7,6 milljarða hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2017 16:35 Íslenska ríkið á 98,2 prósent í Landsbankanum. VÍSIR/GVA Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 en hagnaður bankans á sama tímabili árið 2016 nam 3,3 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur voru 8 milljarðar króna og hækkuðu um 7,4% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,1 milljarði króna og hækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur námu 3,8 milljörðum króna samanborið við 1,8 milljarð króna á sama tímabili 2016 og skýrist hækkunin aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum á óskráðum hlutabréfum, að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum.Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 12,5 prósent á ársgrundvelli samanborið við fimm prósent á sama tímabili 2016. Rekstrartekjur bankans fyrstu þrjá mánuði ársins námu 15,7 milljörðum króna samanborið við 11,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2016 og er þetta 36 prósent hækkun á milli tímabila. Rekstrarkostnaður lækkaði um 5,4 prósent miðað við sama tímabil árið 2016 en alls nam rekstrarkostnaður bankans 5,9 milljörðum króna á tímabilinu. Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum nam 2,4 milljörðum króna sem er lækkun um 2,9% frá sama tímabili árið 2016. Eigið fé Landsbankans var 233,9 milljarðar króna 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 27,4 prósent. Landsbankinn greiðir á þessu ári 24,8 milljarða króna í arð. Annars vegar er um að ræða 13 milljarða króna arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2016 sem samsvarar um 78 prósent af hagnaði ársins og var hún greidd til hluthafa 29. mars 2017. Hins vegar er um að ræða sérstakan arð til hluthafa, að fjárhæð 11,8 milljarðar króna, sem greiddur verður til hluthafa 20. september 2017. „Uppgjör Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi er gott og afkoman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur bankans halda áfram að aukast sem stafar bæði af auknum umsvifum í atvinnulífinu og aukinni markaðshlutdeild. Arðsemi bankans er góð og sýnilegur árangur er af umbótum í rekstri bankans. Óreglulegir liðir setja nokkurn svip á afkomuna á ársfjórðungnum en þó er ljóst að jafn og góður vöxtur er í reglulegri starfsemi bankans,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur í tilkynningu frá bankanum. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 en hagnaður bankans á sama tímabili árið 2016 nam 3,3 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur voru 8 milljarðar króna og hækkuðu um 7,4% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,1 milljarði króna og hækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur námu 3,8 milljörðum króna samanborið við 1,8 milljarð króna á sama tímabili 2016 og skýrist hækkunin aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum á óskráðum hlutabréfum, að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum.Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 12,5 prósent á ársgrundvelli samanborið við fimm prósent á sama tímabili 2016. Rekstrartekjur bankans fyrstu þrjá mánuði ársins námu 15,7 milljörðum króna samanborið við 11,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2016 og er þetta 36 prósent hækkun á milli tímabila. Rekstrarkostnaður lækkaði um 5,4 prósent miðað við sama tímabil árið 2016 en alls nam rekstrarkostnaður bankans 5,9 milljörðum króna á tímabilinu. Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum nam 2,4 milljörðum króna sem er lækkun um 2,9% frá sama tímabili árið 2016. Eigið fé Landsbankans var 233,9 milljarðar króna 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 27,4 prósent. Landsbankinn greiðir á þessu ári 24,8 milljarða króna í arð. Annars vegar er um að ræða 13 milljarða króna arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2016 sem samsvarar um 78 prósent af hagnaði ársins og var hún greidd til hluthafa 29. mars 2017. Hins vegar er um að ræða sérstakan arð til hluthafa, að fjárhæð 11,8 milljarðar króna, sem greiddur verður til hluthafa 20. september 2017. „Uppgjör Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi er gott og afkoman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur bankans halda áfram að aukast sem stafar bæði af auknum umsvifum í atvinnulífinu og aukinni markaðshlutdeild. Arðsemi bankans er góð og sýnilegur árangur er af umbótum í rekstri bankans. Óreglulegir liðir setja nokkurn svip á afkomuna á ársfjórðungnum en þó er ljóst að jafn og góður vöxtur er í reglulegri starfsemi bankans,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur í tilkynningu frá bankanum.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira