Um aðgengi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 07:00 Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins til sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni.“ Þarna kemst Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að kjarna málsins um áfengisfrumvarpið. Andstaða við frumvarpið er rökrétt af þeirri ástæðu að það feli í sér að okkur verði gert of auðvelt að nálgast áfengi. En Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur ekki reynt að torvelda fólki aðgang að guðaveigum, með sína ríflega 50 sölustaði, netverslun og auglýsingar undir fölsku flaggi. Þvert á móti tryggir ÁTVR landsmönnum prýðilegt framboð á söluvarningi sínum, og raunar enn betra en í mörgum löndum sem þó hafa gefið áfengisverslun frjálsa. Sölustaðir ÁTVR eru umtalsvert fleiri en Bónusverslanir í landinu og opnunartíminn er sambærilegur. Eru þar með ekki rökin um einkaleyfi ríkisins til sölu á áfengi einfaldlega fallin um sjálf sig? Andstæðingar frumvarpsins hafa heldur ekki haldið því sérstaklega á lofti að hér hefur fjöldi veitingastaða með vínveitingaleyfi margfaldast á skömmum tíma. Enginn hefur þó stungið upp á því að ríkið taki að sér rekstur öldurhúsa eða opni hverfisbari. Þeir þingmenn sem efast um frumvarpið ættu því með réttu, eins og Páll Magnússon, að horfa til þess sem snýst um framboð og aðgang almennings að áfengum drykkjum. Tilvist og framtíð ÁTVR er í því samhengi aukaatriði. Almennt er einhugur um að verslunarrekstur sé einkaframtak. Ella væri eðlilegt næsta skref að stofna fataverslun ríkisins, matvöruverslun ríkisins og þar fram eftir götum. Áfengi er skaðvaldur. Um það er ekki deilt. Bestu forvarnirnar eru upplýsingar og fræðsla, bæði innan heimilis og utan. Þar eru foreldrar og fyrirmyndir í lykilhlutverki, en hlutverk ÁTVR er smátt. Sama gildir um auglýsingabann sem ekki heldur meðan hér gilda aðrar reglur en í nálægum löndum. Bannið gerir ekkert annað en að neyða auglýsendur til að beina viðskiptum sínum til útlanda, einkum til alþjóðlegra netrisa sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum meðan íslenskir miðlar þurfa að horfa í hverja einustu krónu. Tóbak er annar skaðvaldur, sem ríkið selur í heildsölu með einkaleyfi. Miklir sigrar hafa unnist í tóbaksvörnum. Þar ráða fræðsla og upplýsingar mestu. En sigrarnir byggjast líka á því að tóbaki er ekki lengur haldið að fólki líkt og áður. Þó er það á boðstólum í matvöruverslunum og söluturnum, sem þurfa að lúta ströngum skilyrðum. Þar hafa farið saman frelsi og ábyrgð. Af hverju skyldi annað eiga við um áfengið? Ummæli Steingríms J. Sigfússonar í umræðum um að afnema bjórbannið svokallaða hafa oft verið rifjuð upp. Hann spáði því að á landinu myndu rísa tugir ef ekki hundruð ölstofa sem myndu leiða af sér upplausn.Dæmi nú hver fyrir sig um spádómsgáfu þingmannsins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins til sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni.“ Þarna kemst Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að kjarna málsins um áfengisfrumvarpið. Andstaða við frumvarpið er rökrétt af þeirri ástæðu að það feli í sér að okkur verði gert of auðvelt að nálgast áfengi. En Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur ekki reynt að torvelda fólki aðgang að guðaveigum, með sína ríflega 50 sölustaði, netverslun og auglýsingar undir fölsku flaggi. Þvert á móti tryggir ÁTVR landsmönnum prýðilegt framboð á söluvarningi sínum, og raunar enn betra en í mörgum löndum sem þó hafa gefið áfengisverslun frjálsa. Sölustaðir ÁTVR eru umtalsvert fleiri en Bónusverslanir í landinu og opnunartíminn er sambærilegur. Eru þar með ekki rökin um einkaleyfi ríkisins til sölu á áfengi einfaldlega fallin um sjálf sig? Andstæðingar frumvarpsins hafa heldur ekki haldið því sérstaklega á lofti að hér hefur fjöldi veitingastaða með vínveitingaleyfi margfaldast á skömmum tíma. Enginn hefur þó stungið upp á því að ríkið taki að sér rekstur öldurhúsa eða opni hverfisbari. Þeir þingmenn sem efast um frumvarpið ættu því með réttu, eins og Páll Magnússon, að horfa til þess sem snýst um framboð og aðgang almennings að áfengum drykkjum. Tilvist og framtíð ÁTVR er í því samhengi aukaatriði. Almennt er einhugur um að verslunarrekstur sé einkaframtak. Ella væri eðlilegt næsta skref að stofna fataverslun ríkisins, matvöruverslun ríkisins og þar fram eftir götum. Áfengi er skaðvaldur. Um það er ekki deilt. Bestu forvarnirnar eru upplýsingar og fræðsla, bæði innan heimilis og utan. Þar eru foreldrar og fyrirmyndir í lykilhlutverki, en hlutverk ÁTVR er smátt. Sama gildir um auglýsingabann sem ekki heldur meðan hér gilda aðrar reglur en í nálægum löndum. Bannið gerir ekkert annað en að neyða auglýsendur til að beina viðskiptum sínum til útlanda, einkum til alþjóðlegra netrisa sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum meðan íslenskir miðlar þurfa að horfa í hverja einustu krónu. Tóbak er annar skaðvaldur, sem ríkið selur í heildsölu með einkaleyfi. Miklir sigrar hafa unnist í tóbaksvörnum. Þar ráða fræðsla og upplýsingar mestu. En sigrarnir byggjast líka á því að tóbaki er ekki lengur haldið að fólki líkt og áður. Þó er það á boðstólum í matvöruverslunum og söluturnum, sem þurfa að lúta ströngum skilyrðum. Þar hafa farið saman frelsi og ábyrgð. Af hverju skyldi annað eiga við um áfengið? Ummæli Steingríms J. Sigfússonar í umræðum um að afnema bjórbannið svokallaða hafa oft verið rifjuð upp. Hann spáði því að á landinu myndu rísa tugir ef ekki hundruð ölstofa sem myndu leiða af sér upplausn.Dæmi nú hver fyrir sig um spádómsgáfu þingmannsins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun