Vilja að ÁTVR sæki um nýtt leyfi fyrir vínbúð í Kauptúni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 10:00 Framkvæmdir við nýja Vínbúð ÁTVR í Kauptúni eru langt komnar og stefnt á opnun 15. nóvember. Vísir/Eyþór Stjórnsýsla ÁTVR hefur ekki sótt sérstaklega um leyfi hjá bæjarstjórn Garðabæjar fyrir opnun fyrirhugaðrar Vínbúðar í Kauptúni sem bæjarstjórn telur nauðsynlegt. Fyrra leyfi bæjarins til ÁTVR fyrir vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við aðra staðsetningu. Bæjarfulltrúi furðar sig á málinu og skorar bæjarstjórn á ÁTVR að sækja um leyfi fyrir versluninni í Kauptúni. ÁTVR stefnir á að opna verslunina 15. nóvember. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis samþykkti starfsleyfi ÁTVR í Kauptúni 3 til allt að 12 ára á fundi sínum 30. október. Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar síðastliðinn fimmtudag lagði bæjarfulltrúi meirihlutans, Sigurður Guðmundsson, fram bókun þar sem hann fagnaði því að Vínbúð væri að opna aftur í Garðabæ eftir margra ára fjarveru. Hins vegar vekti það furðu hans að ÁTVR hafi ekki sótt um leyfi fyrir áfengissölu á nýjum stað, líkt og kveðið er á um í áfengislögum. ÁTVR rak fyrir mörgum árum Vínbúð við Garðatorg en Sigurður segir ÁTVR hafa lokað henni einhliða og án samráðs eða samvinnu við bæjarstjórn Garðabæjar. Árið 2003 hafi bæjarstjórn Garðabæjar samþykkt að veita ÁTVR leyfi til reksturs vínbúðar en leyfið var bundið skilyrði um staðsetningu við Garðatorg. „Nú fréttir maður af því að þeir ætli að opna í Kauptúni, en þá hafa þeir ekki sótt um leyfi sérstaklega til þess,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður bendir á í bókun sinni að samkvæmt áfengislögum skal leita álits skipulagsnefndar sveitarfélaga varðandi rekstur áfengisverslunar. Í lögunum komi einnig fram að sveitarstjórn sé heimilt að binda veitingu leyfis til reksturs útsölustaðar áfengis skilyrðum um staðsetningu verslunar og afgreiðslutíma. Í ljósi þess að ÁTVR hafi ekki farið að þessum lögum sammæltist bæjarstjórn Garðabæjar því um að beina því til ÁTVR með bókuninni að stofnunin sæki um leyfi fyrir opnun vínbúðar í Kauptúni, þar sem leyfi var áður bundið við rekstur vínbúðar að Garðatorgi. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að í áratugi hafi verið í gildi það verklag hjá stofnuninni að sækja um starfsleyfi fyrir nýjum staðsetningum á vínbúðum til heilbrigðisnefnda viðkomandi sveitarfélaga. „Ef vínbúð hefur ekki verið áður í sveitarfélaginu hefur verklagið verið þannig að sótt er um leyfi til sveitarstjórna. Ef það leyfi hefur fengist hefur verið talið nægjanlegt að sækja um leyfi fyrir starfseminni á nýjum stað til heilbrigðisnefndar.“ Segir Sigrún Ósk að ÁTVR muni þó hafa samband við bæjaryfirvöld í framhaldinu og kanna málið nánar en vonar að ágreiningurinn valdi ekki töfum á fyrirhugaðri opnun, þann 15 nóvember næstkomandi. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Stjórnsýsla ÁTVR hefur ekki sótt sérstaklega um leyfi hjá bæjarstjórn Garðabæjar fyrir opnun fyrirhugaðrar Vínbúðar í Kauptúni sem bæjarstjórn telur nauðsynlegt. Fyrra leyfi bæjarins til ÁTVR fyrir vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við aðra staðsetningu. Bæjarfulltrúi furðar sig á málinu og skorar bæjarstjórn á ÁTVR að sækja um leyfi fyrir versluninni í Kauptúni. ÁTVR stefnir á að opna verslunina 15. nóvember. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis samþykkti starfsleyfi ÁTVR í Kauptúni 3 til allt að 12 ára á fundi sínum 30. október. Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar síðastliðinn fimmtudag lagði bæjarfulltrúi meirihlutans, Sigurður Guðmundsson, fram bókun þar sem hann fagnaði því að Vínbúð væri að opna aftur í Garðabæ eftir margra ára fjarveru. Hins vegar vekti það furðu hans að ÁTVR hafi ekki sótt um leyfi fyrir áfengissölu á nýjum stað, líkt og kveðið er á um í áfengislögum. ÁTVR rak fyrir mörgum árum Vínbúð við Garðatorg en Sigurður segir ÁTVR hafa lokað henni einhliða og án samráðs eða samvinnu við bæjarstjórn Garðabæjar. Árið 2003 hafi bæjarstjórn Garðabæjar samþykkt að veita ÁTVR leyfi til reksturs vínbúðar en leyfið var bundið skilyrði um staðsetningu við Garðatorg. „Nú fréttir maður af því að þeir ætli að opna í Kauptúni, en þá hafa þeir ekki sótt um leyfi sérstaklega til þess,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður bendir á í bókun sinni að samkvæmt áfengislögum skal leita álits skipulagsnefndar sveitarfélaga varðandi rekstur áfengisverslunar. Í lögunum komi einnig fram að sveitarstjórn sé heimilt að binda veitingu leyfis til reksturs útsölustaðar áfengis skilyrðum um staðsetningu verslunar og afgreiðslutíma. Í ljósi þess að ÁTVR hafi ekki farið að þessum lögum sammæltist bæjarstjórn Garðabæjar því um að beina því til ÁTVR með bókuninni að stofnunin sæki um leyfi fyrir opnun vínbúðar í Kauptúni, þar sem leyfi var áður bundið við rekstur vínbúðar að Garðatorgi. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að í áratugi hafi verið í gildi það verklag hjá stofnuninni að sækja um starfsleyfi fyrir nýjum staðsetningum á vínbúðum til heilbrigðisnefnda viðkomandi sveitarfélaga. „Ef vínbúð hefur ekki verið áður í sveitarfélaginu hefur verklagið verið þannig að sótt er um leyfi til sveitarstjórna. Ef það leyfi hefur fengist hefur verið talið nægjanlegt að sækja um leyfi fyrir starfseminni á nýjum stað til heilbrigðisnefndar.“ Segir Sigrún Ósk að ÁTVR muni þó hafa samband við bæjaryfirvöld í framhaldinu og kanna málið nánar en vonar að ágreiningurinn valdi ekki töfum á fyrirhugaðri opnun, þann 15 nóvember næstkomandi.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira