Viðskipti framkvæmdastjórans rædd á stjórnarfundi Kadeco Haraldur Guðmundsson skrifar 27. júní 2017 06:00 Kjartan Þór Eiríksson segir ráðningarsamning sinn ekki banna honum að eiga félög. Mynd/kadeco Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, mun í dag funda með Kjartani Þór Eiríkssyni, framkvæmdastjóra félagsins, og óska eftir upplýsingum um fjárfestingar félags í helmingseigu hans í fasteignum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Félög í eigu eða tengd viðskiptafélaga Kjartans hafa keypt þrjár fasteignir af Kadeco fyrir alls 150 milljónir króna. Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Kadeco, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins, segir að fjárfestingar einkahlutafélagsins Airport City á Ásbrú hafi fyrst komið til umræðu á stjórnarfundi fyrripart maí en málinu hafi þá verið frestað þangað til í dag. Kjartan á helmingshlut í Airport City sem hefur að hans sögn fjárfest í fasteignum sem voru áður í eigu Eignarhaldsfélagsins AV ehf. (EAV), sem keypti árið 2003 alls 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). „Ég hafði áður upplýst stjórnarformann um þessi mál áður en kom að þeim fundi. Það eru engir hagsmunaárekstrar og umfangið sambærilegt því að borgarstjórinn í Reykjavík eigi fasteign innan borgarmarka,“ segir Kjartan. Airport City var stofnað í nóvember í fyrra af Kjartani og fjárfestinum Sverri Sverrissyni. Fréttavefurinn sudurnes.net hefur fjallað um félagið og greint frá því að Kjartan sé framkvæmdastjóri þess og að það hafi ekki átt í viðskiptum við Kadeco. Stjórn Kadeco, sem tók við fasteignum á gamla varnarliðssvæðinu við brottför hersins í október 2006, samþykkti í ársbyrjun 2016 55 milljóna króna kauptilboð Sverris Sverrissonar hf. í Skógarbraut 945, um 550 fermetra skrifstofuhúsnæði á Ásbrú. Sverrir er einnig hluthafi í félaginu G604 ehf. sem keypti fjölbýlishúsið Grænásbraut 604-606 á 60 milljónir. Um er að ræða 1.600 fermetra eign sem var afhent í febrúar síðastliðnum en tilboðið barst að sögn Kjartans í ársbyrjun 2016. Félag Sverris gerði þá einnig tilboð í fasteignina Keilisbraut 755, sem Kadeco samþykkti, en Reykjanesbær nýtti í kjölfarið forkaupsrétt. Að lokum keypti Fasteignafélagið Þórshamar Funatröð 3 á 35 milljónir í árslok 2015. Sverrir var þá stjórnarformaður félagsins en iðnaðarhúsnæðið telur 1.300 fermetra og var skömmu síðar selt Bílaleigu Akureyrar. „Það er mikilvægt að skoða tímalínuna í þessu en þetta gerist allt áður en við stofnum til einhverra viðskipta saman. Við áttum engin tengsl fyrir þann tíma og hann [Sverrir] á hæstu boð í þessar eignir á þessum tíma og þetta eru eignir sem höfðu verið til sölu lengi og stóðu öllum til boða,“ segir Kjartan. „Það er ekkert í mínum ráðningarsamningi sem bannar mér að eiga slík félög en um leið og þessi mál eru komin í þann farveg að við erum að kaupa þessar eignir þá upplýsi ég um það þegar er útséð með að við erum að kaupa þær,“ segir Kjartan og svarar aðspurður að hann hafi greint stjórnarformanni Kadeco frá fjárfestingum Airport City á Ásbrú í byrjun sumars eða um hálfu ári eftir að félagið var stofnað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, mun í dag funda með Kjartani Þór Eiríkssyni, framkvæmdastjóra félagsins, og óska eftir upplýsingum um fjárfestingar félags í helmingseigu hans í fasteignum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Félög í eigu eða tengd viðskiptafélaga Kjartans hafa keypt þrjár fasteignir af Kadeco fyrir alls 150 milljónir króna. Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Kadeco, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins, segir að fjárfestingar einkahlutafélagsins Airport City á Ásbrú hafi fyrst komið til umræðu á stjórnarfundi fyrripart maí en málinu hafi þá verið frestað þangað til í dag. Kjartan á helmingshlut í Airport City sem hefur að hans sögn fjárfest í fasteignum sem voru áður í eigu Eignarhaldsfélagsins AV ehf. (EAV), sem keypti árið 2003 alls 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). „Ég hafði áður upplýst stjórnarformann um þessi mál áður en kom að þeim fundi. Það eru engir hagsmunaárekstrar og umfangið sambærilegt því að borgarstjórinn í Reykjavík eigi fasteign innan borgarmarka,“ segir Kjartan. Airport City var stofnað í nóvember í fyrra af Kjartani og fjárfestinum Sverri Sverrissyni. Fréttavefurinn sudurnes.net hefur fjallað um félagið og greint frá því að Kjartan sé framkvæmdastjóri þess og að það hafi ekki átt í viðskiptum við Kadeco. Stjórn Kadeco, sem tók við fasteignum á gamla varnarliðssvæðinu við brottför hersins í október 2006, samþykkti í ársbyrjun 2016 55 milljóna króna kauptilboð Sverris Sverrissonar hf. í Skógarbraut 945, um 550 fermetra skrifstofuhúsnæði á Ásbrú. Sverrir er einnig hluthafi í félaginu G604 ehf. sem keypti fjölbýlishúsið Grænásbraut 604-606 á 60 milljónir. Um er að ræða 1.600 fermetra eign sem var afhent í febrúar síðastliðnum en tilboðið barst að sögn Kjartans í ársbyrjun 2016. Félag Sverris gerði þá einnig tilboð í fasteignina Keilisbraut 755, sem Kadeco samþykkti, en Reykjanesbær nýtti í kjölfarið forkaupsrétt. Að lokum keypti Fasteignafélagið Þórshamar Funatröð 3 á 35 milljónir í árslok 2015. Sverrir var þá stjórnarformaður félagsins en iðnaðarhúsnæðið telur 1.300 fermetra og var skömmu síðar selt Bílaleigu Akureyrar. „Það er mikilvægt að skoða tímalínuna í þessu en þetta gerist allt áður en við stofnum til einhverra viðskipta saman. Við áttum engin tengsl fyrir þann tíma og hann [Sverrir] á hæstu boð í þessar eignir á þessum tíma og þetta eru eignir sem höfðu verið til sölu lengi og stóðu öllum til boða,“ segir Kjartan. „Það er ekkert í mínum ráðningarsamningi sem bannar mér að eiga slík félög en um leið og þessi mál eru komin í þann farveg að við erum að kaupa þessar eignir þá upplýsi ég um það þegar er útséð með að við erum að kaupa þær,“ segir Kjartan og svarar aðspurður að hann hafi greint stjórnarformanni Kadeco frá fjárfestingum Airport City á Ásbrú í byrjun sumars eða um hálfu ári eftir að félagið var stofnað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira