Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Hörður Ægisson skrifar 20. september 2017 06:30 Kaupþing hafði stefnt að því að selja tugprósenta hlut í Arion banka síðar á árinu og skrá bankann í kjölfarið á markað. VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af fyrirhugaðu útboði og skráningu Arion banka síðar á þessu ári. Slík áform hafa verið sett til hliðar vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í lok næsta mánaðar. Stefnir Kaupþing, sem á 58 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar ný ríkisstjórn ætti að hafa tekið til starfa eftir kosningar. Á meðal þess sem hefur staðið í vegi fyrir því að hægt yrði að ráðast í skráningu Arion banka er sá möguleiki að stjórnvöld muni mögulega nýta sér forkaupsrétt sinn að hlut í bankanum ef hann yrði seldur á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Fulltrúar Kaupþings hafa í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt fjölmarga fundi með leiðtogum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum í Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu í því skyni að ná samkomulagi um endurskoðun ákvæðisins um forkaupsrétt ríkisins. Sú vinna var hins vegar ekki langt á veg komin. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Að öðrum kosti er enda talið að forkaupsrétturinn sem slíkur myndi valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Kaupþing hyggst að óbreyttu ekki leita eftir því að ná samkomulagi við stjórnvöld um forkaupsréttinn í ljósi þess að ríkisstjórnin er fallin og starfsstjórn hefur tekið við.„Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Markaðinn að hún hafi farið þess á leit við Óla Björn Kárason, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að sú starfsstjórn sem mun sitja fram að komandi kosningum taki ekki neina ákvörðun um endurskoðun á ákvæðinu um forkaupsrétt ríkisins að Arion banka. „Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ útskýrir Lilja, en hún á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd.Vogunarsjóðir verða virkir eigendur Auk þess að ná samkomulagi við stjórnvöld um endurskoðun forkaupsréttarins hefur Kaupþing einnig beðið eftir því að Fjármálaeftirlitið (FME) myndi ljúka mati sínu á hæfi vogunarsjóðanna Attestor Capital og Taconic Capital, sem hvor um sig eignuðust 9,99 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu, um að mega fara með virkan eignarhlut í bankanum. FME komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn föstudag að Attestor væri heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í bankanum, líkt og Markaðurinn hafði upplýst um tveimur dögum áður að yrði niðurstaða eftirlitsins. Gert er ráð fyrir að FME tilkynni um slíkt hið sama í tilfelli Taconic í þessari viku. Samhliða því að vogunarsjóðirnir eru metnir hæfir eigendur að bankanum fá þeir í kjölfarið atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign sína. Þegar sjóðirnir þrír – Taconic, Attestor og Och-Ziff – og Goldman Sachs keyptu 29 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir um 49 milljarða þá féllust sjóðirnir á að hlutum þeirra myndi ekki fylgja atkvæðisréttur þar til þeir yrðu metnir hæfir til að fara með virkan eignarhlut eða að bankinn yrði skráður á markað. Þá hefur FME einnig til skoðunar hæfi Kaupþings til að fara beint með virkan eignarhlut í Arion banka en frá 2010 hefur það verið í gegnum dótturfélagið Kaupskil. Það fyrirkomulag verður brátt fellt niður og því er nauðsynlegt fyrir Kaupþing að fá samþykki FME til fara með meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Að öðrum kosti þyrfti eignarhaldsfélagið að losa um að lágmarki um 48 prósenta hlut í Arion banka í fyrirhuguðu útboði. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í fyrsta kasti.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhugaðu útboði og skráningu Arion banka síðar á þessu ári. Slík áform hafa verið sett til hliðar vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í lok næsta mánaðar. Stefnir Kaupþing, sem á 58 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar ný ríkisstjórn ætti að hafa tekið til starfa eftir kosningar. Á meðal þess sem hefur staðið í vegi fyrir því að hægt yrði að ráðast í skráningu Arion banka er sá möguleiki að stjórnvöld muni mögulega nýta sér forkaupsrétt sinn að hlut í bankanum ef hann yrði seldur á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Fulltrúar Kaupþings hafa í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt fjölmarga fundi með leiðtogum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum í Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu í því skyni að ná samkomulagi um endurskoðun ákvæðisins um forkaupsrétt ríkisins. Sú vinna var hins vegar ekki langt á veg komin. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Að öðrum kosti er enda talið að forkaupsrétturinn sem slíkur myndi valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Kaupþing hyggst að óbreyttu ekki leita eftir því að ná samkomulagi við stjórnvöld um forkaupsréttinn í ljósi þess að ríkisstjórnin er fallin og starfsstjórn hefur tekið við.„Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Markaðinn að hún hafi farið þess á leit við Óla Björn Kárason, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að sú starfsstjórn sem mun sitja fram að komandi kosningum taki ekki neina ákvörðun um endurskoðun á ákvæðinu um forkaupsrétt ríkisins að Arion banka. „Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ útskýrir Lilja, en hún á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd.Vogunarsjóðir verða virkir eigendur Auk þess að ná samkomulagi við stjórnvöld um endurskoðun forkaupsréttarins hefur Kaupþing einnig beðið eftir því að Fjármálaeftirlitið (FME) myndi ljúka mati sínu á hæfi vogunarsjóðanna Attestor Capital og Taconic Capital, sem hvor um sig eignuðust 9,99 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu, um að mega fara með virkan eignarhlut í bankanum. FME komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn föstudag að Attestor væri heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í bankanum, líkt og Markaðurinn hafði upplýst um tveimur dögum áður að yrði niðurstaða eftirlitsins. Gert er ráð fyrir að FME tilkynni um slíkt hið sama í tilfelli Taconic í þessari viku. Samhliða því að vogunarsjóðirnir eru metnir hæfir eigendur að bankanum fá þeir í kjölfarið atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign sína. Þegar sjóðirnir þrír – Taconic, Attestor og Och-Ziff – og Goldman Sachs keyptu 29 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir um 49 milljarða þá féllust sjóðirnir á að hlutum þeirra myndi ekki fylgja atkvæðisréttur þar til þeir yrðu metnir hæfir til að fara með virkan eignarhlut eða að bankinn yrði skráður á markað. Þá hefur FME einnig til skoðunar hæfi Kaupþings til að fara beint með virkan eignarhlut í Arion banka en frá 2010 hefur það verið í gegnum dótturfélagið Kaupskil. Það fyrirkomulag verður brátt fellt niður og því er nauðsynlegt fyrir Kaupþing að fá samþykki FME til fara með meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Að öðrum kosti þyrfti eignarhaldsfélagið að losa um að lágmarki um 48 prósenta hlut í Arion banka í fyrirhuguðu útboði. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í fyrsta kasti.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent