„Gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. júní 2017 14:30 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir fyrirtækið í miklum vexti. Mynd/Anton Brink „Heildarstarfsmannafjöldinn hjá okkur er um 1100 og við myndum vilja bjóða öllum þessum flugmönnum í viðtal að minnsta kosti,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. „Við gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum.“ Greint hefur verið frá því að 115 flugmönnum verður sagt upp hjá Icelandair í haust vegna árstíðarbundinna sveiflna í komu ferðamanna. Skúli vill bjóða þeim sem standast hæfniskröfur að vinna fyrir WOW air. Tilkynnt var um uppsagnirnar um helgina en auk flugmannanna 115 sem sagt var upp var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Greint hefur verið frá því að uppsagnirnar séu hluti af reglulegri starfsemi Icelandair. Flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin þar sem meira er um að vera í flugþjónustu yfir sumarmánuðina. „Það eru vissulega árstíðarsveiflur en við höfum reynt að halda úti eins þéttu leiðarkerfi og við getum. Líka yfir vetramánuðina,“ segir Skúli. „Við teljum það koma betur út og það minnkar allar sveiflur í rekstrinum. Við erum líka að stækka mjög ört, vöxtur um 60 til 70 prósent á milli ára og sjáum fram á að gera það líka í ár og næstu tvö árin,“ segir hann. „Við reiknum með að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum með tilheyrandi starfsmannaaukningu líka þannig að það lítur út fyrir að við þurfum að bæta við verulegum fjölda flugmanna á næstu mánuðum og árum.“ Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Heildarstarfsmannafjöldinn hjá okkur er um 1100 og við myndum vilja bjóða öllum þessum flugmönnum í viðtal að minnsta kosti,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. „Við gætum hæglega ráðið fleiri en hundrað flugmenn á næstu mánuðum.“ Greint hefur verið frá því að 115 flugmönnum verður sagt upp hjá Icelandair í haust vegna árstíðarbundinna sveiflna í komu ferðamanna. Skúli vill bjóða þeim sem standast hæfniskröfur að vinna fyrir WOW air. Tilkynnt var um uppsagnirnar um helgina en auk flugmannanna 115 sem sagt var upp var 70 flugstjórum tilkynnt að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Greint hefur verið frá því að uppsagnirnar séu hluti af reglulegri starfsemi Icelandair. Flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin þar sem meira er um að vera í flugþjónustu yfir sumarmánuðina. „Það eru vissulega árstíðarsveiflur en við höfum reynt að halda úti eins þéttu leiðarkerfi og við getum. Líka yfir vetramánuðina,“ segir Skúli. „Við teljum það koma betur út og það minnkar allar sveiflur í rekstrinum. Við erum líka að stækka mjög ört, vöxtur um 60 til 70 prósent á milli ára og sjáum fram á að gera það líka í ár og næstu tvö árin,“ segir hann. „Við reiknum með að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum með tilheyrandi starfsmannaaukningu líka þannig að það lítur út fyrir að við þurfum að bæta við verulegum fjölda flugmanna á næstu mánuðum og árum.“
Tengdar fréttir Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32