxl í átökum deiluaðila. Björn Steinar segir Garðar hafa gerst sekan um trúnaðarbrot með því að fara í beina samkeppni við fyrirtækið sem hann átti í og undirbúa stofnun saltvinnslufyrirtækisins Norðursalts þegar hann var framkvæmdastjóri. „Öll hans aðkoma að félaginu frá því að hann hætti hefur snúið að því að reyna að koma félaginu fyrir kattarnef,“ segir Björn Steinar. Garðar kveðst hafa verið hættur hjá Saltverki þegar hann fór út í samkeppnisrekstur. „Mín vara kemur ekki á markað fyrr en ári eftir að ég var hættur.“ Björn Steinar segir að með sölunni hafi verið gert upp við alla kröfuhafa aðra en eigendur, þar á meðal Garðar sem á meðal annars kröfu á félagið í kjölfar dóms héraðsdóms frá 18. mars 2014 vegna ábyrgðar sem féll á hann vegna félagsins sem ekki hefur fengist greidd. Með gjaldþrotakröfunni vildi hann leiða upplýsingar um hina umdeildu sölu eignanna fram í dagsljósið, upplýsingar sem hann segir meirihlutaeigendur ekki hafa lagt fram þrátt fyrir áskoranir. „Ég er bara að verja hag minn sem hluthafi í þessu félagi. Það hafa engar upplýsingar verið gefnar upp um þessa sölu fyrir utan þennan kaupsamning. Þetta er búið að vera fjögurra ára barátta að fá þær, þrátt fyrir áskoranir fyrir dómstólum að þeir sýni fram á hvað fór þarna fram á bak við tjöldin hafa þeir ekki orðið við því.“ Sem kröfuhafi vonar Garðar að skiptastjóri muni endurheimta áðurnefndar eignir félagsins líkt og Hæstiréttur kvað á um og að forsendur sölu þeirra verði skoðaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira