Safnað upp í tuttugu milljóna króna gat eftir Eistnaflug 2017 Benedikt Bóas skrifar 10. nóvember 2017 08:00 Stefán Jakobsson úr Dimmu þenur leðurbarkann á Eistnaflugi þar sem gleðin hefur alltaf verið við völd. Nú er þó þungt yfir og blikur á lofti enda vantar þrjár milljónir til að koma út á núlli. Mynd/Freyja Gylfadóttir „Hátíðin fór á hliðina í sumar og við höfum verið að vinna í því að koma henni á réttan kjöl,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu og andrúmsloft en í sumar kom færra fólk en vanalega og ákveðin atriði reyndust dýrari en gert var ráð fyrir. Alls nam tapið 20 milljónum og hafa eigendur róið lífróður til að bjarga hátíðinni. Hafa safnað 17 milljónum, meðal annars með hlutabréfasölu en hægt er að kaupa eitt prósent í hátíðinni á 200 þúsund krónur. „Við höfum verið að selja hlutabréfin til að fjármagna tapið. Það eru sjö prósent eftir. En salan dugar ekki alveg því að enn er þriggja milljóna króna bil sem við þurfum að brúa,“ segir Karl Óttar.Karl Óttar PéturssonAð að sögn Karls Óttars vantar hátíðina einn stóran styrktaraðila en töluvert hefur verið fjallað um áhugaleysi bæjaryfirvalda fyrir austan gagnvart hátíðinni. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Er miðasala á Eistnaflug 2018 hafin. „Okkur vantar þrjár milljónir og við þurfum að finna einhvern til að styrkja okkur. Okkur vantar stóran styrktaraðila til að vinna með okkur. Einhvern sem sér sér hag í því að tengjast því sem við stöndum fyrir. Við erum að bóka bönd fyrir komandi hátíð og við trúum að við náum að fylla upp í þetta gat. Við ætlum að standa við okkar skuldbindingar. Við skiljum engan eftir enda bannað að vera fáviti,“ segir Karl Óttar en það eru einmitt einkunnarorð hátíðarinnar. Í þau tólf skipti sem hátíðin hefur verið haldin hafa þessi orð fengið sífellt meiri hljómgrunn enda sönn og góð. „Við keyrum á þeirri sérstöðu að allir séu vinir og þarna komi fólk til að upplifa stemningu. Þetta er ekki fyllerí til að lemja og vera vondur við náungann. Þarna er menningin að vera góður og allir hjálpast að. Allir tala við alla og við viljum efla þá menningu. Við höfum reynt að axla samfélagslega ábyrgð og leggjum áherslu á að við stöndum fyrir ábyrgð,“ segir Karl Óttar. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Sjá meira
„Hátíðin fór á hliðina í sumar og við höfum verið að vinna í því að koma henni á réttan kjöl,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu og andrúmsloft en í sumar kom færra fólk en vanalega og ákveðin atriði reyndust dýrari en gert var ráð fyrir. Alls nam tapið 20 milljónum og hafa eigendur róið lífróður til að bjarga hátíðinni. Hafa safnað 17 milljónum, meðal annars með hlutabréfasölu en hægt er að kaupa eitt prósent í hátíðinni á 200 þúsund krónur. „Við höfum verið að selja hlutabréfin til að fjármagna tapið. Það eru sjö prósent eftir. En salan dugar ekki alveg því að enn er þriggja milljóna króna bil sem við þurfum að brúa,“ segir Karl Óttar.Karl Óttar PéturssonAð að sögn Karls Óttars vantar hátíðina einn stóran styrktaraðila en töluvert hefur verið fjallað um áhugaleysi bæjaryfirvalda fyrir austan gagnvart hátíðinni. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Er miðasala á Eistnaflug 2018 hafin. „Okkur vantar þrjár milljónir og við þurfum að finna einhvern til að styrkja okkur. Okkur vantar stóran styrktaraðila til að vinna með okkur. Einhvern sem sér sér hag í því að tengjast því sem við stöndum fyrir. Við erum að bóka bönd fyrir komandi hátíð og við trúum að við náum að fylla upp í þetta gat. Við ætlum að standa við okkar skuldbindingar. Við skiljum engan eftir enda bannað að vera fáviti,“ segir Karl Óttar en það eru einmitt einkunnarorð hátíðarinnar. Í þau tólf skipti sem hátíðin hefur verið haldin hafa þessi orð fengið sífellt meiri hljómgrunn enda sönn og góð. „Við keyrum á þeirri sérstöðu að allir séu vinir og þarna komi fólk til að upplifa stemningu. Þetta er ekki fyllerí til að lemja og vera vondur við náungann. Þarna er menningin að vera góður og allir hjálpast að. Allir tala við alla og við viljum efla þá menningu. Við höfum reynt að axla samfélagslega ábyrgð og leggjum áherslu á að við stöndum fyrir ábyrgð,“ segir Karl Óttar.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Sjá meira