Viðskipti innlent

Goðsögn í markaðsfræði messar yfir Íslendingum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Peter Fader stendur framarlega í flokki fræðimanna á sviði markaðsfræði í dag.
Peter Fader stendur framarlega í flokki fræðimanna á sviði markaðsfræði í dag.
Peter Fader, prófessor í markaðsfræði við Wharton School í University of Pennsylvania í USA, hefur um árabil rannsakað kauphegðun viðskiptavina (Customer Centricity) og notkun á gögnum til þess að spá fyrir um hegðun einstakra hópa.

Fader er mættur til Íslands og ætlar að halda fyrirlestur á morgunfundi ÍMARK á morgun, miðvikudaginn 27. september, þar sem hann mun veita innsýn í þær rannsóknir sem hann hefur gert á kauphegðun fólks síðastliðin þrjátíu ár.

Í tilkynningu frá ÍMARK segir að Fader hafi hjálpað fjölda fyrirtækja að átta sig á virði viðskiptavina og auðveldað þeim að taka ákvaðanir byggðar á þeim gögnum sem eru til staðar hjá flest öllum fyrirtækjum. 

Fundurinn fer fram í Gamla bíó í Ingólfsstræti 2a og hefst klukkan 8:30. Fundurinn mun standa til 11.

Að neðan má heyra Fader ræða málin við fundarstjórann, Björgvin Inga Ólafsson.


 

ÍMARK morgunfundur 27. september kl. 08:30 from Imark on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×