Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 13:58 Björk Sigurgísladóttir, Jón Þór Sturluson og Gísli Örn Kjartansson, fulltrúar Fjármálaeftirlitsins, á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. vísir/eyþór Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. Fulltrúar eftirlitsins komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun til þess að ræða söluna á hlut í Arion banka.9,99 prósent engin tilviljun Enginn kaupendanna á meira en 9,99 prósenta hlut í bankanum en það telst virk eign í fjármálastofnun ef eignarhaldið fer í 10 prósent eða meira. Það þýðir að þeir sem eru ekki virkir eigendur þurfa ekki að undirgangast hæfnismat. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, sagði á fundinum að ekki sé ástæða til þess að ætla annað en að kaupendurnir ætli að gerast virkir eigendur – því sé þessi undirbúningur hafinn. Hins vegar sé þessi eignarhlutur, 9,99 prósent, engin tilviljun. „Í þessum tilvikum höfum við ástæðu til þess að ætla að þeir hyggist gerast virkir eigendur. Þannig að í Fjármálaeftirlitinu er hafinn undirbúningur á könnun á hæfi þessara aðila sem virkra eigenda. Það er meðal annars þess vegna sem við höfum átt fundi með einhverjum þessara aðila og erum að bíða eftir frekari gögnum,“ sagði Jón Þór.Vildu vita hvernig gjörningurinn yrði túlkaður Aðspurður sagði hann fjárfestana hafa leitað álits FME um hvernig eftirlitið myndi „túlka þennan gjörning“. Því hafi eftirlitið verið í nokkrum samskiptum við bankann sjálfan og kaupendurna að undanförnu. „Við höfum verið í ríkum samskiptum bæði við Arion banka sjálfan og Kaupþing félagið. Við höfum einnig verið í samskiptum við einstaka mögulega fjárfesta, bæði aðila sem eru ekki í þessum kaupendahópi og aðra sem eru í þessum kaupendahópi.“ Þá sagði Jón Þór að kaupendum hafi verið gert grein fyrir því að mat eftirlitsins velti meðal annars á hvernig menn hagi sér og hvernig málum vindi fram, auk þess sem eftirlitið geti ávallt skipt um skoðun. Nú þurfi að koma eignarhaldi í varanlegt horf.Orðsporið til umræðu Nefndarmönnum var nokkuð tíðrætt um hvort orðspor kaupenda skipti máli. Var í því samhengi meðal annars vísað til þess að einn kaupendanna, Och-Ziff, hafi verið sektað vegna brota á bandarískri spillingalöggjöf í september síðastliðnum. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, spurði meðal annars hvort slæmt orðspor geti komið í veg fyrir kaup í fjármálafyrirtækjum hér á landi. „Einn sjóðurinn er uppvís af því að múta og fékk háar sektargreiðslur,“ spurði Lilja. Jón Þór sagðist eiga erfitt með að svara spurningunni en að í grófum dráttum sé það þannig að ef aðili er ekki virkur aðili þá muni FME ekki aðhafast í málinu. Hins vegar eigi eftir að skoða málið til hlítar. Tengdar fréttir Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. 22. mars 2017 07:00 Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07 Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna 23. mars 2017 12:37 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. Fulltrúar eftirlitsins komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun til þess að ræða söluna á hlut í Arion banka.9,99 prósent engin tilviljun Enginn kaupendanna á meira en 9,99 prósenta hlut í bankanum en það telst virk eign í fjármálastofnun ef eignarhaldið fer í 10 prósent eða meira. Það þýðir að þeir sem eru ekki virkir eigendur þurfa ekki að undirgangast hæfnismat. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, sagði á fundinum að ekki sé ástæða til þess að ætla annað en að kaupendurnir ætli að gerast virkir eigendur – því sé þessi undirbúningur hafinn. Hins vegar sé þessi eignarhlutur, 9,99 prósent, engin tilviljun. „Í þessum tilvikum höfum við ástæðu til þess að ætla að þeir hyggist gerast virkir eigendur. Þannig að í Fjármálaeftirlitinu er hafinn undirbúningur á könnun á hæfi þessara aðila sem virkra eigenda. Það er meðal annars þess vegna sem við höfum átt fundi með einhverjum þessara aðila og erum að bíða eftir frekari gögnum,“ sagði Jón Þór.Vildu vita hvernig gjörningurinn yrði túlkaður Aðspurður sagði hann fjárfestana hafa leitað álits FME um hvernig eftirlitið myndi „túlka þennan gjörning“. Því hafi eftirlitið verið í nokkrum samskiptum við bankann sjálfan og kaupendurna að undanförnu. „Við höfum verið í ríkum samskiptum bæði við Arion banka sjálfan og Kaupþing félagið. Við höfum einnig verið í samskiptum við einstaka mögulega fjárfesta, bæði aðila sem eru ekki í þessum kaupendahópi og aðra sem eru í þessum kaupendahópi.“ Þá sagði Jón Þór að kaupendum hafi verið gert grein fyrir því að mat eftirlitsins velti meðal annars á hvernig menn hagi sér og hvernig málum vindi fram, auk þess sem eftirlitið geti ávallt skipt um skoðun. Nú þurfi að koma eignarhaldi í varanlegt horf.Orðsporið til umræðu Nefndarmönnum var nokkuð tíðrætt um hvort orðspor kaupenda skipti máli. Var í því samhengi meðal annars vísað til þess að einn kaupendanna, Och-Ziff, hafi verið sektað vegna brota á bandarískri spillingalöggjöf í september síðastliðnum. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, spurði meðal annars hvort slæmt orðspor geti komið í veg fyrir kaup í fjármálafyrirtækjum hér á landi. „Einn sjóðurinn er uppvís af því að múta og fékk háar sektargreiðslur,“ spurði Lilja. Jón Þór sagðist eiga erfitt með að svara spurningunni en að í grófum dráttum sé það þannig að ef aðili er ekki virkur aðili þá muni FME ekki aðhafast í málinu. Hins vegar eigi eftir að skoða málið til hlítar.
Tengdar fréttir Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. 22. mars 2017 07:00 Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07 Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna 23. mars 2017 12:37 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. 22. mars 2017 07:00
Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07
Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna 23. mars 2017 12:37
Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent