Gamla Nintendo NES langvinsælust Haraldur Guðmundsson skrifar 5. apríl 2017 17:00 Kristinn Ólafur Smárason stofnaði Retrolif.is eftir að hann hafði safnað tölvuleikjum í meira en áratug. Vísir/Ernir „Þetta er fjölskyldufyrirtæki ef svo má segja en við konan mín stöndum að þessu,“ segir Kristinn Ólafur Smárason, eigandi vefverslunnar Retrólíf, sem selur gamlar leikjatölvur og tölvuleiki ásamt unnustu sinni Heiðrúnu Matthildi Atladóttur. Vefverslunin var opnuð í nóvember í fyrra en þar selja þau Kristinn og Heiðrún notaðar tölvur á borð við Nintendo NES, Sega Mega Drive og Playstation. Þar má einnig finna sjaldgæfa tölvuleiki sem ekki hafa verið seldir hér á landi í um 30 ár, eða jafnvel aldrei, og aukahluti eins og fjarstýringar og minniskubba. „Ég hef verið að væflast í þessum klassísku tölvum síðasta áratuginn eða svo og safnað þeim og gömlum leikjum í langan tíma. Á endanum var ég kominn með gott safn af alls konar dóti og maður var farinn að fá fyrirspurnir á Facebook, Blandi og fleiri stöðum. Mig langaði því að prufa að opna litla vefverslun með þessar vörur og lét verða af því. Þetta fékk strax talsverða athygli og ég fæ mikið af fyrirspurnum um hina ýmsu leiki og tölvur og þá reynir maður að hlaupa til og redda,“ segir Kristinn. Nintendo NES sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar og hana mátti finna á mörgum íslenskum heimilum. Tölvan og leikir hennar eru að sögn Kristins vinsælustu vörurnar hjá Retrólíf en einnig er talsverð eftirspurn eftir leikjatölvu sem kom út um fimmtán árum síðar. „Það kom mér mjög á óvart hversu vinsæl Playstation 2 er og leikir henni tengdir. Það er augljóslega eitthvað „költ-following“ í kringum hana hér á landi,“ segir Kristinn. Er mikil eftirspurn eftir þessum vörum? „Ég segi nú ekki að það sé talsverð eftirspurn en þetta er sérstakur markaður og það er alltaf einhver sala. Ég er ekki á kafi í vinnu yfir þessu en það er vissulega áhugi og margir sem vilja finna aftur æskuárin í gegnum gamla tölvuleiki,“ segir Kristinn og bætir við að hann sé í fullu starfi hjá tæknifyrirtækinu GoMobile. Kaupirðu tölvurnar og leikina hér heima eða á netinu? „Ég geri hvort tveggja. Ég er búinn að vera á spjallborðum um alls konar tölvur ogg farinn að þekkja fólk með sama áhugamál um allan heim; í Japan, Þýskalandi, Skandinavíu og Ástralíu. Ef fólk vantar eitthvað mjög sérstakt get ég alltaf leitað til vissra aðila en maður reynir að halda innkaupunum þannig ef það er hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Þetta er fjölskyldufyrirtæki ef svo má segja en við konan mín stöndum að þessu,“ segir Kristinn Ólafur Smárason, eigandi vefverslunnar Retrólíf, sem selur gamlar leikjatölvur og tölvuleiki ásamt unnustu sinni Heiðrúnu Matthildi Atladóttur. Vefverslunin var opnuð í nóvember í fyrra en þar selja þau Kristinn og Heiðrún notaðar tölvur á borð við Nintendo NES, Sega Mega Drive og Playstation. Þar má einnig finna sjaldgæfa tölvuleiki sem ekki hafa verið seldir hér á landi í um 30 ár, eða jafnvel aldrei, og aukahluti eins og fjarstýringar og minniskubba. „Ég hef verið að væflast í þessum klassísku tölvum síðasta áratuginn eða svo og safnað þeim og gömlum leikjum í langan tíma. Á endanum var ég kominn með gott safn af alls konar dóti og maður var farinn að fá fyrirspurnir á Facebook, Blandi og fleiri stöðum. Mig langaði því að prufa að opna litla vefverslun með þessar vörur og lét verða af því. Þetta fékk strax talsverða athygli og ég fæ mikið af fyrirspurnum um hina ýmsu leiki og tölvur og þá reynir maður að hlaupa til og redda,“ segir Kristinn. Nintendo NES sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar og hana mátti finna á mörgum íslenskum heimilum. Tölvan og leikir hennar eru að sögn Kristins vinsælustu vörurnar hjá Retrólíf en einnig er talsverð eftirspurn eftir leikjatölvu sem kom út um fimmtán árum síðar. „Það kom mér mjög á óvart hversu vinsæl Playstation 2 er og leikir henni tengdir. Það er augljóslega eitthvað „költ-following“ í kringum hana hér á landi,“ segir Kristinn. Er mikil eftirspurn eftir þessum vörum? „Ég segi nú ekki að það sé talsverð eftirspurn en þetta er sérstakur markaður og það er alltaf einhver sala. Ég er ekki á kafi í vinnu yfir þessu en það er vissulega áhugi og margir sem vilja finna aftur æskuárin í gegnum gamla tölvuleiki,“ segir Kristinn og bætir við að hann sé í fullu starfi hjá tæknifyrirtækinu GoMobile. Kaupirðu tölvurnar og leikina hér heima eða á netinu? „Ég geri hvort tveggja. Ég er búinn að vera á spjallborðum um alls konar tölvur ogg farinn að þekkja fólk með sama áhugamál um allan heim; í Japan, Þýskalandi, Skandinavíu og Ástralíu. Ef fólk vantar eitthvað mjög sérstakt get ég alltaf leitað til vissra aðila en maður reynir að halda innkaupunum þannig ef það er hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira