Þjónustustöðvar fyrir ferðamenn áformaðar víða um land Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Hönnun Arkís á þjónustuhúsum Svarsins er sögð vera í "nútímalegum torfbæjarstíl“. Mynd/Arkís Stórtæk áform eru nú uppi hjá félaginu Svarinu ehf. um uppsetningu þjónustustöðva fyrir ferðamenn við þjóðveginn víða um land. Skipulagsstofnun kynnir hugmyndir Svarsins í bréfi til Rangárþins eystra. Þar kemur fram að einn aðstandenda félagsins, Halldór Pálsson, hafi sent stofnuninni erindi og kynnt málið starfsmönnum hennar á fundi fyrir rúmum tveimur mánuðum. „Um er að ræða hugmynd um byggingu þjónustustöðva fyrir ferðamenn sem byggðar verði við þjóðvegi víðs vegar um landið. Þær verði með salernum, veitingasölu/verslun í sjálfsölum, upplýsingum til ferðamanna auk möguleika á lítilli mannaðri verslun. Þá er gert ráð fyrir hleðslu fyrir raftæki og rafbíla, ruslagámum og losun fyrir salernisúrgang frá húsbílum,“ útskýrir Skipulagsstofnun. Þá segir að gert sér ráð fyrir að þjónustumiðstöðvunum sé valinn staður við þjóðveg og auk framangreindra mannvirkja verði bílastæði, hjólastæði, bekkir og borð.Halldór Pálsson, forsvarsmaður Svarsins ehf.„Með erindinu fylgdu teikningar af þjónustumiðstöð sem samanstendur af upplýsinga- og þjónusturými og gangi með salerniseiningum, en fram kemur að þjónustumiðstöðvarnar geti verið misstórar, eftir því hvað gert er ráð fyrir mörgum salernum. Auk framangreinds kalla þjónustumiðstöðvarnar á tengingu við veitur vegna vatns, rafmagns og fjarskipta, auk rotþróa,“ segir Skipulagsstofnun. Í bréfi Skipulagsstofnunar til Rangárþings eystra er bent á að huga þurfi að því hvernig áformin samræmist skilgreindri landnotkun og stefnu sveitarfélaga um þjónustusvæði fyrir ferðamenn. Skoða þurfi hvernig áformuð staðsetning samræmist öðru framboði á þjónustu til ferðamanna á svæðinu. Eftir að Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá forsvarsmönnum Svarsins í gær sendu þeir frá sér tilkynningu um málið. „Svarið ehf. hefur í samvinnu við Arkís arkitekta, EFLU verkfræðistofu, Ernst & Young endurskoðunarfyrirtæki, ásamt öðrum sterkum fyrirtækjum unnið hörðum höndum að lausn við salernismálum okkar Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu stöðvarnar verði settar upp á Suðurlandi á næsta ári.Þannig verður umhorfs innanhúss í þjónustumiðstöðvum Svarsins.Mynd/Arkís„Þjónustumiðstöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og innihalda sjálfhreinsandi salerni sem þrífa bæði gólf og setu eftir hverja notkun. Einnig verða gagnvirk upplýsingaborð á nokkrum tungumálum með upplýsingum um nærumhverfið, internetaðgangur, hleðsla fyrir raftæki og rafbíla, íslenskur markaður, sjálfsalaverslun með ýmsum vörum svo sem heitum og köldum drykkjum, matvörum, minjagripum og nauðsynjavörum fyrir ferðafólk,“ segir meðal annars. „Þar sem fyrirtækið gerir ráð fyrir sömu hönnun á öllum sínum stöðvum þarf að hafa í huga að staðbundin sérkenni og aðstæður geta kallað á að gerðar séu kröfur um mismunandi útfærslu þjónustumiðstöðvar með tilliti til staðhátta,“ undirstrikar Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkaði fyrir kynninguna en tók enga afstöðu til málsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Stórtæk áform eru nú uppi hjá félaginu Svarinu ehf. um uppsetningu þjónustustöðva fyrir ferðamenn við þjóðveginn víða um land. Skipulagsstofnun kynnir hugmyndir Svarsins í bréfi til Rangárþins eystra. Þar kemur fram að einn aðstandenda félagsins, Halldór Pálsson, hafi sent stofnuninni erindi og kynnt málið starfsmönnum hennar á fundi fyrir rúmum tveimur mánuðum. „Um er að ræða hugmynd um byggingu þjónustustöðva fyrir ferðamenn sem byggðar verði við þjóðvegi víðs vegar um landið. Þær verði með salernum, veitingasölu/verslun í sjálfsölum, upplýsingum til ferðamanna auk möguleika á lítilli mannaðri verslun. Þá er gert ráð fyrir hleðslu fyrir raftæki og rafbíla, ruslagámum og losun fyrir salernisúrgang frá húsbílum,“ útskýrir Skipulagsstofnun. Þá segir að gert sér ráð fyrir að þjónustumiðstöðvunum sé valinn staður við þjóðveg og auk framangreindra mannvirkja verði bílastæði, hjólastæði, bekkir og borð.Halldór Pálsson, forsvarsmaður Svarsins ehf.„Með erindinu fylgdu teikningar af þjónustumiðstöð sem samanstendur af upplýsinga- og þjónusturými og gangi með salerniseiningum, en fram kemur að þjónustumiðstöðvarnar geti verið misstórar, eftir því hvað gert er ráð fyrir mörgum salernum. Auk framangreinds kalla þjónustumiðstöðvarnar á tengingu við veitur vegna vatns, rafmagns og fjarskipta, auk rotþróa,“ segir Skipulagsstofnun. Í bréfi Skipulagsstofnunar til Rangárþings eystra er bent á að huga þurfi að því hvernig áformin samræmist skilgreindri landnotkun og stefnu sveitarfélaga um þjónustusvæði fyrir ferðamenn. Skoða þurfi hvernig áformuð staðsetning samræmist öðru framboði á þjónustu til ferðamanna á svæðinu. Eftir að Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá forsvarsmönnum Svarsins í gær sendu þeir frá sér tilkynningu um málið. „Svarið ehf. hefur í samvinnu við Arkís arkitekta, EFLU verkfræðistofu, Ernst & Young endurskoðunarfyrirtæki, ásamt öðrum sterkum fyrirtækjum unnið hörðum höndum að lausn við salernismálum okkar Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu stöðvarnar verði settar upp á Suðurlandi á næsta ári.Þannig verður umhorfs innanhúss í þjónustumiðstöðvum Svarsins.Mynd/Arkís„Þjónustumiðstöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og innihalda sjálfhreinsandi salerni sem þrífa bæði gólf og setu eftir hverja notkun. Einnig verða gagnvirk upplýsingaborð á nokkrum tungumálum með upplýsingum um nærumhverfið, internetaðgangur, hleðsla fyrir raftæki og rafbíla, íslenskur markaður, sjálfsalaverslun með ýmsum vörum svo sem heitum og köldum drykkjum, matvörum, minjagripum og nauðsynjavörum fyrir ferðafólk,“ segir meðal annars. „Þar sem fyrirtækið gerir ráð fyrir sömu hönnun á öllum sínum stöðvum þarf að hafa í huga að staðbundin sérkenni og aðstæður geta kallað á að gerðar séu kröfur um mismunandi útfærslu þjónustumiðstöðvar með tilliti til staðhátta,“ undirstrikar Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkaði fyrir kynninguna en tók enga afstöðu til málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira