Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 10:04 Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. Vísir/ernir Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. „Í reglugerð um póstþjónustu er kveðið á um heimild til þess að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustunni hafi minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð hennar. Minnkandi eftirspurn eftir bréfadreifingu kallar á að Pósturinn feti í fótspor póstfyrirtækja í nágrannalöndunum og fækki dreifingardögum. Búið er að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaða breytingu og er málið nú þar til meðferðar. Á síðasta ári var hætt að bera póst út daglega í dreifbýli og verður því tíðni bréfadreifingar hin sama um allt land þegar breytingin tekur gildi 1. febrúar.Um 70% bréfapósts er nú þegar B-póstur sem dreift er innan þriggja daga Legið hefur fyrir um nokkra hríð að eftirspurn eftir því að senda bréf sem borin eru út strax næsta dag sé ekki lengur næg til að standa undir óbreyttu þjónustustigi. Breytingin felur í sér að hér eftir verður svokallaður A-póstur, sem hefur verið borinn út daglega, ekki lengur í boði. Þess í stað verður öllum almennum bréfum dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu líkt og gert er með B-póst. Nú þegar eru um 70% af bréfapósti B-póstur. Þeir sem það kjósa geta eftir sem áður sent bréf sem dreift er næsta virka dag en þau heyra þá undir vöruflokkinn „rekjanleg bréf“. Pökkum verður áfram dreift alla virka daga en mikill vöxtur er í pakkasendingum hér á landi samhliða aukinni netverslun. Mun Pósturinn efla enn frekar þjónustu sína á því sviði í takt við óskir og eftirspurn viðskiptavina. Má þar nefna laugardagsdreifingu á pakkasendingum sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nú í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir að bréfum hafi fækkað um meira en helming á liðnum áratug þrátt fyrir fólksfjölgun á sama tíma. Því fylgi aukinn kostnaður á hvert sent bréf. „Þessi þróun hefur lengi verið fyrirséð, enda bjóðast nú margir hraðvirkari og einfaldari samskiptamátar en bréfasendingar. Það er skiljanlegt að einhverjir muni sakna þess að fá ekki lengur daglega heimsókn frá bréfberanum, en þjónusta Póstsins þarf, rétt eins og þjónusta annarra fyrirtækja, að breytast í takt við nýja tíma. Pósturinn var bréfafyrirtæki sem bauð einnig pakkasendingar en er í dag pakkafyrirtæki sem býður líka upp á bréfasendingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum breytingar sem þessar enda hefur fyrirtækið þurft að bregðast við nýrri samskiptatækni og hefur breytt starfseminni jafnt og þétt í samræmi við breyttar þarfir og óskir viðskiptavina. Þörfin fyrir bréfadreifingu hefur minnkað mikið með nýjum boðleiðum og sú þróun mun halda áfram. Um leið vill fólk fá pakkasendingar til sín svo hratt sem mögulegt er og leggjum við áherslu á að bregðast fljótt og vel við þeim óskum um þjónustu Póstsins,” segir Brynjar Smári. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. „Í reglugerð um póstþjónustu er kveðið á um heimild til þess að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustunni hafi minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð hennar. Minnkandi eftirspurn eftir bréfadreifingu kallar á að Pósturinn feti í fótspor póstfyrirtækja í nágrannalöndunum og fækki dreifingardögum. Búið er að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaða breytingu og er málið nú þar til meðferðar. Á síðasta ári var hætt að bera póst út daglega í dreifbýli og verður því tíðni bréfadreifingar hin sama um allt land þegar breytingin tekur gildi 1. febrúar.Um 70% bréfapósts er nú þegar B-póstur sem dreift er innan þriggja daga Legið hefur fyrir um nokkra hríð að eftirspurn eftir því að senda bréf sem borin eru út strax næsta dag sé ekki lengur næg til að standa undir óbreyttu þjónustustigi. Breytingin felur í sér að hér eftir verður svokallaður A-póstur, sem hefur verið borinn út daglega, ekki lengur í boði. Þess í stað verður öllum almennum bréfum dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu líkt og gert er með B-póst. Nú þegar eru um 70% af bréfapósti B-póstur. Þeir sem það kjósa geta eftir sem áður sent bréf sem dreift er næsta virka dag en þau heyra þá undir vöruflokkinn „rekjanleg bréf“. Pökkum verður áfram dreift alla virka daga en mikill vöxtur er í pakkasendingum hér á landi samhliða aukinni netverslun. Mun Pósturinn efla enn frekar þjónustu sína á því sviði í takt við óskir og eftirspurn viðskiptavina. Má þar nefna laugardagsdreifingu á pakkasendingum sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nú í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir að bréfum hafi fækkað um meira en helming á liðnum áratug þrátt fyrir fólksfjölgun á sama tíma. Því fylgi aukinn kostnaður á hvert sent bréf. „Þessi þróun hefur lengi verið fyrirséð, enda bjóðast nú margir hraðvirkari og einfaldari samskiptamátar en bréfasendingar. Það er skiljanlegt að einhverjir muni sakna þess að fá ekki lengur daglega heimsókn frá bréfberanum, en þjónusta Póstsins þarf, rétt eins og þjónusta annarra fyrirtækja, að breytast í takt við nýja tíma. Pósturinn var bréfafyrirtæki sem bauð einnig pakkasendingar en er í dag pakkafyrirtæki sem býður líka upp á bréfasendingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum breytingar sem þessar enda hefur fyrirtækið þurft að bregðast við nýrri samskiptatækni og hefur breytt starfseminni jafnt og þétt í samræmi við breyttar þarfir og óskir viðskiptavina. Þörfin fyrir bréfadreifingu hefur minnkað mikið með nýjum boðleiðum og sú þróun mun halda áfram. Um leið vill fólk fá pakkasendingar til sín svo hratt sem mögulegt er og leggjum við áherslu á að bregðast fljótt og vel við þeim óskum um þjónustu Póstsins,” segir Brynjar Smári.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira