Viðskipti innlent

Sigurður kominn með tvö prósent í VÍS

Einkafjárfestar og hlutabréfasjóðir eru umsvifamiklir í hópi stærstu hluthafa VÍS. Hafa lífeyrissjóðir verið að minnka hlut sinn. Fréttablaðið/Anton Brink
Einkafjárfestar og hlutabréfasjóðir eru umsvifamiklir í hópi stærstu hluthafa VÍS. Hafa lífeyrissjóðir verið að minnka hlut sinn. Fréttablaðið/Anton Brink
Félagið NH fjárfesting, í eigu Sigurðar Sigurgeirssonar, fyrrverandi byggingaverktaka í Kópavogi, keypti í liðinni viku um 0,48 prósenta hlut í tryggingafélaginu VÍS. Eftir viðskiptin á félag hans 1,9 prósenta hlut. Er Sigurður þar með orðinn þriðji stærsti einkafjárfestirinn í hlutahafahópi félagsins á eftir hjónunum Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur stjórnarformanni og Guðmundi Erni Þórðarsyni og fjárfestingafélaginu Óskabeini. Samtals eiga þau hjónin um 8 prósenta hlut í gegnum félagið K2B fjárfestingar, sjóði í stýringu Stefnis og safnreikning Virðingar. Miðað við gengi bréfa í tryggingafélaginu í síðustu viku má ætla að kaupverðið á 0,48 prósenta hlutnum hafi numið liðlega 120 milljónum króna. Miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er eignarhlutur Sigurðar metinn á um 470 milljónir króna. Félag Sigurðar komst á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í lok síðasta mánaðar, en það eignaðist fyrst 1,2 prósenta hlut í VÍS í maí síðastliðnum, samkvæmt heimildum. Rétt er þó að geta þess að sumir einkafjárfestar í VÍS eiga talsverða hlutafjáreign í gegnum safnreikning Virðingar sem er skráð með 7,1 prósents hlut í félaginu. – kij





Fleiri fréttir

Sjá meira


×