Söluferli Lyfju skýrist á næstu vikum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. september 2017 09:00 Stefnt er að því að slíta Lindarhvoli á fyrri hluta næsta árs. Vísir/Anton Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. Sem kunnugt er ógilti Samkeppniseftirlitið í sumar kaup smásölurisans Haga á lyfjakeðjunni, sem er að fullu í eigu ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Alþingi í gær, kemur fram að stjórn félagsins velti nú fyrir sér næstu skrefum í málinu. Hagar áttu langhæsta tilboðið í Lyfju, en það hljóðaði upp á 6,7 milljarða króna. Fram kemur í greinargerðinni að það sé mat Lindarhvols að ekki sé heppilegt að setja önnur óskráð hlutabréf, sem eru í umsýslu félagsins, í söluferli að svo stöddu. Ástæðan sé sú að slík sala „muni ekki verða til þess að hámarka verðmæti viðkomandi hlutabréfa, meðal annars vegna eðli eignanna og annarra þátta sem snúa sérstaklega að einstökum eignum í þessum eignaflokki“. Á meðal óskráðra hlutabréfaeigna félagsins er tíu prósenta hlutur í fjárfestingafélaginu Eyri Invest sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi Marels með 25,9 prósenta hlut. Auk þess á Lindarhvoll hlut í fagfjárfestingasjóðnum Auði I, DOHOP og Norðurturninum við Smáralind, svo eitthvað sé nefnt. Í greinargerðinni er auk þess tekið fram að áfram verði stefnt að því að ljúka við úrvinnslu og sölu eigna félagsins eins fljótt og auðið er. Ekki sé óvarlegt að áætla að unnt verði að slíta starfsemi Lindarhvols á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Sjá meira
Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. Sem kunnugt er ógilti Samkeppniseftirlitið í sumar kaup smásölurisans Haga á lyfjakeðjunni, sem er að fullu í eigu ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Alþingi í gær, kemur fram að stjórn félagsins velti nú fyrir sér næstu skrefum í málinu. Hagar áttu langhæsta tilboðið í Lyfju, en það hljóðaði upp á 6,7 milljarða króna. Fram kemur í greinargerðinni að það sé mat Lindarhvols að ekki sé heppilegt að setja önnur óskráð hlutabréf, sem eru í umsýslu félagsins, í söluferli að svo stöddu. Ástæðan sé sú að slík sala „muni ekki verða til þess að hámarka verðmæti viðkomandi hlutabréfa, meðal annars vegna eðli eignanna og annarra þátta sem snúa sérstaklega að einstökum eignum í þessum eignaflokki“. Á meðal óskráðra hlutabréfaeigna félagsins er tíu prósenta hlutur í fjárfestingafélaginu Eyri Invest sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi Marels með 25,9 prósenta hlut. Auk þess á Lindarhvoll hlut í fagfjárfestingasjóðnum Auði I, DOHOP og Norðurturninum við Smáralind, svo eitthvað sé nefnt. Í greinargerðinni er auk þess tekið fram að áfram verði stefnt að því að ljúka við úrvinnslu og sölu eigna félagsins eins fljótt og auðið er. Ekki sé óvarlegt að áætla að unnt verði að slíta starfsemi Lindarhvols á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Sjá meira