„Þorði ekki að vonast eftir þessum úrslitum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2017 10:30 Vignir Stefánsson hefur spilað virkilega vel í síðustu leikjum Vals. vísir/andri marinó Valsmenn fara með átta marka forskot til Rúmeníu eftir 30-22 sigur á AHC Potaissa Turda í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu á laugardaginn. Frábær úrslit hjá Val sem var miklu sterkari aðilinn í leiknum. Varnarleikur Valsmanna var gríðarlega öflugur með bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni í broddi fylkingar og hinn síungi Hlynur Morthens varði vel í markinu. Valsmenn voru skynsamir í sókninni þótt þeir hefðu tapað fullmörgum boltum í fyrri hálfleik. Þá fóru þrjú vítaköst í súginn. „Maður þorði ekki alveg að vonast eftir þessum úrslitum en við erum gríðarlega ánægðir,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, eftir leikinn. „Við fórum inn í leikinn til þess að reyna að vinna hann með sem flestum mörkum og það gekk vel í dag. Það var rosalega mikilvægt að vinna með átta og fá bara á okkur 22 mörk. Við erum að fara á gríðarlega erfiðan útivöll. Núna er bara hálfleikur og maður verður bara að líta á þetta þannig að við séum átta mörkum yfir.“ Valur fékk framlag frá mörgum leikmönnum í sókninni í leiknum á laugardaginn. Vignir Stefánsson heldur áfram að spila eins og engill og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Sveinn Aron Sveinsson var með sex úr því hægra. Þá hrökk króatíska skyttan Josip Juric Grgic heldur betur í gang undir lokin. Hann var markalaus allt fram á 47. mínútu en skoraði svo átta mörk á síðustu 13 mínútum leiksins. Seinni leikurinn Potaissa Turda fer fram ytra á sunnudaginn kemur. Í millitíðinni mætir Valur Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. Valsmenn unnu fyrsta leikinn örugglega, 23-31, og leiða einvígið 1-0. Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Sjá meira
Valsmenn fara með átta marka forskot til Rúmeníu eftir 30-22 sigur á AHC Potaissa Turda í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu á laugardaginn. Frábær úrslit hjá Val sem var miklu sterkari aðilinn í leiknum. Varnarleikur Valsmanna var gríðarlega öflugur með bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni í broddi fylkingar og hinn síungi Hlynur Morthens varði vel í markinu. Valsmenn voru skynsamir í sókninni þótt þeir hefðu tapað fullmörgum boltum í fyrri hálfleik. Þá fóru þrjú vítaköst í súginn. „Maður þorði ekki alveg að vonast eftir þessum úrslitum en við erum gríðarlega ánægðir,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, eftir leikinn. „Við fórum inn í leikinn til þess að reyna að vinna hann með sem flestum mörkum og það gekk vel í dag. Það var rosalega mikilvægt að vinna með átta og fá bara á okkur 22 mörk. Við erum að fara á gríðarlega erfiðan útivöll. Núna er bara hálfleikur og maður verður bara að líta á þetta þannig að við séum átta mörkum yfir.“ Valur fékk framlag frá mörgum leikmönnum í sókninni í leiknum á laugardaginn. Vignir Stefánsson heldur áfram að spila eins og engill og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Sveinn Aron Sveinsson var með sex úr því hægra. Þá hrökk króatíska skyttan Josip Juric Grgic heldur betur í gang undir lokin. Hann var markalaus allt fram á 47. mínútu en skoraði svo átta mörk á síðustu 13 mínútum leiksins. Seinni leikurinn Potaissa Turda fer fram ytra á sunnudaginn kemur. Í millitíðinni mætir Valur Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. Valsmenn unnu fyrsta leikinn örugglega, 23-31, og leiða einvígið 1-0.
Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Sjá meira