Ótrúleg leikmannaskipti Boston Celtics frá 2013 enn að borga sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 10:30 Danny Ainge náði ótrúlegum skiptum við Brooklyn Nets fyrir fjórum árum. Vísir/AP Boston Celtics verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta kom í ljós í nótt dregið var um hvaða lið fá fyrstu valréttina. Boston Celtics velur númer eitt, Los Angeles Lakers velur númer tvö og Philadelphia 76ers er númer þrjú.Hér má sjá röðina í fyrstu umferð: 1. Boston (Frá Brooklyn) 2. Los Angeles Lakers 3. Philadelphia (Frá Sacramento) 4. Phoenix 5. Sacramento (Frá Philadelphia) 6. Orlando 7. Minnesota 8. New York 9. Dallas 10. Sacramento (Frá New Orleans) 11. Charlotte 12. Detroit 13. Denver 14. Miami 15. Portland 16. Chicago 17. Milwaukee 18. Indiana 19. Atlanta 20. Portland (Frá Memphis í gegnum Denver og Cleveland) 21. Oklahoma City 22. Brooklyn (Frá Washington) 23. Toronto (Frá LA Clippers í gegnum Milwaukee) 24. Utah 25. Orlando (Frá Toronto) 26. Portland (Frá Cleveland) 27. Brooklyn (Frá Boston) 28. Los Angeles Lakers (Frá Houston) 29. San Antonio 30. Utah (Frá Golden State) Boston Celtics fékk því fyrsta valrétt í nýliðavalinu innan við sólarhring eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Vanalega eru það liðin sem komast ekki í úrslitakeppnina sem eru að bítast um fyrstu valréttina en það eru merkileg leikmannaskipti sem sjá til þess að Boston Celtics er í þessari frábæru stöðu. Árið 2013 skiptu Boston Celtics og Brooklyn Nets nefnilega á leikmönnum og Celtics-menn eru ennþá að græða á þeim skiptum. Brooklyn-liðið fékk meðal annars tvær stórstjörnur frá Boston, Paul Pierce og Kevin Garnett í skiptum fyrir þrjá valrétti í framtíðinni.pic.twitter.com/vWtmZrUfLm — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 Það sem gerði hinsvegar útslagið er að í einum þessarar valrétta þá mátti Boston skipta við Brooklyn Nets um valrétt liðsins í fyrstu umferðinni í ár. Brooklyn Nets er lélegasta lið deildarinnar og því voru miklar líkur á að liðið fengi fyrsta valrétt sem varð svo raunin. Boston Celtics á líka valrétt Brooklyn Nets í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári og þessi skipti hjá Danny Ainge og félögum fara í sögubækurnar sem ein af þeim betri. Paul Pierce lagði skóna á hilluna á dögunum en hann fór inn á Twitter og eignaði sér smá hlut í því að skila Boston Celtics valrétti númer eitt í nýliðavalinu 2017. Það má sjá það hér fyrir neðan.And look what I leave behind for the Celts on my way out #1 pick — Paul Pierce (@paulpierce34) May 17, 2017pic.twitter.com/iYKuQMKove — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Boston Celtics verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta kom í ljós í nótt dregið var um hvaða lið fá fyrstu valréttina. Boston Celtics velur númer eitt, Los Angeles Lakers velur númer tvö og Philadelphia 76ers er númer þrjú.Hér má sjá röðina í fyrstu umferð: 1. Boston (Frá Brooklyn) 2. Los Angeles Lakers 3. Philadelphia (Frá Sacramento) 4. Phoenix 5. Sacramento (Frá Philadelphia) 6. Orlando 7. Minnesota 8. New York 9. Dallas 10. Sacramento (Frá New Orleans) 11. Charlotte 12. Detroit 13. Denver 14. Miami 15. Portland 16. Chicago 17. Milwaukee 18. Indiana 19. Atlanta 20. Portland (Frá Memphis í gegnum Denver og Cleveland) 21. Oklahoma City 22. Brooklyn (Frá Washington) 23. Toronto (Frá LA Clippers í gegnum Milwaukee) 24. Utah 25. Orlando (Frá Toronto) 26. Portland (Frá Cleveland) 27. Brooklyn (Frá Boston) 28. Los Angeles Lakers (Frá Houston) 29. San Antonio 30. Utah (Frá Golden State) Boston Celtics fékk því fyrsta valrétt í nýliðavalinu innan við sólarhring eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Vanalega eru það liðin sem komast ekki í úrslitakeppnina sem eru að bítast um fyrstu valréttina en það eru merkileg leikmannaskipti sem sjá til þess að Boston Celtics er í þessari frábæru stöðu. Árið 2013 skiptu Boston Celtics og Brooklyn Nets nefnilega á leikmönnum og Celtics-menn eru ennþá að græða á þeim skiptum. Brooklyn-liðið fékk meðal annars tvær stórstjörnur frá Boston, Paul Pierce og Kevin Garnett í skiptum fyrir þrjá valrétti í framtíðinni.pic.twitter.com/vWtmZrUfLm — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 Það sem gerði hinsvegar útslagið er að í einum þessarar valrétta þá mátti Boston skipta við Brooklyn Nets um valrétt liðsins í fyrstu umferðinni í ár. Brooklyn Nets er lélegasta lið deildarinnar og því voru miklar líkur á að liðið fengi fyrsta valrétt sem varð svo raunin. Boston Celtics á líka valrétt Brooklyn Nets í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári og þessi skipti hjá Danny Ainge og félögum fara í sögubækurnar sem ein af þeim betri. Paul Pierce lagði skóna á hilluna á dögunum en hann fór inn á Twitter og eignaði sér smá hlut í því að skila Boston Celtics valrétti númer eitt í nýliðavalinu 2017. Það má sjá það hér fyrir neðan.And look what I leave behind for the Celts on my way out #1 pick — Paul Pierce (@paulpierce34) May 17, 2017pic.twitter.com/iYKuQMKove — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira